Jökull


Jökull - 01.12.1977, Page 96

Jökull - 01.12.1977, Page 96
Hlaupið í Jökulsá á Breiðamerkursandi árið 1927 SIGURÐUR BJÖRNSSON, KVÍSKERJUM, AUSTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU Síðasta banaslys a£ völdum Jökulsár á Breiða- merkursandi var 7. september 1927, þegar Jón Pálsson kennari frá Svínafelli fórst. Slysið varð með þeim hætti, að jökullinn, sem farinn var skammt frá því sem áin kom undan honum, brast vegna þess að áin hafði grafið undan hon- um. Jökulsá hafði verið mjög mikil þetta sumar eins og fleiri jökulvötn, en jökullinn var einnig með versta móti, enda verulegur gangur í hon- um. Þetta töldu menn þó geta verið eðlilegt, jiví mikill gangur (framskrið) hafði verið í jökl- inum öðru hvoru næstu árin áður við Jökulsá, og tíðin var þannig að eðlilegt var að vötn væru mikil. En í þetta skipti var vatnsmagnið í Jökulsá meira en svo, að stórrigningar, sem verið höfðu dagana á undan, gætu hafa valdið J)VÍ. 1 bókinni „Söguþættir landpóstanna", I. bindi (Bókaútgáfan Norðri 1942), er getið um jtetta slys, og kernur þar fram nokkur lýsing á Jökulsá eins og hún var daginn eftir (8. sept.), en vatns- magnið mun hafa verið svipað J)á og daginn áður. Þessi lýsing er tekin úr bréfi frá Birni Pálssyni bónda á Kvískerjum, og er J)að skrifað 2fi. júlí 1938. Það sem hlaupið varðar er á bls. 172 og er svohljóðandi: „Jökulsá var J)á meiri en nokkru sinni fyrr eða síðar, J)að sem af er þessari öld, eða ég })ekki til. Hafði áin grafið upp öldu undir jöklinum, og jökullinn síðan brotnað niður í stóran boga yfir ánni, sennilega á 150 m breiðu og 80 m löngu svæði, þó það væri að vísu eigi mælt, og var jökullinn um 20—30 m Jtykkur. Spilda þessi brotnaði síðan í jaka, sem stóðu flestir grunn í ánni, en margir [teirra flutu samt fram ána og strönduðu ýmist eða fóru út í sjó. Myndaðist J)á bogadregið rif úti fyrir ósmynninu, og var áin eyralaus að utanverðu milli aldanna, sem eru sín hvoru megin, en milli Jjeirra voru um 1000 m. Eg gæti trúað því að Jressi vöxtur í Jökulsá liafi að einhverju leyti stafað af eldgosi inni í jöklinum, og byggi ég það á því, að um vetur- næturnar var Jrarna fram at jöklinum megn eldlykt eða brennisteinsfýla. Fórum við sr. Ei- ríkur, sem nú er í Bjarnanesi, [)á austur yfir [þ. e. austur yfir Breiðamerkursand S.B.J. Daginn eftir var norðanrok, og rauk þá aska fram af jökl- inum. Þessa hefur aðeins orðið vart í þetta eina sinn." Eg var með Birni föður mínum Jrennan dag (8. sept. 1927) og er alveg viss um að ekki er [rarna gert of mikið úr vatnsmagni árinnar. Því miður hefur hann ekki reynt að áætla þarna hvað dýpið hafi verið, en miðað við jakana, sem stóðu grunn hingað og þangað í ánni, tel ég öruggt að meðal dýpi hafi verið a. m. k. hátt á annan metra. Ekki getur hann um nema eitt útfall, enda er öruggt að megin vatnið kom úr Jtessu stóra útfalli (um 150 m breiðu), sem hann nefnir, en mig minnir, að talsvert vatn kæmi einnig úr smærri útföllum. Rúman km vestan við aðal- útfallið kom mikið vatn undan jöklinum, sem sameinaðist fljótlega megin vatninu, og virtist lítið muna um Jxið J)ar. Ain hratt briminu (sem ])ó var mikið) frá landi og myndaði straumröst talsvert út frá ströndinni. Hlaupið mun })ó jafnvel hafa verið meira þann 7. sept. Ekki er hægt að fullyrða neitt um af hverju þetta hlaup stafaði, og raunar ekki með vissu vitað nema það hafi staðið lengur en þessa tvo daga. Ekki cr vitað um nein lón, sem það hefði getað staf- að frá, og engar cldstöðvar eru kunnar, sem hefðu getað valdið J)ví. Þó er víst, að eldgos hefur verið uppi einhvers 94 JÖKULL 27. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.