Jökull


Jökull - 01.12.1988, Side 94

Jökull - 01.12.1988, Side 94
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR SNÆFELLSJÖKULL í bréfi 2. október 1987 frá Hallsteini Haraldssyni kemur fram að nú eins og um nokkurt skeið varð ekki komist að jökulísnum á Jökulhálsi til að mæla og aðeins slegið á jaðar fannar við jökulsporðinn en þessi fönn hefur rýmað undanfarin ár. Hyrningsjökull skríður enn fram og hefur þó skriðið mun meira til hliðanna að því er Hallsteini virðist. DRANGAJÖKULL Kaldalónsjökull — Athugasemd Indriða Aðalsteins- sonar hljóðar svo: "Þó jökullinn hafi ekki hopað í mælingalínu er þess að geta að í fyrra var mælt í veggbrattan jökulkjamma, sem mjög hefur þynnst og lækkað eins og raunar öll jökultungan neðan við Úf- inn. Jökullinn að sjá úr Kaldalóni er allur svartur orðinn og snjór síðasta vetrar alveg horfinn." Kafli úr meðfylgjandi bréfi Indriða hljóðar svo: "...vetur- inn enda góður, snjóléttur og samfelldar hlákur frá áramótum til viku af mars. Þá gerði kuldakast, en síðan voraði vel og um miðjan maí gerði hlýindatíð sem um hásumar væri. Maí og júní voru of þurrir fyrir grassprettu, þá viknaði varla í rót svo tún þurrk- brunnu víða, en í júlíbyrjun rigndi vel með áfram- haldandi hlýindum og veðurblíðu sem ekkert lát var á til ágústloka. Hey því víðast mikil og góð. Berjaspretta með fádæmum, mest bláber og aðal- bláber, en krækiber oft viðlíka og héldust óskemmd af frostum til 23. september. Berjafengur því mikill og gerði það að gamni mínu að fylla pottinn af aðal- bláberjum á um það bil einni mínútu. Skjaldfönn fer ekki alveg nema haustið verði gott. Þetta sumar fær hin bestu eftirmæli og gamlir menn jafna því við sumarið 1939." I bréfi 7. október getur Indriði þess að Skjaldfönn hafi haldið velli, um eins metra þykkur skafl eftir hulinn nýsnævi. Reykjafjarðarjökull — Guðfinnur Jakobsson getur í bréfi sínu um merkisatburð í sögu Homstranda. A hvítasunnudag 1987 kom bíll í fyrsta sinn heim í hlað á Reykjafirði og þá frekar tveir en einn og höfðu þeir komið yfir Drangajökul. Árið áður hafði fólk farið yfir jökulinn á snjóbíl og vélsleðum upp frá Bæjum á Snæfjallaströnd norður yfir jökulinn í Reykjafjörð. Þessum farartækjum var þó ekki fært niður hlíðamar og gekk því fólkið síðasta spölinn. Enn segir Guðfinnur frá bátsferð þeirra Indriða Aðalsteinssonar frá Skjaldfönn o. fl. frá Reykjafirði inn í Furufjörð þann 13. ágúst 1987. Þar veittu þeir því athygli á miðjum firði að sjórinn var eins og moldarflag á lit og það af þörungagróðri en ekki jökulgormi. Hafði hvorugur þeirra séð nokkuð því líkt áður. Datt þeim í hug að æðarungadauði, sem þeir fréttu af hjá Kristni bónda Jónssyni á Dröngum, gæti verið þessu að kenna. Leirufjarðarjökull — I bréfi dags. 21. október 1987 með mælingaskýrslu segir Sólberg Jónsson: "Á mæl- ingardag var smá snjóföl yfir jökul, en ég tel að hann hafi verið orðinn auður u.þ.b. 40-50%, en fannir efst t fjöllum voru aðeins minni en árið áður. Veturinn var sérstaklega mildur og snjóléttur svo snjór var með allra minnsta móti þegar ég kom í Leirufjörð í maíbyrjun. Vor og sumar var sérstaklega gott, samfelldar stillur og stöðugt sólfar. Hret komu ekki, en rigning og suðlægar áttir vom ekki svo jökulvatn varð ekki mikið í sumar. Tiðarfar í september og það sem af er október hefur verið mjög stirt. Nú eru liðin 100 ár síðan Þorvaldur Thoroddsen mældi Drangajökul í Leimfirði og hefur jökullinn hopað um 2314 metra á þessu tímabili." (Sjá meðfylgjandi mynd.) NORÐ URLANDSJÖKLAR Hálsjökull — I athugasemd Þóris Haraldssonar kem- ur fram að fyrir norðan hafi verið leiðinleg haust- veður og snjór í fjöllum allan septembermánuð. Við mælingu 3. október 1987 var 30 cm snjólag við jök- ul. Jökulsporðurinn er orðinn talsvert skörðóttari en verið hefur. HOFSJÖKULL Nauthagajökull — Jökullinn mjög blakkur af áfoki. Múlajökull — Athugasemd Leifs Jónssonar um Múlajökul V hljóðar svo: "Ámi Kristinsson gekk á Hjartarfell 27. september 1986. Hann kvað hafa 92 JÖKULL, No. 38, 1988
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.