Jökull - 01.12.1988, Síða 111
/
Jarðfræðafélag Islands
Frá starfsemi félagsins starfsárið 1987-1988
Aðalfundur Jarðfræðafélags íslands var haldinn í
Skólabæ 20. maí 1988. Hér á eftir verður sagt frá
því helsta, sem kom fram á fundinum og varðar
starfsemi félagsins s.l. starfsár.
Minnst var látins félaga, Þorbjöms Sigurgeirsson-
ar, prófessors.
Haldnir voru 10 stjómarfundir og 6 fréttabréf
voru gefin út auk heftis með ágripum erinda á ráð-
stefnu félagsins um eldvirkni á íslandi.
FÉLAGSSTARF
Efnt var til Surtseyjarferðar í júlí og var hún und-
irbúin og stjómað af Sveini P. Jakobssyni.
Flutt voru 8 fræðsluerindi á vegum félagsins, 5 á
haustmisseri og 3 á vormisseri. Hafði félagið að-
gang að stofu 101 í Lögbergi á þriðjudagskvöldum.
Umræðu- og jólafundur var haldinn í Skólabæ 4.
des. Skiptust menn þar á skoðunum um stöðu og
framtíð íslenskrar jarðfræði og jarðfræðinga. Fund-
ina sóttu yfirleitt 20-50 manns.
RÁÐSTEFNA
Ráðstefna var haldin 9. apríl á Hótel Loftleiðum
um ELDVIRKNI Á ÍSLANDI. Páll Imsland aðstoð-
aði stjóm félagsins við skipulagningu og undirbún-
ing ráðstefnunnar. Ráðstefnan þótti takast mjög vel
og var fjölsótt.
MINNISPENINGUR UM
SIGURÐ ÞÓRARINSSON
Minnispeningur um Sigurð Þórarinsson var veitt-
ur í fyrsta sinn á 19. sambandsþingi IUGG, sem var
haldið í Vancouver í Canada 9.-22. ágúst 1987.
Hann hlaut Robert L. Smith bandarískur eldfjalla-
fræðingur. Eins og um er getið í JÖKLI no. 37,
1987, bls. 106 tók félagið að sér að sjá um gerð pen-
ingsins og útvega fé til að standa straum af kostnaði.
Sótt var um fjárveitingu til fjárveitinganefndar Al-
þingis og fékkst fjárveiting fyrir fullri greiðslu.
NÁTTÚRUVERNDARÞING
Félagið sótti um aðild að sjötta náttúruvemdar-
þingi, sem var haldið 23.-25. okt. 1987. Fulltrúi
okkar var Gylfi Þór Einarsson og Þórólfur Hafstað til
vara. Félagið átti aðild að tillögu um byggingu nátt-
úrufræðihúss ásamt FÍN, Hinu íslenska náttúrufræði-
félagi, Landfræðifélaginu, Líffræðifélaginu og
NVSV. Tillagan var svohljóðandi: "Sjötta náttúru-
fræðiþing skorar á stjómvöld að hlutast til um að
hraðað verði byggingu veglegs náttúrafræðihúss svo
það verði komið vel á veg á aldarafmæli Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags 1989." Tillagan var ein-
róma samþykkt á þinginu.
NORRÆNA VETRARMÓTIÐ
18. norræna vetrarmót jarðfræðinga var haldið í
Kaupmannahöfn 12.-14. janúar. Félagið fékk 20
þúsund króna ferðastyrk hjá Menntamálaráðuneyt-
inu og og sótti formaður mótið og tók þátt í nefndar-
störfum sem fulltrúi félagsins. Nánar er sagt frá
mótinu í 37. fréttabréfi félagsins. Næsta vetrarmót
verður haldið í Stavanger 1990. Því næst kemur
röðin að okkur að halda vetrarmót ef ástæður leyfa.
Á aðalfundinum var ákveðið að halda mótið 1992
og hefur hlutaðeigandi aðilum verið skýrt frá því.
NEFNDIR
Félagið er aðili að útgáfu Jökuls og á þrjá fulltrúa
í ritnefnd, þá Kristján Sæmundsson, Karl Grönvold
og Leó Kristjánsson. Núverandi ritstjóri Jökuls er
Tómas Jóhannesson og er hann nýlega tekinn við af
Ólafi Flóvenz.
JÖKULL, No. 38, 1988 109