Jökull - 01.12.1977, Side 80
ÁGRIP
SKAFTÁRHLAUP og orsakir þeirra
Helgi Björnsson
Raunvisindastofnun Háskólans
Þrettán jökulhlaup hafa fallið í Skaftá síðan
1955. Upptök þeirra hafa verið við tvo sigkatla
um 10 km norðvestan við Grímsvötn (Myncl 1
og 2).
Sigurjón Rist hefur metið rennsli allra jökul-
hlaupanna við Skaftárdal (Mynd 3). Rúmmál
þeirra hefur verið frá 50 • 10® m3 til 250 • 106 m3.
Heildarrúmmál hlaupvatns síðastliðin 22 ár
hefur verið um 2.2 km3. Það vatnsmagn er
heldur minna en rúmmál einstakra Grímsvatna-
lilaupa undanfarna tvo áratugi.
Höfundur telur að eldvirkni hafi ekki valdið
þeim hlaupum, sem fallið liafa i Skaftá frá 1955.
Mælingar á þykkt jökulsins í nágrenni sigkatl-
anna benda ekki til þess að eldfjall hafi lilaðist
þar upp. Athugun á jarðskjálftum í Vatnajökli
benclir heldur ekki til þess að eldgos liafi orðið
í Vatnajökli síðan gaus í Grímsvötnum 1934.
Hins vegar telur höfundur, að hlaupin í Skaftá
komi frá jarðhitasvæði þar sem bræðsluvatn
safnast stöðugt í vatnsgeymi. Orsakir og eðli
Skaftárhlaupa og Grímsvatnahlaupa eru því
talin svipuð.
Við eftirgrennslan hefur komið í Ijós, að
jökulhlaup voru tíð í Skaftá fyrir 1955. Gisli
Sigurðsson, bóndi á Búlandi í Skaftártungu,
hefur tjáð höfundi, að jökulhlaup hafi fallið í
Skaftá nærri hvert ár svo lengi sem hann man,
þ. e. a.s. að minnsta kosti aftur að 1910. Flest
jökulhlaupin fram að 1955 voru miklu smærri
en hin síðari ár. Oftast voru hlaupin þá svo
lítil og snögg, að Skaftá var væð hestunr daginn
eftir að hlaup hófst. Hlaupunum fylgdi jökla-
fýla. Sigurjón Pálsson, sem bjó á Söndum í
Meðallandi, hefur einnig greint höfundi frá því,
að á fyrri hluta þessarar aldar hafi jökulhlaup
verið tíð í Kúðafljóti. Telur hann að hlaupin
hafi komið úr Skaftá, og aldrei hafi liðið meir
en þrjú til fjögur ár milli þess að hlaupa hafi
orðið vart í Kúðafljóti. Stærsta jökulhlaupið
fyrir 1955 kom í byrjun september 1938. Sandar
stóðu á eyju í Kúðafljóti, og sótti heimilisfólk
drykkjarvatn í Kúðafljót. Vatnið þótti hins veg-
ar ódrekkandi meðan hlaup voru í fljótinu.
Öll hlaup í Skaftá á þessari öld a. m. k. eru
trúlega sama eðlis. Jarðhitasvæðið, sem hlaupin
koma frá, er líklega angi úr hinu mikla jarð-
hitasvæði Grímsvatna. Astæðan fyrir [iví að
hlaupin hafa orðið stærri seinni hluta 20. aldar
en fyrr á öldinni er annað hvort sú, að frá-
rennsli liefur breyst frá jarðhitasvæði Gríms-
vatna, eða að jarðhitavirkni hefur flutst til
undir jöklinum. Heildarstyrkur jarðhitasvæðis-
ins undir jöklinum virðist ekki hafa aukist.
Árið 1783 féllu mörg jökulhlaup í Skaftá.
Sigurður Þórarinsson (1974) telur líklegt, að
eldvirkni hafi valdið þeim hlaupum, og eld-
stöðvarnar hafi verið nærri þeim stað þar sem
sigkatlarnir norðvestan við Grímsvötn eru nú.
78 JÖKULL 27. ÁR