Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Qupperneq 11
Fréttir 11Helgarblað 10.–13. október 2014 Ellilífeyrisþegar á meðal hinna dæmdu 230 milljarða skuld getur fellt gengið n Kröfuhafar vilja fá gjaldeyri sinn n Erfið staða vegna gjaldeyrishafta Í nýrri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika segir að fella yrði gengi íslensku krónunnar um 8 prósent takist ekki að lengja greiðslufrest af 230 milljarða króna skuldabréfi Landsbankans gagnvart búi gamla Landsbankans (LBI). Við þetta myndi verðbólga aukast, neysla dragast saman og vextir yrðu hærri en ella væri. Gengi krónunnar yrði við þessar aðstæður að lækka til þess að skapa meiri gjaldeyristekjur og standa þannig undir greiðslum af skulda- bréfunum. „Til að koma í veg fyrir þessi áhrif yrði ríkissjóður eða Seðla- banki að veita Landsbankanum lang- tímafjármögnun í erlendum gjald- miðlum með tilheyrandi áhrifum á skuldastöðu ríkissjóðs og gjaldeyris- forða bankans,“ segir í skýrslunni. Því er slegið föstu að möguleg lenging á skuldabréfum Landsbank- ans geti dregið mjög úr endurfjár- mögnunarþörf innlendra aðila á er- lendum lánsfjármörkuðum á næstu árum og minnka þannig áhættu þjóðarbúsins samfara lántökum. „Minni endurfjármögnunaráhætta í erlendum gjaldeyri eykur líkur á endurfjármögnun innlendra aðila á erlendum lánsfjármörkuðum og styður við gengi krónunnar,“ segir í skýrslunni. Landsbankinn skuldar búi gamla Landsbankans 230 milljarða króna í erlendum gjaldeyri sem eru á gjalddaga á næstu tveimur árum. Slitastjórn gamla Landsbankans hefur gefið frest til 24. þessa mánað- ar. Verði Seðlabankinn og stjórnvöld ekki við beiðni sllitastjórnarinnar og erlendra kröfuhafa um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að fá að flytja úr landi eitthvað af þeim 400 millj- örðum króna í gjaldeyri, sem bú gamla bankans á handbærar, verð- ur gjaldfrestur skuldabréfsins ekki lengdur. Seðlabankinn og stjórnvöld hafa nú rúmar tvær vikur til þess að svara beiðni slitastjórnarinnar. n johann@dv.is Heftandi krónuhöft Már Guð- mundsson seðlabankastjóri: „Samnings- bundnar afborganir af gjaldeyrislánum, sem eru óháðar fjármagnshöftunum, eru þungar á næstu árum ekki síst vegna afborgunarbyrði á gjaldeyrisskuld Landsbankans við bú gamla Lands- bankans (LBI).“ Mynd Sigtryggur Ari Níumenningarnir hinir síðari voru dæmdir í sektargreiðslur eða fangelsi N íu, tveir karlar og sjö kon- ur, voru í gær dæmd í Hér- aðsdómi Reykjaness til að greiða hundrað þúsund krónur í sekt ellegar sæta átta daga fangelsi fyrir að óhlýðn- ast fyrirmælum lögreglu þegar þau mótmæltu vegagerð í Gálgahrauni hinn 21. október síðastliðinn. „Ég hef orðið var við það að við búum í lög- regluríki. Íslendingar ættu að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, 70 ára píanóleikari og fyrrverandi tónlistarskólastjóri, í samtali við DV eftir að dómur hafði fallið. Tugir manns voru handteknir í hrauninu og færðir í einangrun, en einungis hluti hópsins var ákærður. Aðgerðir lögreglu voru viðamiklar en Álftanesveginum var meðal annars lokað á meðan sérstök aðgerðarsveit lögreglunnar – um fjörutíu lögreglu- menn – handtók mótmælendur og færði þá í fangageymslur lögreglu. „Umfangið á þessu máli er að verða rosalega mikið miðað við þær litlu sakir sem bornar eru á þetta fólk,“ sagði Ragnheiður Elfa Þorsteinsdótt- ir, lögmaður Hraunavina, í samtali við DV í janúar síðastliðinn. Ellilífeyr- isþegar eru á meðal hinna dæmdu. Óvíst er hvort fólkið muni áfrýja dómnum sem féll í gær. Friðsamleg mótmæli ólögleg Fern náttúruverndarsamtök, Land- vernd, Náttúruverndarsamtök Ís- lands, Náttúruverndarsamtök Suð- vesturlands og Hraunavinir höfðuðu sameiginlega dómsmál í fyrra til þess að fá skorið úr um lögmæti fyrirhug- aðrar framkvæmdar við lagningu nýs Álftanesvegar um þvert Gálag- hraun. Töldu mótmælendur að bíða ætti niðurstöðu dómstóla áður en framkvæmdum væri haldið áfram. Þessu var Vegagerðin ósammála en í tilkynningu hennar vegna málsins sagði meðal annars: „Meginregla ís- lensks réttarfars er að höfðun dóms- máls frestar ekki framkvæmdum.“ Mótmæli Hraunavina voru frið- samleg og fólust að mestu leyti í því að sitja í hrauninu og færa sig ekki úr stað þrátt fyrir fyrirskipanir lögreglu. Lögreglan vísaði til þess að fólk- ið væri að trufla framkvæmdir inni á vinnusvæði en mótmælendur bentu á að lögreglan hefði skilgreint mörk vinnusvæðisins eftir á. Þannig hafi borðar sem áttu að skilgreina vinnu- svæðið verið færðir til af lögreglu- mönnum og inn á svæðið þar sem mótmælendur sátu. Ómar ekki ákærður Þetta vakti meðal annars spurningar um hlutverk lögreglu og hvort henni væri í sjálfsvald sett að skilgreina og færa til mörk vinnusvæðis í þjónustu við verktaka. Það vakti einnig mikla athygli þegar Ómar Ragnarsson var handtekinn. „Ég stend á rétti mínum og beygi mig fyrir valdinu,“ sagði Ómar þegar hann var borinn í burtu af lög- reglumönnum. Hann var ekki ákærð- ur í málinu og því ekki á meðal hinna dæmdu. Fjölmargir þeirra sem tóku þátt í mótmælunum voru á miðjum aldri eða eldri og neituðu flestir að færa sig um set þegar lögregla krafðist þess. Einhverjir voru handteknir þá þegar á meðan aðrir ákváðu að færa sig út fyrir keilurnar sem mörkuðu vinnu- svæðið eins og lögreglan hafði beðið um. Fólk var vel búið, jafnvel með nesti í fórum sínum og sumir sungu söngva. Áttu margir þeirra sem DV ræddi við erfitt með að skilja hvers vegna allt þetta lögreglulið var sam- ankomið. Lögregla fær opinn tékka Katrín Oddsdóttir héraðsdómslög- maður er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt dóminn sem féll í gær. „Samkvæmt stjórnarskrá má aðeins setja tjáningarfrelsi skorður með lög- um enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Það að veita lögreglunni opinn tékka til að gefa hvers konar fyrirmæli, sem borgaranum er síðan refsað fyrir að fara ekki skilyrðislaust eftir, er of langt gengið að mínu mati,“ segir hún. Það verði að fara fram mat á því hvort það sé nauðsynlegt að skerða tjáningarfrelsi borgarans hverju sinni og þá verði að skerða það með lög- um sem séu skýr og fyrirsjáanleg. „Það getur vel verið að það hafi ver- ið nauðsynlegt í þessu tilfelli en mér finnst almennt að dómstólar hafi far- ið þá leið að telja það ávallt nauðsyn- legt að borgarinn hlýði lögreglu óháð því hvað hann er að gera.“ Níumenningarnir eru dæmd- ir á grundvelli 19. greinar lögreglu- laga. Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur ítrekað verið dæmdur á grund- velli sömu lagagreinar, fyrir að neita fyrirmælum lögreglu um að færa sig þegar hann hefur staðið með skilti með áletruninni „Elskum friðinn“ fyr- ir framan bandaríska sendiráðið. n Óvinir ríkisins? DV fjallaði um ákæruna gegn níumenningunum á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni „Óvinir ríkisins“ hinn 28. janúar. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is 28. janúar 2014

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.