Jökull


Jökull - 01.12.1988, Síða 75

Jökull - 01.12.1988, Síða 75
virknin að mestu en sprungumar ná lengra til norð- austurs yfir Heiðmörk, Elliðavatn og Rauðavatn og enda í Mosfellssveit. Eldgos í kerfinu verða að líkindum með svipuðum hætti og gerðist í Kröflueldum, þ.e. í umbrotahrinum sem einkennast af gliðnun lands og kvikuhlaupum, oft jafnhliða eldgosum, en síðan verða hlé á milli. Síðustu eldsumbrot í Trölladyngju- og Krísuvíkur- kerfinu mætti nefna Krísuvíkurelda því þá eyddist bærinn í Krísuvík. Utbreiðsla hrauna sem þá mnnu er sýnd á mynd 1. Hraunin hafa að mestu fyllt Mó- hálsadal milli Núpshlíðarháls og Sveifluháls, og mnnið til sjávar í suðri. Nyrst í Móhálsadal slitnar gígaröðin á 7 km kafla en tekur sig aftur upp norðan við Vatnsskarð og liggur þaðan meðfram Undirhlíð- um allt norður á móts við Helgafell. Hraun frá þess- um hluta gígaraðarinnar (Kapelluhraun o.fl.) hafa mnnið til sjávar milli Hvaleyrarholts og Straumsvík- ur og er ætlun okkar að fjalla nánar um þau í annarri grein um Krísuvíkurelda sem nú er í smíðum. Jón Jónsson (1982) hefur áður haldið því fram að Ög- mundarhraun, Kapelluhraun og Gvendarselshraun hafi runnið í sömu goshrinu. RÚSTIR í ÖGMUNDARHRAUNI í Ögmundarhrauni em nokkrir óbrennishólmar, en svo nefnast landskikar umluktir sögulegu hrauni. Stærstur er Húshólmi sem er austast og neðst í hrauninu en nokkm vestar og ofar er Óbrennishólmi. Rústir em í báðum þessum hólmum (mynd 2). Merkastar eru rústimar í svonefndum Kirkjulágum sem em smáhólmar skammt vestan við Húshólma. Þeim hefur Brynjúlfur Jónsson (1903) lýst. Þar em greinilegar rústir af bæjarhúsum sem hlaðin hafa verið að mestu úr lábörðu grjóti. í efri láginni hefur hraunið mnnið upp að byggingum og að hluta yfir þær. í neðri láginni er m.a. ein tóft sem hraunið hef- ur ekki náð að renna yfir og hefur verið talið líklegt að þar hafi verið kirkja eins og ömefnin Kirkjulágar og Kirkjuflöt benda til. Hús þetta virðist hafa verið brúkað eftir að hraunið rann sem sést af því hve miklu greinilegri og hærri tóftin er heldur en þær sem hraunið hefur lagst upp að. Húsið hefur dyr í vestur og snýr eins og kirkjur hafa gert um aldir. Þar sem segir frá Krísuvík í dagbók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar (31. maí 1755) og einnig í hinni prentuðu ferðabók þeirra (Eggert Olafsson, 1772) er þess getið að hraunflóð hafi eytt kirkjustað sem Hólmastaður hét. Það átti að sögn heimamanna í Krísuvík að hafa gerst tveim öldum áður en Eggert og Bjami komu þar. Nafnið Hólma- staður bendir til að staðurinn dragi nafn af Hús- hólma en það nafn hefur hann vart fengið fyrr en eft- ir að Ögmundarhraun rann. Landslag við bæjarrústimar bendir til að bærinn hafi staðið nærri sjó, sennilega við austanverða vík, sem hefur verið hin eiginlega Krísuvík, en hún hefur fyllst af hrauni í Krísuvíkureldum. I sjávarkampinn hafa menn sótt grjót í byggingar á hinu foma bæjar- stæði í Krísuvík. I Húshólma em tveir garðar, sem hverfa inn undir hraunið (mynd 2). Efri garðurinn liggur þvert yfir hólmann og hefur að mestu verið hlaðinn úr torfi en þó sést í grjót á stöku stað. Allnokkur hluti hans er nú blásinn. Neðri garðurinn liggur í sveig vestast í hólmanum og er mun meira grjót í honum en þeim efri. Þessi garður mun marka það stykki sem nefnt var Kirkjuflöt. Efst í Húshólma er lítil fjárborg fom og niðri við gamla fjörukampinn er Iítil hústóft. I Óbrennishólma eru tvö mannvirki. Annað er fjárborg sunnan til í hólmanum en hitt em leifar af fjárrétt nyrst í honum og hefur Ögmundarhraun runnið að nokkm yfir og inn í hana (Jón Jónsson, 1982). Gata liggur í Húshólma austan frá. Hún er greini- lega mdd og 2-3 m á breidd og allgreiðfær. Augljóst er af ummerkjum að þessi vegagerð er ekki frá síð- ustu tímum. í dagbók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar um ferð þeirra til Krísuvíkur er þess getið að þáverandi bóndi þar hafi mtt veg út í hólmann með miklu erfiði (sbr. Sveinbjörn Rafnsson, 1982). Þá gæti gatan hafa komist í núverandi horf. Engin gata er milli Húshólma og Óbrennishólma. Gata liggur úr neðri Kirkjulág og vestur að Selatöngum en í Óbrennishólma liggur gata frá Latfjalli og úr hólmanum niður að sjó. Af loftmyndum að dæma hefur gatan að hinu foma bæjarstæði í Krísuvík austan að legið nokkm neðar en sú gata sem nú ligg- ur í Húshólma (mynd 2). JÖKULL, No. 38, 1988 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.