Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1988, Qupperneq 108

Jökull - 01.12.1988, Qupperneq 108
Flutningur skálans á Grímsfjall var ekki síður ævintýri en smíðin. Þar naut félagið einnig mikils- verðrar aðstoðar sem skylt er að þakka. Landsvirkj- un lét í té dráttarbíl með vagni og veghefil sem ruddi leiðina inn að jökli. Tveir snjóbílar Landsvirkjunar drógu svo skálann á Grímsfjall. Vegagerð ríkisins lét einnig í té vörubíl, Gunnar Jensson tvo vörubíla, Heimir Lárusson krana og Gunnar Guðmundsson flutningabíl. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík veitti aðstoð með flutningabíl, vagni og snjóbíl, og Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík vörubfl og snjóbíl. Jafnhliða byggingu skálans voru rannsóknir óvenju miklar umfangs í þessum Vorleiðangri eins og hér var rakið að ofan. Vegagerð ríkisins og Landsvirkjun studdu þessar rannsóknir sem áður með margvíslegum hætti, auk Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar. Eflaust vantar margt í þessa upptalningu og væri ég þakklátur fyrir ábendingar til betrumbóta. Stjórn JÖRFI metur mikils þann samhug sem ríkti í öllu samstarfi við þessa framkvæmd og vonar að skálinn eigi eftir að nýtast vel sem húsaskjól við rannsóknir og ferðalög á jöklinum. Kverkfjallaskáli Nokkrir félagar fóru til viðgerða í Kverkfjalla- skála helgina 27. - 28. júlí, 1987. Skipt var um rúður, settir hlerar fyrir glugga, húsið lakkað innan og bor- ið á það utan. Ferðin var sérkennileg að því leyti, að ekið var á jeppum um Nýjadal, Gæsavatnaleið, upp Dyngjujökul og í Kverkfjöll að skála JÖRFI. Þaðan var ekið í Sigurðarskála, síðan að Mývatni og um byggðir suður. Skálar félagsins Jöklarannsóknafélagið á nú níu skála. Þeir eru Kirkjuból við Fjallkirkjuna á austurjaðri Langjökuls, Kverkfjallaskáli austan við Hveradalina í norður- jaðri Vatnajökuls, Esjufjallaskáli sunnan Lyng- brekkutinds, Goðheimar við Goðahnjúka austast á Vatnajökli, suðvestur af Grendli, Breiðárskáli vestan Jökulsár á Breiðamerkursandi, Grímsvatnaskálar I og II á Svíahnjúk eystri á Vatnajökli og tveir skálar í Jökulheimum við Tungnárbotna. A öllum stöðunum eru opnir skálar, en nýju skálamir í Jökulheimum og á Svíahnjúk eru læstir. Hægt er að fá þessa skála til afnota eins og aðra skála félagsins. Trúnaðarmenn félagsins geyma lykla, leigja skála og taka við greiðslum fyrir gistingu. Gistigjöldin eru nú kr. 350 fyrir nótt í læstu skálunum en kr. 250 í hinum. TÝNDAR GESTABÆKUR Ýmsar eigur félagsins eru í vörslu einstaklinga og vilja gleymast þar. Nú er leitað að gömlum gesta- bókum úr skálum félagsins t.d. bók úr gamla Jökul- heimaskálanum frá 1973 - 1982 og bók úr nýja skál- anum frá 1968 - 1978. Seinni bókin var ljósrituð fyrir nokkrum árum en ekki er vitað hvað varð um frumritið eftir það. Þeir sem hafa í sinni vörslu ein- hverjar eigur félagsins svo sem bækur eða myndir eru vinsamlega beðnir að fræða einhvem úr stjóm- inni um það. VATNIÐ OG LANDIÐ - RÁÐSTEFNA 1987 Jöklarannsóknafélagið átti ásamt mörgum öðmm félögum, stofnunum og fyrirtækjum aðild að ráð- stefnu um vatnafræði, sem Orkustofnun átti frum- kvæði að og nefnd var Vatnið og Landið. Tilefni hennar var 40 ára starfsemi Vatnamælinga og 20 ára afmæli Orkustofnunar, en ráðstefnan var tileinkuð Sigurjóni Rist sjötugum. Fjölmörg erindi voru flutt dagana 22. - 23. október 1987 og er nú unnið að út- gáfu þeirra. BRÉFAFÉLAGAR Fréttabréfið er nú orðið fast í sessi og gagnlegt til kynningar á starfi JÖRFI. Bréfið hefur til þessa ein- göngu verið sent félagsmönnum. Stjórnin hefur nú ákveðið að senda það einnig nokkrum fyrrverandi félagsmönnum, ferðafélögum, stofnunum og öðrum velunnurum JÖRFI, sem áhuga hafa á starfi félags- ins. Nefnast þeir bréfafélagar. GJÖRFI Gönguklúbburinn GJÖRFI er nú kominn á átt- unda ár. Fyrsta ganga er að venju fyrsta laugardag í janúar, en aðrar göngur á þessu ári 27.2., 12.3., 26.3. og 9.4. Þeim stjómar Soffia Vernharðsdóttir. 106 JÖKULL, No. 38, 1988
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.