Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Page 10
10 Fréttir Helgarblað 10.–13. október 2014 Mótmæla þéttleika á alifuglabúum Ákvæði um meiri þrengsli í drögum reglugerðar V elbú, samtök um velferð í búskap, gera alvarlegar athugasemdir við ákvæði í drögum að reglugerð um að- búnað alifugla frá maí síðastliðn- um, sem í vinnslu er hjá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneyti. Ákvæðin snúa að þéttleika alifugla til kjötframleiðslu. Á Facebook-síðu samtakanna segir að mat þeirra sé að bæði sé um að ræða afturför frá núverandi reglugerð auk þess sem ný viðmið reglugerðarinnar gangi þvert á markmið nýrra laga um vel- ferð dýra sem tóku gildi í byrjun árs. Í 30. grein draga reglugerðarinn- ar er snýr að þéttleika kjúklinga er mælt með að hámarksþéttleiki fugla sé aukinn úr 32 kílóum á fermetra í 33 kíló. Þar eru einnig ákvæði um undantekningar upp í 42 kg á fer- metra. Samtökin Velbú vísa til rann- sókna sem sýnt hafa að þéttleiki yfir 25 kílóum á fermetra rýri mjög vel- ferð fugla. „Þessi reglugerð er í ber- höggi við tilgang laganna sem eiga að stuðla að bættri velferð dýranna þar sem þéttleiki er aukinn frá núg- ildandi reglugerð um aðbúnað ali- fugla frá árinu 1995 en þar er miðað við hámark 19 fugla á fermetra eða 32 kg á fermetra. Við leggjum til að hámarksþéttleiki alifugla verði lækk- aður niður í 25 kg á fermetra,“ segir enn fremur á Facebook-síðu samtak- anna. Þetta er í annað sinn sem reglu- gerðin er send út til umsagnaraðila. Þegar hún var send út í fyrra skiptið í vor safnaði Velbú yfir þúsund undir- skriftum þar sem ákvæðum um auk- inn fjöldi kjúklinga á fermetra var meðal þess sem mótmælt var. n dagny@dv.is Bankinn stefndi félagi Kjartans vegna skulda n Deilur Landsbankans og Skipholts n Kjartan seldi félagi sínu eignir Skipholts L andsbankinn stefndi eignarhaldsfélagi Kjartans Gunnarssonar, athafna- manns og fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, vegna skulda. Fyrirtækið heitir Skipholt ehf. og hélt þar til í lok síðasta árs utan um fasteign- ir í Skipholti sem lengi hafa verið í eigu Kjartans og þar áður föður hans. Fyrirtaka var í skuldamálinu á miðvikudaginn var. Um er að ræða deilur um lán sem eignarhaldsfélag Kjartans var með í Landsbankanum. Deilur voru um lánið og uppgjör þess og enduðu þær með því að bankinn stefndi eignarhaldsfélagi Kjartans. Heim- ildir DV herma hins vegar að hugs- anlegt sé að semja náist um mál- ið áður en það verður til lykta leitt fyrir dómstólum. Markmið Lands- bankans mun hins vegar hafa ver- ið að ganga að eignum Skipholts og eftir atvikum setja félagið í þrot. Seldi eignir Skipholts Málaferli Landsbankans eru áhugaverð meðal annars fyrir þær sakir að Kjartan seldi þrjár af eign- um Skipholts út úr félaginu í lok árs í fyrra. Fasteignirnar eru í Skip- holti 1 og 25. Kaupandinn var ann- að félag Kjartans, Fjórir GAP ehf. 517 milljónir króna greiddi félag- ið fyrir eignirnar. Í afsali eignanna segir: „Skipholt ehf. (…) afsalar hér með eftirfarandi fasteign til Fjórir Gap ehf.“ Landsbankinn átti hins vegar ekki veð í þessum fast- eignum heldur Íslandsbanki. Mið- að við málaferlin gegn Skipholti þá átti Landsbankinn hins vegar ein- hverjar kröfur á hendur Skipholti sem ekki koma fram í veðbanda- yfirliti fyrirtækisins. Íslandsbanki hlýtur að hafa veitt samþykki sitt fyrir eigendaskiptunum á fast- eignunum, þar sem hann átti veð í þeim, en ekki endilega Lands- bankinn. Stór gjalddagi Í ársreikningi Skipholts ehf. kom fram að félagið átti að greiða nærri 290 milljónir króna af skuldum sín- um í ár. Ljóst er að félagið hefði átt í erfiðleikum með að greiða slíka upphæð þar sem eiginfjárstaða þess var neikvæð upp á nærri 600 milljónir króna. Ljóst má vera, út frá stöðu Skipholts í fyrra, að félag- ið hefði getað misst fasteignirnar í veðkalli á þessu ári þar sem félagið var ekki í þeirri stöðu að geta greitt skuldina. Málaferli Landsbankans gegn Skipholti eru líka nokkuð áhugaverð í því ljósi að Kjartan var um árabil bankaráðsmaður í bankaráði Landsbankans. Bæði þegar bankinn var ríkisbanki og eins eftir einkavæðingu hans árið 2002 þegar hann varð varaformað- ur bankaráðsins fram að hruninu 2008. Engin svör DV hefur reynt að fá svör um málaferlin frá lögmanni Skipholts ehf., Sigurbirni Magnússyni. Blaðið hefur hins vegar ekki fengið svör frá honum um málið. Samhengið er aftur á móti nokkuð sérstakt: Kjart- an selur allar helstu eignir Skip- holts út úr félaginu og til annars fé- lags í sinni eigu. Landsbankinn fer svo í mál við félagið sem búið er að selja allar helstu eignirnar út úr og Kjartan er ósammála kröfugerð bankans. Ljóst mál telja að ef ekki næst að semja um málið og Lands- bankinn hefur betur þá verður ekki eins mikið fyrir bankann að sækja inn í Skipholt og til dæmis á sama tíma í fyrra þegar þrjár fasteign- ir sem seldar voru á 517 milljónir króna voru inni í félaginu. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Bankinn höfðaði mál Landsbankinn höfðaði mál gegn fasteignafélagi Kjartans Gunnarssonar vegna skulda. Kjartan seldi eignir félags- ins til annars félags í sinni eigu í lok árs í fyrra. „Skipholt ehf. (…) afsalar hér með eftirfarandi fasteign til Fjórir Gap ehf. Átta þúsund heimili fengu fjárhagsaðstoð Árið 2013 fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slík- ar greiðslur fjölgað um 306, eða fjögur prósent, frá árinu áður. Árið 2012 fjölgaði heimilum hins vegar aðeins um 21 heim- ili, 0,3 prósent, milli ára en hafði fjölgað að jafnaði um 860 árin á undan. Þetta kemur fram í töl- um sem Hagstofa Íslands birti á fimmtudag. Á vef Hagstofunnar kemur fram að af þeim heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2013 voru einstæðir barnlausir karlar, 45,5 prósent, og einstæðar kon- ur með börn, 26 prósent heimila, fjölmennustu hóparnir. Árið 2013 voru tæplega 45 prósent viðtak- enda fjárhagsaðstoðar atvinnu- laus og af þeim tæplega tveir þriðju án bótaréttar, alls 2.413 einstaklingar. Á heimilum sem fengu fjár- hagsaðstoð árið 2013 bjuggu 13.130 einstaklingar eða 4 pró- sent þjóðarinnar, þar af voru 4.421 barn (17 ára og yngra) eða 5,5 prósent barna á þeim aldri. Árið 2012 bjuggu 12.586 einstak- lingar eða 3,9 prósent þjóðarinn- ar á slíkum heimilum, þar af voru 4.190 börn eða 5,3 prósent barna. Árið 2013 nutu 8.387 heim- ili félagslegrar heimaþjónustu. Rúmlega fjögur af hverjum fimm þessara heimila voru heimili aldraðra eða 6.893, 82,2 pró- sent, og hafði þeim fjölgað um 93, eða 1,4 prósent, frá árinu 2012. Á þessum heimilum aldr- aðra bjuggu 8.655 einstaklingar og jafngildir það 20,2 prósentum landsmanna 65 ára og eldri. Árið 2013 nutu 2.030 börn dagvistar á einkaheimilum og hafði þeim fjölgað um 85, eða 4,4 prósent, frá árinu á undan. Alifuglar „Þessi reglugerð er í berhöggi við tilgang laganna sem eiga að stuðla að bættri velferð dýranna.“ Röng mynd Í umfjöllun í vikublaði DV hinn 7. október, um mann í vist á Vernd sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni, birt- ist mynd af Guðjóni Sveins- syni, starfsmanni á Vernd, í stað Þráins Farestveit fram- kvæmdastjóra. Báðir eru beðn- ir velvirðingar á mistökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.