Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 90

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 90
Annáll um jökulhlaup GrœnalónshlciMp í ágúst 1969. Hlaupskvetta korn úr Grænalóni dagana 12- og 13. ágúst 1969, nálægt 100 G1 (þ. e. 100 millj. m3). Hlaupið braut ekkert teljandi úr jöklinum, flutti aðeins smájakahröngl niður á sand á móts við Lómagnúpshorn. Núpsvötn sveigja vestur með Lómagnúp og falla til suðurs niður með hraunbrúninni. Eftir hlaupið úr Grænalóni í ág. ’69, féll vatn úr Grænalóni í fossi fast upp við Eystrafjall (Eggjar). Jökullaust var hægra megin við foss- inn, en hár ísveggur til vinstri. Fossinn var um 8 m hár. Sökum þessa ástands hélzt vatns- staða Grænalóns nær óbreytt. Hinn 14. júlí 70 settu Vatnamælingar Orku- stofnunar upp rauð og gul endursskinsmerki við Grænalón. Ætlazt er til, að merkin sjáist úr flugvélum og á þann hátt megi fara nærri um vatnsstöðuna. Merkin eru á línu framan í höfða, sem skagar ofurlítið út í vatnið að sunnan nálægt útfallinu. Hinn 14. júlí var 3,1 m frá vatnsborði að neðsta merkinu (lóð- rétt hæð), merki nr. 1, sem er gult. Frá nr. 1 að nr. 2 eru 2,7 m, merki nr. 2 er rautt. Frá nr. 2 að nr. 3 eru 2,6 m. Nr. 3 er gult. Frá nr. 3 að nr. 4 eru 3,6 m. Nr. 4 er dökkrautt, það er efsta merkið. Þá, sem kynnu að leggja leið sína um þessar slóðir á landi eða í lofti, og tekst að miða vatnsstöðuna við þessi merki, bið ég vinsamlegast að gera mér undirrituðum aðvart. Grœnalónshlaup í október 1970. Eyjólfur Hannesson á Núpsstað veitti því eftirtekt árla dags 18. okt. 70, að hlaup var að hefjast úr Grænalóni. Rann vatn ofan á jöklinum niður með Súlutindum. Að frum- kvæði Vegagerðarinnar var hlaupið athugað úr flugvél 19. okt. Þátttakendur voru S. Þór., H. Hall., E. Þorb., S. Rist. Rennslið áætlað 500 m3/s. Jörð var alhvít við Grænalón, svo að merkin sáust fremur illa. Vatnsborðsstaðan áætluð 9 m neðan við neðsta merkið, þ. e. a. s. 88 JÖKULL 20. ÁR lækkun um 6 m. Fossinn var horfinn, klappar- brúnin var þurr, sökum vatnsborðslækkunar- innar. Auðsætt var, að vatnið hafði skorið sig niður inn undir ísinn við endann á fossbrún- inni. Nokkurt rennsli var í Súlu, það sem eftir var af árinu. Kolgríma, — „Vatnsdalshlaup". Um Heinabergsjökul segir Skarphéðinn Gísla- son: „Lón nær frá Hafrafelli austur að Geita- kinn. Hinn 8. okt. 70 var vatn úr Vatnsdal að hlaupa fram í þriðja sinn á sumrinu og kom undan jöklinum á annan kílómetra inn með Hafrafelli að austan og fór svo aftur undir jökulinn hálfum kílómetra frá jökulbrún og kom svo undan jöklinum af Hafrafellshálsi. Ef til vill hefur brotnað eitthvað framan af jökl- inum og lónið breikkað, en það verður ekki mælt nema á haldi.“ Vatnamælingar Orkustofnunar settu streng- braut yfir Kolgrímu. Þar eru góðar aðstæður til að mæla stórhlaup. Síriti er í Kolgrímu og hefur verið um nokkurt árabil, svo að nú þegar eru til línurit yfir allmörg Vatnsdalshlaup. Vatnamælingar munu birta rennslisniðurstöður Kolgrímu í Jökli áður en langt um líður. Sigurjón Rist. Skaftárhlaup 1970. Að morgni hins 26. janúar 1970 bárust fjöl- miðlum þær fregnir, að jökulfýla fyndist á Blönduósi og Skagaströnd og víðar í Húna- þingi. Þar eð það hefur komið fyrir nokkrum sinnum áður, að jöklafýlu frá Skaftárhlaupum hafi fyrst orðið vart í byggðum á Norðurlandi, var hringt austur að Skaftárdal, til þess að fregna af Skaftá og reyndist svo, að þar var komið mikið hlaup í hana. Hafði áin farið að vaxa aðfaranótt 26. janúar og fór hún hratt vaxandi um morguninn. Enn var hún að vaxa kl. 17:30 og var þá orðin vatnsmeiri en í undan-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.