Jökull


Jökull - 01.12.1977, Page 103

Jökull - 01.12.1977, Page 103
niður tjaldið, e£ þeir skyldu tjalda á snjólausum jökli. Hvílupokinn var úr þykkum seglstriga, og í honum höfðu þeir loðskinn. „Hann var það stór, að við gátum allir verið í honum," stendur skrif- að, en síðar kom í ljós, að ekki mátti hann þrengri vera, enda mun hann upphaflega hafa verið ætlaður tveim. Sleðinn var 180 cm á lengd og 80 cm á breidd, léttbyggður með útbúnað til siglingar. Framhjól af reiðhjóli höfðu þeir með. Það var tengt aftan í sleðann og var búið mæli til að mæla vegalengdir. Klæðnaði sínum lýsa þeir svo, að þeir liöfðu ullarnærklæðnað, en tvennan ytri fatnað: létt för úr þunnu efni útlendu og jakkaföt úr þykku ullarefni. Þá höfðu þeir allir regnkápur og vöðlurnar, sem áður getur og vaða mátti þurr- um fótum vatnsföll, þótt þau tækju langdrægt upp undir hendur. Hver um sig hafði ferna ullarsokka og tvenna skó, heimagerða leðurskó, sem þeir gengu á yfir jökulinn, og gúmmískó í liraun og hrjóstur. Höfuðföt höfðu þeir þrenn: venjulegar enskar húfur, olíuhatta og lambhús- liettur. Þá hafði hver þeirra þrenna vettlinga, og síðast má nefna nál og garn til að gera við fatnað og seymi til að gera við leðurskóna. Til matar tóku þeir flatbrauð, smjör, liarð- fisk, hákarl, herta og hleypta lúru, ost, hangi- kjöt og hafragrjón. Auk þess kaffi, sykur og kex. Annar farangur: Prímusinn og 8 lítrar af olíu, eldspýtur í vatnsþéttum umbúðum, alú- míníumpottur, þrjár könnur og skeiðar, skíði, sum heimagerð, þrennir mannbroddar með nýj- um urgum, snjógleraugu, 30 m löng lína 5 punda, sárameðöl og umbúðir, auk þess flaska, fyllt hreinum vínanda. Ekki er þess getið, að farangur liafi verið veginn eða hve þungur hann var. Fimmtudaginn 15. júlí höfðu þeir félagar ákveðið að leggja af stað. Þann dag var veður „mjög gott, hálfskýjað loft, svo að sá til sólar af og til. Þoka hvergi sjáanleg, leit úr fyrir áframhaldandi góðveðut“. Þann dag pökkuðu þeir niður, en bundu ekki í klyfjar, fyrr en Sigurbergur hafði farið yfir lista, sem hann dró upp úr vasa sínum, og gengið úr skugga um, að með væri allt, sent þar stóð skrifað. Klukkan sex um kvöldið ríða þeir úr hlaði við sjöunda mann með klyfjahest undir föggum. Arni Bergs- son bóndi í Svínafelli veitti þeim brautargengi fyrsta spölinn og þrjár stúlkur, „er eigi verða nafngreindar hér", segir á minnisblöðum. Inn við Viðborðshálsa var sigið af baki, því að þá var ekki lengra fært hestum. Þá var jafn- framt komið að skriðjökulstanga Vatnajökuls, sem liggur að Hálsum vestanverðum. En þar var jökull ófær uppgöngu, og klifu þeir Hálsa upp á efstu brún, en þar liggur hájökullinn að baki. Fylgdarliðið gekk með þeim upp í rniðjar hlíðar og bar með þeim farangur. Þá sneri það heim- leiðis, og ferðalangarnir þrír örkuðu einir upp að jökli innst á Flálsaheiði og slógu þar tjaldi kl. 11 um kvöldið. Meðan einn gekk frá í tjaldi, hlóðu hinir tveir vörðu eina mikla, er standa skyldi sem minnisvarði þessarar ferðar um aldir fram. Myntl 1. Ferðafélagarnir Helgi Guðmundsson, Sigurbergur Árnason og Unnar Benediktsson, tal- ið frá vinstri til hægri. Myndirnar voru teknar urn svipað leyti og ferðin var farin. JÖKULL27. ÁR 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.