Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1999, Qupperneq 120

Jökull - 01.12.1999, Qupperneq 120
sóknum og hvort við getum fengið meira út úr aðild okkar að alþjóðlegum verkefnum eins og ODP (Ocean Drilling Program). Alls mættu 27 félagar á fundinn og spunnust fjörugar umræður um þátttöku okkar í ODP, fyrstu ODP-umsókn íslendinga um borun í Tjör- nestrogið fyrir norðan land og almennt um jarðfræði- legar landgrunnsrannsóknir umhverfis Island. Fyrsta fræðsluerindi vetrarins var haldið föstudag- inn 25. október. Þar talaði Magnús Tumi Guðmunds- son um eldgosið í Vatnajökli 1996. Að erindi loknu spunnust áhugaverðar umræður um gerð móbergs- fjalla, mat á þykkt ísaldarjökulsins út frá hæð mó- bergsstapa og rennsli bræðsluvatns í jöklinum. Mjög fjölmennt var á fundinum, alls 127 manns og mun þetta vera með fjölmennustu fundum félagsins, ef ekki sá fjölmennasti. Annar fræðslufundurinn var haldinn 19. nóvem- ber 1996. Þar fjölluðu þeir Árni Snorrason, forstöðu- maður Vatnamælinga Orkustofnunar og Magnús Tumi Guðmundsson, dósent við H.I. um nýafstaðið hlaup úr Grímsvötnum. Á fundinum kom fram að frumnið- urstöður mælinga sýna að rennslisferill Grímsvatna- hlaupsins nú er ólíkur venjulegum Skeiðarárhlaupum, en líkist meira hlaupferli Skaftár. Krydduðu þeir fé- lagar frásagnir sínar með fjölda stórkostlegra lit- skyggna og sérstaka athygli vöktu einstakar myndir Odds Sigurðssonar af upphafi hlaupsins. Á jólafundi Jarðfræðafélagsins sem haldinn var þann 17. desember, 1996, var fjallað um snjóflóð og snjóflóðavarnir. Kristján Jónasson, stærðfræðingur og yfirmaður snjóflóðavarna Veðurstofu Islands sagði frá nýjum aðferðum við hættumat á snjóflóðum og Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá snjóflóða- vörnum Veðurstofunnar fjallaði um jarðfræðileg um- merki snjóflóða og hvernig megi greina þau frá öðrum landformum. í máli Þorsteins kom fram að erlendur sérfræðingur á þessu sviði sem væntanlegur er hingað til lands í sumar er e.t.v. reiðubúinn til að halda fyr- irlestur eða námskeið fyrir félagsmenn Jarðfræðafé- lagsins um ofangreinda þætti. Fimmta fræðsluerindið flutti Christian Lacasse þann 7. janúar 1997. Erindið nefndi hann Volcano- genic sedimentation in the Iceiandic basin: Influence of subaerial and subglacial eruptions on the Eastern Volcanic Zone. Christian Lacasse hefur undanfarið unnið að doktorsritgerð undir handleiðslu prófessors Haraldar Sigurðssonar við háskólann í Rhode Island. í erindinu sýndi Christian Lacasse gögn úr setkjörnum suður af landinu og rakti gjósku til ákveðinna eld- stöðvakerfa á eystra gosbeltinu. Einnig sýndi hann gögn og líkanreikninga yfir gjóskuflutninga í lofti og sýndi m.a. að á sumrin ríkja austlægir vindar í háloft- unum og flytja því gjósku í átt til Grænlands en á vetrum ríkja þar vestlægir vindar sem flytja gjósku í átt til Skandinavíu. Sjötti fræðslufundurinn var haldinn 18. mars 1997. Þar flutti Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Norrænu Eldfjallastöðinni erindi sem hann nefndi Ný tækni til mælinga á jarðskorpuhreyfingum: SAR bylgjuvíxlmælingar úr radar-gervitunglum. I erindinu útskýrði Freysteinn SAR-tæknina, sýndi niðurstöður erlendis frá, og jafnframt kynnti hann niðurstöður um jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaganum. JÖKULL Áslaug Geirsdóttir, lektor við jarðfræðaskor H.I, er ritstjóri Jökuls fyrir hönd Jarðfræðafélagsins, en aðrir ritstjórar eru Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur á RH og Helgi Björnsson, jöklafræðingur á RH. í rit- nefnd sitja Leó Kristjánsson, Helgi Torfason, Kristján Sæmundsson, Haukur Jóhannesson og Karl Grönvold. Nú eru tvö þemahefti af Jökli í vinnslu, annað um Kötlu undir ritstjórn Áslaugar og Bryndísar en hitt um Jöklarannsóknir. Gestaritstjóri þess heftis er Tómas Jóhannesson. Þriðja þemaheftið er að fara af stað undir ritstjórn Helga Torfasonar, en það er helgað gos- inu í Vatnajökli 1996 og hlaupinu í kjölfar þess. STJÓRN JFÍ Stjórn félagsins er þannig skipuð: Árný E. Svein- björnsdóttir, formaður, Guðrún Þ. Larsen, ritari, Skúli Víkingsson, gjaldkeri, Georg Douglas, Helgi Torfa- son, Hreinn Haraldsson og Magnús Tumi Guðmunds- son, meðstjórnendur. Nú ganga úr stjórn þau Guðrún Þ. Larsen, Skúli Víkingsson og Hreinn Haraldsson. Það er mikil eftirsjá að þessu fólki úr stjórninni, en þeim er hér með þökkuð góð störf í þágu félagsins. Endurskoðendur félagsins voru á síðasta ári þeir Hjalti Franzson og Ásgrímur Guðmundsson. Hjalti hættir nú sem endurskoðandi og er honum þökkuð góð störf. 118 JÖKULL, No. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.