Jökull - 01.12.1988, Side 106
1982. Gengið var frá Hoffelli inn Hoffellsdal, þaðan
yfir Skyndidal, upp Múlaheiði utan í Sauðham-
arstindi og niður að Jökulsá við Illakamb. Þaðan var
haldið áfram um Kollumúla, Víðidal og yfir í Geit-
hellnadal.
Síðari hluti fundarins var helgaður nýja skálanum
á Grímsfjalli. Jón Isdal sagði frá byggingunni í máli
og myndum og flutningi skálans á Grímsfjall í
vorferð félagsins. Öll sú ferð gekk með eindæmum
vel eins og séð verður á kvikmynd sem hér verður
sýnd á fundinum.
Arshátíð var að þessu sinni haldin í veitingastaðn-
um Norðurljósum 7.11.87. Stjómin leitaði aðstoðar
Kvenfélags Grímsvatnahrepps, sem stofnað var við
vígslu nýja skálans á Grímsfjalli. Lagði það til tvo í
skemmtinefnd á móti öðrum tveimur sem stjómin
kvaddi til. Veislustjóri var Bryndís Brandsdóttir og
heiðursgcstur Sigurjón Rist. Skemmtunin tókst vel
að vanda.
VORFERÐIN 1987 (Ritari Margrét ísdal)
Vorferð JÖRFI var að þessu sinni farin 17. - 27.
júní. Tilgangur ferðarinnar var tvíþættur, að flytja
nýjan skála á Grímsfjall og vinna að rannsóknum á
Grímsvatnasvæðinu. Þátttakendur á vegum félagsins
voru um 60, en leiðangrinum fylgdu margir á eigin
vegum. Ferðin gekk í alla staði með eindæmum vel
enda veður eins gott og hugsast getur. Farið var í ís-
hellana á fyrstu dögum ferðarinnar en þann 26. júní
höfðu þeir fallið saman. Lokið var við að ganga frá
skálanum á Eystri Svíahnjúk þann 20. júní. Að því
búnu var farin skemmtiferð á Öræfajökul og að
Þumli í blíðskaparveðri. Einnig var farið í Kverk-
fjöll til að kanna skemmdir á gluggum Kverkfjalla-
skála, en rúður og hlerar höfðu brotnað, þar sem
hugsunarlausir ferðalangar lokuðu ekki nægilega vel
á eftir sér.
Rannsóknarstörf gengu mjög vel og var eftirfar-
andi verkefnum sinnt:
1. Mælt var vatnsborð í borholu á miðri íshellunni
og reyndist það vera í 1374,5 m y.s. Pollur við
Vatnshamar reyndist vera í 1379 m, og er ekki
lengur hægt að treysta á vatnsborðsmælingu þar
vegna aukins ísskriðs, sem lokar vökinni. Hæð á
íshellunni við borstað var 1401 m y.s. og 1412 m
y.s. við topp Naggs. Það gæti því tekið vatnsborð-
ið 3 - 4 ár að ná þeirri hæð, sem algengust var
þegar hljóp úr Vötnunum á árunum 1954-1982.
2. Vetrarafkoma í Grímsvötnum var mæld. Hún
reyndist vera 4,78 m af snjó á miðri íshellunni,
5,17 m austan við Vötnin, en 4,75 og 4,21 m í
tveim punktum norðan við þau.
3. Sýni til samsætumælinga voru tekin af snjó á yf-
irborði jökulsins á 6 km bili frá Grímsfjalli að
Hvannadalshnjúk. Borkjamasýni voru tekin úr
tveim holum norðan við Vötnin, einni holu á
miðri íshellunni og annarri holu austan við Vötn-
in.
4. Sinnt var viðhaldi á rafstöð, mælitækjum og
sendibúnaði. Utfellingar reyndust vera inni í kæli-
búnaðinum og höfðu stíflað rör þar. Kælivökvinn
var tekinn af, hreinsaður og settur á aftur.
5. Jarðskjálftamælir var í gangi á Vestari Svíahnúk
18. - 26. júní. Hann skráði tíðar íshreyfingar í
Vötnunum og hlíðum Grímsfjalls ásamt
jarðhræringum með lágri sveiflutíðni. Orsakir
þeirra eru ekki ljósar, en vonandi verður hægt að
staðsetja þær með hjálp mælisins á Eystra
Svíahnúk, sem skráður er í Skaftafelli. Mælirinn
skráði einnig sprengingar frá leiðangursmönnum
við endurkastsmælingar á íshellunni.
6. Isþykkt var mæld með íssjánni í Grímsvötnum, á
sjálfri íshellunni og austan við hana. Árangur var
mjög góður og náðust mælingar á því svæði sem á
vantaði til þess að unnt væri að ganga frá korti af
Grímsvötnum, yfirborði jökulsins og ísþykkt.
7. Boruð var 250 m löng hola með bræðslubor á
miðri íshellunni. Það nægði þó ekki til að komast
í gegnum hana, en talið er að þykkt hellunnar sé
nálægt 250 m.
8. Dýpt Vatnanna var mæld með endurkasts-
mælingum. Boraðar voru 30 m djúpar holur með
bræðslubor og dýnamit sprengt í þeim. Botn
Vatnanna virðist vera nærri 1050 m y.s. Einnig
var bergið undir Vötnunum kannað með
bylgjubrotsmælingum. Loks var hljóðhraði í bergi
undir vestanverðum Vatnajökli kannaður með
stórum sprengingum.
104 JÖKULL, No. 38, 1988