Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1977, Qupperneq 109

Jökull - 01.12.1977, Qupperneq 109
þeim að losna við baggana af baki sér, en liver þeirra var 40 pund. En ekki reyndist sleðinn neinn léttingur, því að brátt var komið móts við Kverkfjöll að jökulbrekkunni. Kl. 11 þetta sunnudagskvökl komu þeir í liraunið, þar sem þeir hlóðu vörðuna í norðurleið. Var j)á suð- vestan hvassviðri með skafrenningi. Þótti þeim ekki ráðlegt að halda lengra, því að hér í hraun- inu var skjól, ef meira skyldi hvessa, en nú þótti þeim útlit ískyggilegra en nokkru sinni fyrr í ferðinni. Þeir tjölduðu í skjóli, báru grjót á hæla og settu sterkt toppstag á suðvesturstafn- inn og báru snjó upp með veggjum og stafni. Mánudagsmorguninn 26. júlí vöknuðu þeir félagar kl. 5. Þá var allhvasst suðvestan, fjúk og æðidimm þoka. Þá var sá hraustur, er áður var krankur, en sjúkir jreir, er áður voru heilbrigð- ir. Sá hinn ósjúki hitaði vatn handa félögum sínum, og kl. 8 kom til tals, að lagt væri af stað. Þóttist þá annar hinna sjúku vera ferðafær og um það rætt, livort búa skyldi á sleðanum um hinn, sem enn elnaði sóttin. En þar sem æði- löng brekka var framundan, var horfið frá því ráði ,en ákveðið að bíða og sjá, hverju fram yndi um heilsufarið. Er það nú af hinum sjúka að segja, að hann sofnaði, svaf til kl. 2 um dag- inn og var þá tekinn að liressast. Þá drifu þeir sig af stað. Veður var þá betra en um morgun- inn, þoka minni, svo að nú sá til sólar, en fjúk huldi enn fjallasýn. Þegar upp kom á hájökul- inn suðvestur af Kverkfjöllum, stigu þeir á skíðin, var færi og leiði í besta lagi, og gekk ferðin því greitt niður brekkurnar. Um sólar- lagsbil voru þeir austur undan Kverkfjöllum. Þar tjölduðu þeir og fengu sér bita. Veður var nú orðið bjart, kófi lokið, þoka horfin, en nú var hægur norðaustanvindur með frosti. Nú þótti þeim ekki til setu boðið, drifu farangur á sleðann, settu upp segl og sigldu sleðanum í blásandi byri á nýföllnum, sleðaheldum og mannheldum snjónum, og var göngunni nú hrað- að, svo sem ferðalangar þóttust hafa orku til. KI. 11 létu þeir staðar numið og töldu sig liafa farið ærna dagleið, þótt seint væri komist af stað. Sá sjúki var nú orðinn hinn hressasti, en hafði þó matarlyst af skornum skammti. Þeir fóru í þurra sokka, hengdu hina blautu til þerris, snökuðu sér í háttinn og sváfu fast og rótt til kl. hálffjögur um nóttina. Þá var heiðskírt veður, þoku hvergi að sjá, norðvestan andvari og frost meira en áður. Ivlæddust þeir félagar nú í snatri, gáfu sér ekki tíma til að hita kaffi, en fengu sér bita og voru komnir af stað kl. 4 að morgni þriðjudagsins 27. júlí. Færi er enn ágætt, en byr í minna lagi. Þeir brunuðu áfram glaðir og reifir og gerðu sér vonir um að sjá til Hornafjarðarfjalla upp úr miðjum degi. Þeir gáfu sér enn ekki tíma til að hita kaffi, borðuðu af skyndingi kl. 10 og héldu svo strax af stað. En brátt dró bliku á loft í tvennum skilningi. Um hádegi var komið blíðalogn, svo að fella varð seglin. Þá skall á frostleysa, snjór tók óðum að Iinast, sleðinn að þyngjast og skíðafæri að kárna. Kl. 1 sáu þeir sér vænst að fá sér hvíldar- stund, tjölduðu og hituðu kaffi. Var þá kominn sunnanvindur og smáskúrir, og dimmur þoku- bakki lá á suðurbrún jökulsins. Kl. 2 aftur af stað. Þá var sleðinn svo Jrnngur, að hann var ill- drægur á skíðum. Færið þyngdist jafnt og þétt, vindurinn óx, þokubakkinn þokaðist í norður og öðru hvoru gengu yfir krapaskúrir. Illveður var sjáanlega í aðsigi. Kl. 5 tjölduðu þeir aftur, borðuðu og hituðu kaffi. Var þá kornin niðdimm þoka, livassveður og áköf krapahríð. Hlífðarföt reyndust lakleg, þegar á reyndi, og urðu þeir brátt holdvotir. En áfram skyldi haldið, og kl. 6 var aftur lagt út í hríðina. Nú varð ekki lengur komið við skíðum, og sleðafærið þyngdist sí og æ. Þeir sóttu gegn veðrinu og óðu snjóinn í mjóalegg og upp á kálfa. Loks tók að halla undan fæti, og varð sleðinn þá léttari í drætti, en jafnframt tók nú að draga af þeim félögum. Brátt tóku gjár að verða á vegi þeirra og æ þéttar. Bundu þeir sig þá á streng, gekk einn á undan með staf í liendi til að kanna traustleika snjóloft- anna, en hinir tveir gengu með sleðanum. Brátt tók snjórinn á jöklinum að þynnast, og jjar sem þeir töldu útbúnað sinn ekki góðan til að tjalda á berum jökli, þá réðu þeir af að tjalda, meðan enn var snjór. Tjölduðu þeir kl. 10 um kvöldið og voru þá orðnir allþrekaðir. En nú vissu þeir, að skammt var á jökulbrún. Nú heyrðist greinilega vatnsniður, og þegar þeir höfðu komið tjaldinu niður, birti í þokuna, og þeir sáu fjall skammt frá. Þeir giskuðu á, að það væri Fossaheiðin inn af Viðborðsdal, og væri það rétt til getið, þá átti ekki að vera nema tveggja tíma gangur á Gæsaheiði, en þar ætluðu þeir sér að lenda. Þeir vildu bíða þess, að betur JÖKULL 27. ÁR 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.