Jökull


Jökull - 01.12.1988, Blaðsíða 109

Jökull - 01.12.1988, Blaðsíða 109
JOKULL Jökull, 36. árg., 1986 kom út í maí 1987 og var 96 bls. Skammt er í prentun næsta árgangs, sem verður jafnstór og kemur út á þessu vori. Undanfarin ár hef- ur oft verið undan því kvartað, að efni Jökuls væri nær eingöngu fræðilegt og þar væri næsta fátt sem vekti forvitni jöklamanna. Stjóm félagsins hefur haft áhyggjur af þessu en ekki fundið leiðir til úrbóta. Ýmislegt efni mætti finna en ganga þarf eftir því við félagsmenn. Nú er um það rætt að einn stjómar- manna taki þetta verk að sér og verði jafnframt tengiliður milli ritnefndar og stjómar. Hins vegar bregður nú svo við að einnig berst lítið af fræðilegu efni. Höfundar hafa gefið nokkur fyrir- heit um greinar en hægt gengur með skriftir eða efn- ið fer í önnur rit. Ritstjóri og ritnefnd hafa vandað vel til efnis og gert höfundum að endurbæta skrif sín, ef handrit standast ekki þær kröfur, sem ritstjóm setur. Vonandi hefur það ekki fælt menn frá. Hins vegar hefur mörgum þótt langur tími líða frá því að þeir skila tilbúnu handriti og það birtist. Ritstjóri hefur lagt til að reynt verði að flýta vinnu við setn- ingu og umbrot og gera hana í einkatölvum jafnóð- um og efni berst. Vinna prentsmiðju mundi þá tak- markast við filmugerð, prentun og bókband. Þessi vinnubrögð hefðu einnig þann kost, að höfundar gætu fengið sérprent af greinum sínum skömmu eftir að þeir skila fullgerðu handriti og þyrftu ekki að bíða þess að heftið fyllist og sé prentað í heilu lagi. Stefnt er að viðræðum milli stjórna JÖRFI og Jarð- fræðafélags um útgáfumál. Jökull 1979 var yfirlits- hefti um jarðfræði íslands. Þetta hefti hefur verið mjög eftirsótt af erlendum mönnum og um tíma var rætt um endurprentun þess. Nú þykir ráðlegra að skrifa nýtt hefti og munu stjómir félaganna skipa undirbúningsnefnd til þess á næstunni með Jökul 1989 í huga. HÚSNÆÐI FÉLAGSINS Síðan félagið tók á leigu geymsluhúsnæði að Bakkagerði 9, hefur verið unnið að því að koma eig- um félagsins á einn stað. Allar birgðir af Jökli eru nú í þessu húsnæði og þannig frá þeim gengið, að auðvelt er að afgreiða þau hefti sem til eru. Ýmsar aðrar eigur félagsins eru enn í vörslu einstaklinga en væru að líkindum betur komnar í geymslu félagsins. Reyndar er nú hugsanlegt að félagið verði að víkja á næstunni úr leiguhúsnæðinu vegna sölu þess. Því hefur komið til tals í stjóminni að félagið þyrfti að eignast húsnæði undir eigur sínar og stjórnarfundi og jafnvel félagsfundi. Væri stjómin þakklát fyrir ábendingar, ef menn fregna af einhverju húsnæði sem hentað gæti starfseminni og fáanlegt yrði á við- ráðanlegum kjörum, þótt ekki væri nema í fokheldu ástandi. BÍLAMÁL I rannsóknarleiðöngrum á Vatnajökul hefur félag- ið notað snjóbíl sinn, Bombann, og einnig notið snjóbíla sem Landsvirkjun hefur lagt til. Vonandi verður unnt að fá þá bíla framvegis með í leiðangra. Hitt er ljóst að félagið er tæplega sjálfbjarga um mælileiðangra nema það auki við bílakost sinn. Er þá helst rætt um lítinn bfl, sem gæti verið lipur til snúninga og dráttar á mælitækjum um jökul, líkan gulu eða rauðu hænunum, sem stundum hafa verið fengnar að láni frá Vamarliðinu. ÁÆTLUN UM RANNSÓKNIR Undirbúningur að rannsóknum í næstu vorferð er nú að hefjast. Hefðbundnar athuganir verða mæling á vatnshæð í Grímsvötnum og mæling vetrarákomu í Vötnunum. Rætt er um þykktarmælingar með íssjá austan og sunnan við Vötnin og við Háubungu. Bor- un gegnum íshelluna verður væntanlega endurtekin, sýni tekin í vatni undir henni og hiti mældur. Safnað verður sýnum af snjó og ís til samsætumælinga á yf- irborði jökulsins þar sem leið liggur. Líklegt er að 10 tölrænir skjálftamælar fáist að láni og verði settir upp á Grímsvatnasvæðinu til mælinga meðan á leið- angrinum stendur. Þeir ættu að gefa mun betri stað- setningu upptaka skjálfta en fyrri mælar og ná- kvæmari skráningu á tíðni í bylgjum. Þá er stefnt að mælingum á óreglum á segulsviði og þyngdarsviði í Vötnunum, en slík gögn geta komið að gagni í sam- eiginlegri túlkun með bylgjubrots- og endurvarps- mælingum sem gerðar voru í fyrra, ásamt þykktar- mælingum með íssjá. Vonast er til að þessar mæl- ingar gefi í heild kort af yfirborði og botni vatns- forðans í Vötnunum og gerð berggrunns hið næsta JÖKULL, No. 38, 1988 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.