Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Qupperneq 8
Helgarblað 10.–13. október 20148 Fréttir
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
Setja ekki nafn sitt við áróður
Deloitte telur að lækka þurfi veiðigjöld útgerðarinnar
J
ónas Gestur Jónasson, endur-
skoðandi hjá Deloitte, segir að
Deloitte hafi ekki fengið greitt
frá Landssambandi íslenskra
útvegsmanna fyrir vinnu sína við
sjávarútvegsdaginn sem haldinn
var í Hörpu á miðvikudaginn.
Í skýrslunni kom fram að arð-
greiðslur út úr útgerðarfyrirtækjun-
um námu 11,8 milljörðum í fyrra
samanborið við 6,3 milljarða árið
2012. Þá kom einnig fram að hagn-
aður sjávarútvegsfyrirtækja færi
minnkandi. Í fréttum RÚV á mið-
vikudaginn kom fram það mat
Jónasar Gests að vegna þess að
hagnaðurinn hefði lækkað þyrfti að
lækka veiðigjöld útgerðarfyrirtækja
sem voru álíka há og arðgreiðslurn-
ar í fyrra.
Jónas Gestur segir að Deloitte
kosti vinnu sína um sjávarútvegsmál
sjálft, meðal annars gagnagrunn um
íslenska sjávarútveginn. „Öll þessi
vinna er kostuð af Deloitte. Við
erum búnir að halda þessum gagna-
grunni úti í nokkur ár.“
Aðspurður um hvort Deloitte
hafi ekki unnið mikið fyrir Deloitte
í gegnum árin jánkar Jónas Gestur
því. Spurður hvort Deloitte hafi ver-
ið að vinna fyrir Deloitte á sjávar-
útvegsdaginn segir Jónas Gestur að
svo hafi ekki verið: „Alls ekki á þess-
um degi, alls ekki á þessum degi.
Við vildum bara setja fram tölurn-
ar úr gagnagrunninum okkar og svo
getur bara hver og einn myndað sér
sína skoðun á þessu. […] Við mynd-
um aldrei setja nafn okkar við ein-
hvern áróður.“ n
ingi@dv.is
300 milljónir
í betri hverfi
Reykjavíkurborg biður nú borgar-
búa í fjórða sinn um að leggja til
hugmyndir að verkefnum í hverf-
um borgarinnar. Íbúar geta farið
inn á samráðsvefinn betrireykja-
vik.is og lagt þar inn hugmynd-
ir sem fegra umhverfið og bæta
ýmsa aðstöðu í hverfunum. Opið
verður fyrir innsetningu hug-
mynda til 7. nóvember næstkom-
andi. Reykjavíkurborg mun leggja
300 milljónir króna til hverfa-
potta á næsta ári. Þessir peningar
fara í að framkvæma hugmynd-
ir sem borgarbúar leggja sjálfir til.
Ráðuneytið þegir enn
út af kostnaðinum
Hefur ekki svarað fyrirspurn DV um útlagðan kostnað vegna forræðisdeilu Hjördísar Svan
I
nnanríkisráðuneytið hefur ekki
enn veitt DV svör við fyrirspurn
blaðsins um kostnað ráðuneyt-
isins vegna forræðisdeilu Hjör-
dísar Svan Aðalheiðardóttur og
Kims Gram Laursen. DV sendi inn-
anríkisráðuneytinu fimm spurn-
ingar vegna þessa kostnaðar í lok
september síðastliðinn en hef-
ur enn ekki fengið svör við þeim.
Spurði blaðið meðal annars að því
hvort ráðuneytið kunni að hafa
greitt lögfræðikostnað fyrir Hjördísi
Svan en forræðisdeilan hefur staðið
yfir árum saman.
Sjaldgæft er að ráðuneyti taki svo
langan tíma í að svara fyrirspurn-
um fjölmiðla. Ekki liggur fyrir af
hverju innanríkisráðuneytið hefur
tekið sér svo langan tíma í að svara
þessari tilteknu fyrirspurn þar sem
spurningarnar eru frekar einfaldar.
Dæturnar fluttar
Hjördís Svan dvelur nú í fangelsi í
Danmörku fyrir að hafa flutt dætur
sínar þrjár ólöglega frá Danmörku
og til Íslands sumarið 2013. Hjördís
var dæmd fyrr á árinu og hlaut hún
18 mánaða dóm.
Hafði Hjördís Svan ekki leyfi til
að flytja stúlkurnar úr landi þar sem
Kim Gram hafði verið dæmt forræði
þeim. Tímaritið Nýtt Líf fylgdi Hjör-
dísi Svan frá Danmörku til Íslands
og skrifaði þekkta forsíðuumfjöll-
un um málið sem bar yfirskriftina
Flótti Hjördísar.
Hjördís Svan hefur haldið því
fram að stúlkunum kunni að stafa
ógn af Kim Gram þar sem hann sé
meintur ofbeldismaður að henn-
ar sögn. Þau Hjördís Svan og Kim
Gram voru búsett í Danmörku
þegar slitnaði upp úr sambandi
og við tók forræðisdeila um dætur
þeirra. Samkvæmt frásögn hennar
sjálfrar var hún því að bjarga stúlk-
unum frá Kim Gram þegar flutn-
ingurinn frá Danmörku átti sér stað.
Faðir stúlknanna hefur reynt
að fá þær aftur til sín til Danmerk-
ur en í júní synjaði Hæstiréttur Ís-
lands beiðni hans þar að lútandi.
Forræðismálinu er því hvergi nærri
lokið.
Búin að ákveða sig
Í viðtalinu í Nýju Lífi lýsti Hjördís Svan
því að hún hefði verið búin að ákveða
að nema dætur sínar á brott frá Dan-
mörku þegar hún fór aftur þangað út
til að hitta þær sumarið 2013. Hún fór
með þær frá Danmörku og fór huldu
höfði í Skandinavíu um hríð áður en
þær flugu heim með leiguflugvél.
Í viðtalinu sagði Hjördís Svan:
„Þegar ég kom út aftur var ég búin
að ákveða að taka stelpurnar. Enginn
tók því alvarlega þegar þær kvört-
uðu undan ofbeldi. Enginn hlustaði
á þær í Danmörku, hvorki dómstól-
ar, sveitarfélagið og sýslumannsemb-
ættið. Þess vegna ákvað ég að fara
með þær úr landi.“
Það var svo á grundvelli þessa
brottnáms sem Hjördís var dæmd í
fangelsi fyrr á árinu þar sem hún var
talin hafa brotið gegn umgengisrétti
Kims Gram Laursen.
DV heldur enn í vonina um að
fá svör við spurningum sínum um
kostnað ráðuneytisins vegna máls
Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
„Þegar ég kom
út aftur var ég
búin að ákveða að taka
stelpurnar.
Beðið um svör
DV hefur sent
innanríkisráðuneyti
Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur spurn-
ingar um kostnað
ráðuneytisins
vegna forræðisdeilu
Hjördísar Svan Að-
alheiðardóttur. Svör
hafa ekki borist.
MynD SIgtryggur ArI
unnu ekki fyrir LÍu Endurskoðandi hjá
Deloitte segir að endurskoðendafyrirtækið
hafi ekki verið í vinnu hjá LÍU á sjávarútvegs-
daginn. MynD reuterS
Safnað fyrir
börnin
Söfnun er hafin fyrir börnum
konunnar sem lést á heimili sínu
í Breiðholti 28. september síðast-
liðinn. Eiginmaður hennar er nú í
gæsluvarðhaldi, grunaður um að
hafa orðið henni að bana.Börn-
in, sem eru þriggja og fimm ára,
verða send til ömmu sinnar og afa
í Póllandi. Ættmenni barnanna
biðla nú til þeirra sem geta að
styrkja börnin.
Aðstandendur segja börnin
hafa það gott. Móðurafi barnanna
vinnur nú að því að klára pappírs-
vinnuna í sambandi við að flytja
börnin til Póllands. Börnin höfðu
áður aðeins heimsótt Pólland
stuttlega í sumarfríum og enginn
aðbúnaður er fyrir þau þar í landi.
Safnað er fyrir klæðnaði, skóla-
dóti, fötum og rúmum. Þeir sem
vilja styrkja börnin geta millifært
á reikning Mariusz Dziegelewski,
kt. 111086-3629, reikningsnúmer
0111-05-261988.