Jökull


Jökull - 01.12.1977, Síða 93

Jökull - 01.12.1977, Síða 93
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR ABSTRACT Glaciers variations were recorded at 39 loca- tions. The retreat 1976/77 was 30 meters on the average, which is about three times more than the average for the last ten years. The recession 1976/77 was similar to that of the period 1931/ 64 when the average retreat was 27 m per year. Haustið 1977 voru lengdarbreytingar mældar á 39 stöðum. Á 30 stöðum hopaði jökuljaðar, en gekk fram á 9 stöðum. Samtals sýndu fram- skriðsstaðirnir 166 m framskrið, en hopstaðir 1425 m hop, eða 1259 m hop umfram fram- skrið. Það svarar til rúmlega 30 m hops að meðaltali við hverja mælistöð. Hopið er því meira nú en það hefur mælst undanfarin ár, eða ámóta og meðaltal áranna 1931/1964, en þá var 27 m hop á ári, reiknað með sömu að- ferð. Eins og tekið hefur verið fram á undan- förnum árum hér í Jökli ber að taka niður- stöður aðeins eins árs með gætni. Athugunin talar þó skýru máli um þróunina, Ijóst er að ]öklar eru á undanhaldi hér á landi. Veturinn 1976/77 var snjóléttur, einkum vest- anlands. Engin stórveður komu, úrkoma lítil, og engar tilþrifamiklar lægðir gengu yfir landið um veturinn og raunar ekki fyrr en í ágústlok. Leysing á jökli var alldrjúg um sumarið. Hret kom um höfuðdag, jökulár setti niður. Enn sem fyrr vekur hop Tungnaárjökuls eftirtekt. Þá hopar, eða máske réttara sagt, hrynur Breiða- merkurjökull niður hjá Jökulsárlóni. Snafellsjökull Merkin koma upp úr snjó við Jökulháls, svo að Hallsteini tókst að hefja mælingu að nýju út frá viðmiðunarmerkjum föður síns. Kaldalón 1 mælingaskýrslunni tekur Aðalsteinn fram: „Jökullinn hefur þynnst allmikið með Jökul- holtunum. Fyrir ofan klettaskerið virðist vera að koma upp hjallarönd eða rák. Sundið á milli Jökulholta og klettaskersins hefur þrengst tölu- vert vegna þess að jökullinn hefur þynnst veru- lega. Jökullinn er sléttur og sprungulaus. Ný- snævi er á jöklinum síðan í höfuðdagshretinu." Um árferðið skrifar Aðalsteinn: „Veturinn frá áramótum 76/77 var án allra stórviðra, nokkur kuldaþræsingur, jafnkaldast í janúar. Komu engir byljir, sem hægt var að nefna, aðeins hríðarél. Voru því úrkomur litlar, enda sérstak- lega snjólétt hér í vor. Eg man varla eftir öðru eins snjóleysi hér 1 brúninni. ... 29. júní til 6. júlí var kuldi og fennti í fjöll 5. júlí. Ur því hlýnaði á ný og gerði rigningartíð til 19. júlí. Þá tók gróður vel við sér, varð mikil gras- spretta bæði á túnum og í úthaga. 1 þessum hlýindum tók upp allar fannir, það er að segja frá síðasta vetri, svo eftir júlílok var enginn nýgræðingur á fjöllum fyrir sauðfé. Gekk því fénaður á fallandi gróðri frá ágústbyrjun. Enda kom það í Ijós í haust, þegar slátrun hófst, að dilkar voru að miklum mun lakari en verið hafði hér um langt árabil, grennri og fallþungi minni. Heyskapur gat ekki hafist vegna rigninga fyrr en um 20. júlí, en eftir það voru þurrkar góðir, og segja má að ágúst hafi verið of þurr. Land ofþornaði og lækir þrutu víða, vatnsskortur var til rafmagnsframleiðslu. Heyskapur góður og nýting ágæt . . . höfuðdagshret. Haustið góð- viðrasamt og úrkomulítið. Heita mátti snjólaust hér í árslok.“ Reykjarfjarðarjökull í bréfi með mælingaskýrslunni segir Guðfinn- ur, að Guðmundur Ketill sonur sinn hafi mælt jökulinn fyrir sig. Ennfremur segir liann: ... „I jökuljaðri vestan ár er nú hraunhraukur og tveir allstórir steinar. Steinninn fjær jökulánni er merktur. Jökuljaðar er mikið sprunginn þar sem áin kemur undan. Þegar við fórum úr Reykjarfirði 18. ágúst var blár snjór á jöklinum alveg upp undir Hrolllaugsborg, það er fátítt. í stefnu norð-norðaustur frá Hljóðabungu eru þrjár sigdældir í jöklinum, á að giska 1,5 km frá borginni. Sú austasta er stærst og liættuleg mönnum. Ferðalög ókunnugra aukast mjög um og yfir jökulinn, tel ég því rétt að vakin sé at- hylgi á því, að ekki sé farið norðan við Hljóða- bungu nema í björtu veðri og ætíð með varúð. Síðastliðinn vetur fór ég ásamt fleirum á vél- sleðum yfir jökul, vissi ég vel um þetta svæði og fór þar hvergi nærri, enda dimm þoka á há- jöklinum. í Jökli 1956 (bls. 34 og 36) er ritað um sker í Drangajökli, miklar breytingar hafa orðið þar síðan." JÖKULL 27. ÁR 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.