Jökull


Jökull - 01.12.1988, Side 107

Jökull - 01.12.1988, Side 107
9. Fastmerki (1 m langt rör) var sett í klöpp efst á Saltaranum til þess að hægt verði að hæðarmæla með homamælingu beint frá Nagg og snjógryfj- unni á miðri íshellunni og auðvelda þannig mæl- ingar á hæð vatnsborðs við Vatnshamar. Hæð fast- merkisins er 1712 m y.s. miðað við 1722,5 m y.s. í landmælingapunkti milli skálanna. Hnit nýja punktsins eru 64°24,417‘N, 17°16,038‘W og Lambert hnit x=464839,l og y=434078,2. 10. Gosstöðvamar frá 1983 voru kannaðar. Þar sást í vatn og rauk úr því en brennisteinslykt var á svæðinu. Einnig sást vel í eyjuna. Jarðhiti hefur aukist til muna á Vestari Svíahnúk eftir gosið og stígur gufa upp af austasta hluta hnúksins. Þessi leiðangur er sá umsvifamesti sem JÖRFI hefur staðið fyrir á Vatnajökli og afrakstur hans sýn- ir glöggt hve samstarf lærðra og leikra getur verið árangursríkt, en ásamt félögum JÖRFI unnu starfs- menn Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar að rannsóknarstörfum. JÖKULHEIMAFERÐIN Jökulheimaferðin var að þessu sinni farin helgina 11. - 13. september. Lagt var af stað kl. 20 frá Ferða- skrifstofu Guðmundar Jónassonar og komið í Jökul- heima um klukkan eitt í strekkingsvindi og sandbyl. Morguninn eftir var sama veður. Haldið var í mæl- ingu inn að Tungnárjökli. Hluti hópsins ætlaði þó í lengri göngu, eftir jöklinum niður að Langasjó. Þeg- ar komið var inn að jökli var vindur og sandbylur svo mikill að snúið var við og komið snemma til baka í skálann. Mælingamenn töldu að engin breyt- ing hefði orðið á jöklinum síðasta árið. Um kvöldið var glatt á hjalla og mikið sungið. Á sunnudeginum var ráðgert að aka um Veiðivötn á leið til byggða, en vegna sandfoks var horfið frá því, en í þess stað ekið niður Landssveit með viðkomu í skógarlundinum í Lambhaga. Þátttakendur voru 24. JÖKULSPORÐAR Að venju hafa sjálfboðaliðar félagsins vítt um landið fylgst með breytingum á jökulsporðum. Gögnin eru nýlega komin í hendur Sigurjóns Rist, sem býr þau til prentunar í Jökli. Engin sérstök tíð- indi eru af jöklum í ár en þeir hopa almennt. Sigur- jón hefur haft umsjón með þessum athugunum fyrir félagið síðan Jón Eyþórsson leið. Hann hefur nú beðið Odd Sigurðsson, jarðfræðing, að taka við um- sjón mælinganna og úrvinnslu þeirra. SKÁLAMÁL Bygging Grímsvatnaskála II Langumfangsmesta verkefni félagsins á starfsárinu var smíði nýs Grímsvatnaskála og flutningur hans á Grímsfjall. Stjómin heimilaði skálanefnd að hefja bygginguna 17. janúar 1986. Hönnun var að mestu á herðum Stefáns Bjarnasonar og Jóns ísdals. Smíði hófst að Sunnuflöt 48 hinn 25. október 1986. Þar unnu sjálfboðaliðar óslitið að smíðinni alla laugardaga fram á vor og oftar í hverri viku þegar á leið. Alls munu um 40 manns hafa lagt vinnu af mörkum og þarf ekki að fara mörgum orðum um, hve mikils virði þetta framlag þeirra var félaginu og því starfi sem fyrir höndum er á Vatnajökli. Á haustfundi 1987 var verkinu lýst í máli og myndum en hér verður frumsýnd kvikmynd sem Sigmundur Arthursson og Jón Kjartansson hafa gert á vegum Sagafilm, og lýsir hún því enn frekar. Auk sjálfboðavinnunnar, sem ég vil hér þakka sérstaklega, naut félagið einstakrar velvildar fjölmargra aðila, sem studdu smíðina og flutninginn með framlögum, aðstöðu og margvíslegri aðstoð. Þórður Guðlaugsson gaf festingar og stífingar í botngrind, Gunnar Guðmundsson og Istraktor veittu aðstöðu fyrir rafsuðu á stálgrind og skíðum, Guðlaugur Þórðarson lagði fram allt gólfhúðunarefni og Magnús Karlsson gólfslípivél og borða. Gissur Símonarson gaf alla glugga með gleri og útidyrahurð. Trésmíðaverkstæði Stefáns og Ólafs veitti aðstöðu til smíði innréttinga og heimilið að Sunnuflöt 48 veitti sjálfboðaliðunum aðstöðu og mat. Ferðafélag Islands, Ásbjöm Sveinsson, Klúbb- urinn 4x4, Gunnar Hjaltason og Jóhann Ólafsson & Co. studdu smíðina með rausnarlegum framlögum, og BYKO styrkti myndarlega með afslætti af efni og hagstæðum kjörum. Enn er þá ógetið framlaga fjölmargra félagsmanna, sem bættu styrk við árgjaldið til að stuðla að smíðinni. JÖKULL, No. 38, 1988 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.