Jökull - 01.12.1977, Page 105
Mynd 2. Sigurbergur og
Arni sonur lians á staðn-
um þar sem ferðalangarn-
ir lögðu á jökulinn árið
1926. Athyglisvert er, hve
jökullinn hefur hörfað.
fótum þeirra jökulbrekkan, sundurflakandi af
hrikalegum gjám, þá Dyngjufjöll og vestan við
hann Kistufell og Trölladyngja, til norðurs og
norðausturs Dyngjufjöll, Vaðalda og Jökulsá á
Fjöllum, „að ógleymdri hinni tignarlegu Herðu-
breið, en í fjarska heiðalönd Norðurlands“.
Er þeir höfðu farið 4 km frá tjaldstað, komu
þeir að hrauni upp úr jöklinum. Þar lituðust
þeir um og hlóðu vörðu á mel einum. Sú varða
er sögð ófundin, en Unnar fullyrðir, að hann
hafi séð hana úr háloftum, er hann flaug þar
yfir 1945. Af melum þessurn hallaði enn niður
um þriggja km leið, en þá kom að Dyngjujökli.
Hann var sléttur fyrst í stað, og var ætlunin að
halda líkri stefnu og áður, en þó norðlægari,
og koma þá af Dyngjujökli fyrir vestan allar
kvíslar Jökulsárútfallsins. En brátt mættu þeim
krapablár og vatnsrennsli, svo að þeir breyttu
stefnu til norðausturs, fóru eftir austurbrún
Dyngjujökuls og höfðu þá jökulöldur til hægri
handar. Handan þeirra alda voru Kverkfjöll,
rauk úr hverum þar efra og þó mest úr einum,
sem var efst í fjöllunum og virtist í jökli.
Eftir 4 km leið með jökulbrúninni þraut
jiikulöldurnar. Þá voru þeim orðin óbærileg
þyngsli að sleðanum og afréðu að skilja hann
eftir. Þar létu þeir einnig eftir hvílupokann,
öll skíðin og ýmislegt fleira, sem þeir töldu ekki
nauðsyn með að hafa. Tjald, hitunartæki, mat
og fatnað tóku þeir í bagga á bak sér og gisk-
uðu á, að hver baggi hafi verið um 30 pund að
þyngd. Mælihjólið skildu jreir eftir, en þá liafði
það mælt 70 km á jökli.
Ivlukkan var að verða 4, er þeir lögðu af stað,
og stefndu nú yfir Dyngjujökul í norðvestur til
að komast fyrir útfall Jökulsár. Jökullinn var
greiðfær, þótt lítils háttar kvíslar væru hér og
þar, sem auðvelt var að stökkva yfir eða vaða.
Af jöklinum sjá þeir, að hægt er að stytta sér
leið með því að koma niður fyrir austan vest-
ustu kvísl Jökulsárútfallsins og vaða hana, enda
reyndist hún lygn og rúmlega í hné. Voru þeir
rúma 3 tíma vestur íyrir útfall Jökulsár, frá því
þeir skildu sleðann eftir, og komu þar kl. 7.
Leiðina yfir Dyngjufjöll áætluðu þeir 12 krn,
og hafði öll ferð þeirra á jökli þá verið 82 km.
Fengu þeir sér nú vatn úr Jökulsá til kaffi-
gerðar og róma mjög, hvílík dásemd það var að
leggjast á mjúkan sandinn eftir þriggja daga og
tveggja nátta hvílurúm á Vatnajökli.
Klukkan 8 lögðu þeir enn af stað og stefndu
nú til NNA, gengu yfir lítinn odda Ódáða-
hrauns og síðan fínan sand og harðan. Klukkan
10 létu þeir staðar numið og breiddu tjaldið yfir
gjótu í Ódáðahrauni. Þeir gátu ekki hitað sér
kaffi, því að vatn var þar hvergi nærri. En vel
sváfu þeir um nóttina á mjúkum sandi í botni
gjótunnar. Þeim sýndist sem hraun þetta myndi
mjög nýlega runnið og nefna það sem dæmi um
nýleika ]>ess, hve óveðrað það var, svo að sokkar,
sem þeir breiddu á það um kvöldið til þerris,
voru fastgrónir við það um morguninn.
JÖKULL 27. ÁR 103