Jökull


Jökull - 01.12.1970, Side 91

Jökull - 01.12.1970, Side 91
Alþjóðafundur jöklafræðinga í Skógum 19.-23. júní 1970 Dagana 19.—23. júní 1970 var haldinn að Skógum undir Eyjafjöllum alþjóðlegur fundur jöklafræðinga, og er það í fyrsta skipti, sem slíkur fundur er haldinn hérlendis. Að þessum fundi stóðu Glaciological Society, sem er al- þjóðafélag jöklafræðinga, með stjórnaraðsetur í Cambridge í Englandi, og Jöklarannsóknafélag íslands. FundarstaSurinn var Hótel Edda í Skógaskóla. Fjórir dagar voru ætlaðir til ferða- laga um landið, og var fyrirfram ákveðið, að veður skyldi ráða því, hvaða dögum væri varið til þeirra. Var þetta gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að svo gæti fariö, að björtustu dögunum yrði varið til fyrirlestrahalds, en rign- ingardögum til ferðalaga, en hér á landi er gagn og gaman af ferðalögum háðara veðurfari en víðast annars staðar. Erlendir þátttakendur voru eftirfarandi, nefndir í stafrófsröð: P. Bellair, París, W. Dansgaard, Kaupmanna- höfn, C. Embleton og frú, Beaconsfield, Eng- landi, A. Flotron, Meiringen, Sviss, A. M. D. Gemmell, Glasgow, H. H. Goodman og frú, Ottawa, S. Jonsson, Stokkhólmi, W. Kick og frú, Regensburg, Þýzkalandi, F. Loewe og frú, Melbourne, Australíu (Loewe þessi hafði vetur- setu á miðjum Grænlandsjökli í Wegenerleið- förnum hlaupum. Slettist vatn upp á brúna hjá Skaftárdal. Að morgni hins 27. var flóðið tekið að réna, en var þó allmikið næstu daga og 30. janúar var rennslið enn um 600 m3/sek. við Skaftárdal. Hinn 10. febrúar flugu þeir Carl Eiríksson og Sigurður Þórarinsson yfir vesturhluta Vatna- jökuls í vél flugmálastjóra og skoðuðu sigdæld- ina eftir hlaupið. Var hún á sínum venjulega stað VNV af Grímsvötnum, en meiri um sig og dýpri en nokkru sinni fyrr. Þvermál hennar var um 2150 m frá A til V, en um 1850 m frá N til S, en dýpi hennar reyndist skv. mæling- um Carls á ljósmyndum vera hátt á annað liundrað metra. Sieurður Þórarinsson. O angrinum fræga 1929—30), P. Mandier, Lyon, E. H. Muller, Syracuse, New York, J. F. Nve, Bristol (fyrrv. form. Glaciological Society), O. Orheim, Columbia, Ohio, R. J. Price, Glasgow, W. G. Ross, Cambridge, H. Sanders, Birming- ham, W. Schytt, Stokkhólmi (núverandi formað- ur Glaciological Society), H. Slupetsky, Salz- burg, Austurríki, F. A. Street, Cambridge. íslenzkir þátttakendur voru: Bragi Arnason, Páll Theodórsson, Sigurður Þórarinsson og Þor- valdur Búason frá Raunvísindastofnun Háskóla Islands, Guðmundur Guðmundsson, Guttorm- ur Sigbjarnarson og Sigurjón Rist frá Orku- stofnun og Sverrir Scheving Thorsteinsson frá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Samanlagt voru þetta 31 þátttakandi frá 12 löndum. Til ýmis konar aðstoðar við ráðstefnuna var ráðin Vigdís Finnbogadóttir, menntaskólakenn- ari. Undirbúning af hálfu Glaciological Society önnuðust ritari félagsins og þess allt í öllu, frú Hilda Richardson, og R. J. Price frá landafræði- deild Glasgow háskóla, en Price hefur undan- farin sumur unnið með nokkrum aðstoðar- mönnum að gerð korts af Breiðamerkursandi og framjaðri Breiðamerkurjökuls. Þetta kort hefur nú verið gefið út litprentað og er hið langnákvæmasta, sem gert hefur verið af ís- lenzkum sandi og jökuljaðri. Undirbúning af hálfu Jöklarannsóknafélagsins annaðist formað- ur þess að mestu, með aðstoð Ferðaskrifstofu ríkisins. Hinn 19. júní var haldið frá Reykjavík í bíl frá Guðmundi Jónassyni um Þingvöll og Skál- holt til Skóga. Fyrirlestrahaldið hófst næsta morgun, en síðari hluta þess dags var Sól- heimajökull skoðaður. Sunnudaginn 21. júní var farið inn að jökli og í Stakkholtsgjá og Goðaland og var þar fegursta veður, þótt rign- ing væri undir Eyjafjöllum. 22. júní var varið til fyrirlestrahalds og einnig var þá skroppið austur í Reynishverfi að stuðlabergsmyndunun- um fögru nærri Garði, syðsta býli á Islandi. Hinn 23. júní var farið austur að Lómagnúp og var gott útsýni til Öræfa þaðan úr brekk- JÖKULL 20. ÁR 89

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.