Jökull


Jökull - 01.12.1988, Síða 90

Jökull - 01.12.1988, Síða 90
s Aætluð verkefni í jöklarannsóknum Orkustofnunar ODDUR SIGURÐSSON Orkustofnun Grensásvegi 9,108 Reykjavík Jöklamælingar af ýmsu tagi hafa lengi verið stundaðar á Orkustofnun og þá einkum á vatnamæl- ingadeild. Er þar meðal annars til að taka þau verk, sem Sigurjón Rist hefur haft með höndum á vegum Jöklarannsóknafélagsins. Það er í fyrsta lagi að halda saman mælingum á jökulsporðum víðs vegar um land og koma þeim upplýsingum á prent. I öðru lagi hafa Vatnamælingar fylgst með jökulhlaupum, sem eru að sjálfsögðu mikilvægur hluti vatnamæl- inga almennt. Snjór hefur verið mældur reglulega á nokkrum stöðum á hálendinu og nokkrum sinnum á jöklum uppi. Enn er að nefna þátttöku ýmissa starfs- manna Orkustofnunar (áður Raforkumálastjóra) í leiðöngrum til rannsókna á jökulhlaupum, jökul- þykkt, jarðhita í jöklum og margs annars. Þar sem jöklar eru stór og mikilvægur hluti vatna- kerfis landsins er þörf á upplýsingum um þá til upp- fyllingar í almenn vatnafræðigögn. Það eru þá fyrst og fremst mælingar á ákomu og leysingu til að geta reiknað afkomu jöklanna og skýrt þátt þeirra í vatnafari hér á landi. Jöklar eru mjög næmir á breytingar í loftslagi. Þeir eru síbreytilegir þótt ekki sé alltaf auðvelt að sjá mun á þeim frá ári til árs. Tök eru á að mæla ákomu og bráðnun á jökli allná- kvæmlega og reikna með því breytingu á massa jök- ulsins frá einu tímabili til annars. Sumir kalla þetta mælingar á hvemig jöklinum búnast og því sé hér um að ræða jöklabúskap. Ur afkomumælingum má lesa langtímabreytingar á loftslagi, sem ekki fást jafn greinilega úr öðrum veðurfarsgögnum. Hér er að sjálfsögðu um langtímaverk að ræða og þar fást raðir afkomumælinga á svipaðan hátt og rennslis- raðir fyrir vatnsföll. Nú þegar era hafnar mælingar á afkomu á norðanverðum Hofsjökli. A því var byrjað síðla vetrar 1988 og hafa safnast gögn um ákomu vetrarins 1987-1988 og svo sumarleysingu 1988. Fljótlega ættu því að liggja fyrir upplýsingar um af- komu Hofsjökuls á vatnasviði Héraðsvatna árið 1987-1988. I öðru lagi verður haldið áfram að fylgjast með jökulhlaupum hvarvetna á landinu. Jökulhlaup eru forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Víðast era þau reglubundin og koma af svipaðri stærð með nokkuð jöfnu millibili. Oftar en ekki era þau árviss. I sum- um tilvikum eru þau um fimmtungur eða tíundi hluti heildarrennslis vatnsfallsins og fer þá ekki milli mála að þau skipta veralegu máli. Eitt er að mæla rennslið í jökulhlaupum og annað að skilja eðli þeirra og upprana. Fylgjast þarf með hvaðan hvert jökulhlaup kemur og kanna hverjar líkur eru á að þar sé breytinga að vænta því annars er hætt við að það komi mönnum í opna skjöldu þegar síst skyldi. I þriðja lagi þarf að koma upp jöklaatlas fyrir Is- land. Nú þegar er til vísir að einum slíkum þar sem bandarísku AMS kortin frá 1949 era. Þau eru byggð á loftmyndum sem voru teknar á áranum 1945 og 1946 og mega því heita yfirlit íslenskra jökla á ein- um tíma. Þar í vantar að vísu allmarga smájökla en úr því ætti að vera hægt að bæta. Einnig eru til loft- myndir af öllu landinu frá 1960 eða þar um bil og er unnt að búa til kort af útbreiðslu allra íslenskra jökla út frá þeim. Síðan 1960 hefur ísland ekki verið myndað allt úr lofti í einu átaki en langt mætti kom- ast með því að nota gervitunglamyndir. 88 JÖKULL, No. 38, 1988
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.