Jökull


Jökull - 01.12.1999, Page 114

Jökull - 01.12.1999, Page 114
FJÁRMÁL Á árinu fóru fram allmiklar viðræður formanns og varaformanns við menntamálaráðuneyti og umhverfis- ráðuneyti um hvort og með hvaða hætti fá mætti opin- berar fjárveitingar til félagsins. Hvorugt ráðuneytið taldi sér færst að styrkja félagið en svo fór undir lok árs að menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, ákvað að veita skyldi félaginu 400 þúsund kr. af fjárveitingu menntamálráðuneytisins til útgáfu Jökuls. Jafnframt yrðu teknar upp viðræður rnilli ráðuneytanna um hvemig þau gætu bæði styrkt félagið. I morgun var mér tjáð að ráðuneytin hefðu ákveðið að styrkja félagið á árinu 1997 með 200 þ. kr. framlagi hvort. RANNSÓKNIR Rannsóknir á vegum félagsins s.l. ár beindust eins og undanfarin ár að Grímsvatnasvæðinu og mælingum á jöklabreytingum. Árleg rannsóknaferð Jöklarann- sóknafélagsins var farin á Vatnajökul dagana 7,- 20. júní 1996. Vegna þess að vesturhluti jökulsins er ófær eftir framhlaup var lagt upp frá Skálafellsjökli. Helstu verkefni voru að kanna Grímsvötn að afloknu hlaupi, mæla vetrarafkomu í Grímsvötnum og á Öræfajökli, þyngdarmæla við Skaftárkatla og á Öræfajökli, prófa nýja íssjá, huga að veðurstöðvum á jöklinum sem settar höfðu verið upp vegna samevrópsks rann- sóknaverkefnis sem Raunvísindastofnun átti þátt að. Þátttakendur voru 37. Farartæki á jökli voru snjóbíll félagsins (Jaki), snjóbíll Landsvirkjunar, nokkrir jeppar og vélsleðar. Vegagerð ríkisins veitti félaginu styrk til eldsneytiskaupa. Fararstjóri var Magnús Tumi Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir hafði umsjón með matarinnkaupum og matseld. Unnið var að eftirtöldum verkefnum: 1. Hæð vatnsborðs Grímsvatna mældist 1384 m y. s. og hafði sigið um 72-75 m í Skeiðarár- hlaupinu í apríl þegar 1,1 km3 rann úr Vötnun- um. Áætlað er að hlaup hafi hafist við 1454 m vatnshæð. Nýr sigketill hafði myndast í hlaup- rásinni undir stífluna í Grímsvatnaskarði vegna aukins jarðhita og gæti það skýrt hvers vegna hlauprás víkkaði svo hratt að hámark hlaupsins varð meira en verið hefur s.l. 20 ár, 3000 m3/s. 2. Vetrarafkoma var mæld á miðri íshellunni og reyndist 4,8 m (af snjó), vatnsjafngildi 2845 mm, sem er nokkru undir meðallagi s. 1. 40 ár. 3. Vetrarafkoma á Öræfajökli reyndist 11,7 m og vatnsgildi 6300 mm. Svipuð gildi hafa mælst s. 1. fjögur ár og er úrkoma væntanlega hvergi meiri hér á landi. 4. Hæð jökulyfirborðs var mæld með GPS- tækjum umhverfis Skaftárkatla í þeim tilgangi að afla gagna til þess að kanna hægfara breyt- ingar vegna jarðhita. Svipaðar athuganir hafa verið gerðar á liðnum árum við Grímsvötn. 5. Unnið var að þyngdarmælingum á Öræfajökli í þeim tilgangi að kanna innri gerð eldstöðvar- innar undir jökli. Einnig var þyngdarmælt um- hverfi Skaftárkatla til þess kanna jarðhita- svæði undir þeim. 6. Ný íssjá Raunvísindastofnunar, sem er í smíð- um, var prófuð og könnuð lagskipting og dýpi niður á öskulög í jöklinum. 7. Vitjað var um sjálfvirkar veðurstöðvar Raun- vísindastofnunar og Landsvirkjunar á Skála- fellsjökli, Köldukvíslarjökli og Grímsfjalli. 8. Með í ferðinni var þriggja manna bandarískt kvikmyndalið og vann það að töku kennslu- efnis fyrir unglinga sem flutt mun á tölvuvef nú í vor. Ferðin tókst með ágætum og sýndi að hægt er að fara í vorferðir í Grímsvötn án snjóbíla. Hinu er ekki að leyna að reynt var að haga skipulagningu ferðar- innar með hliðsjón af takmarkaðri flutningsgetu. Elds- neytisbirgðir á Grímsfjalli voru kláraðar að mestu. Erfitt mundi hafa reynst að ljúka öllum verkefnum leiðangursins hefði birgðanna ekki notið við enda færi á jöklinum þungt lengst af. Engin þung rannsóknar- tæki eins og íssjá, jarðskjálftamælar eða bræðslubor voru með að þessu sinni. Augljóst er að snjóbíl þarf til flutninga þegar farið verður í vorferð með slrk tæki. Mælingar á jökulsporðum Mælingar á stöðu jökulsporða voru með svipuðu sniði og áður undir umsjón Odds Sigurðssonar. Á árinu unnu félagar að mælingum á jöklabreytingum með því að mæla hop og framskrið á 43 jökulsporðum víðsveg- ar um land. Um helmingur eða 22 hopuðu, 6 stóðu í 112 JÖKULL, No. 47, 1999
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.