Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Page 12
12 Fréttir Helgarblað 10.–13. október 2014 Þ að hefur nú ekki verið vilji hans að leggja fram ein­ hverja kæru,“ segir Hreiðar Eiríksson, lögmaður Chaplas Menka, erlends ríkisborgara sem þurfti að leita á sjúkrahús vegna djúpra skurða sem lögreglumenn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu veittu honum með eggvopni þann 10. september. „En þetta er allt í vinnslu og við eigum von á því að setjast niður með full­ trúa lögreglustjóra mjög fljótlega til að fara yfir málið,“ segir Hreiðar enn fremur í samtali við DV. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi fyrst frá málinu þann 23. september síðastliðinn en þar var haft eftir Menka að hon­ um hefði hvorki verið tilkynnt um ástæðu handtöku né gefið færi á að hafa samband við lögmann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem erlendir ríkisborgarar lýsa sam­ skiptum sínum við lögregluna með þessum hætti. Þannig sögðu hæl­ isleitendur sem handteknir voru í aðgerð lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu og sérsveitar ríkis­ lögreglustjóra í Auðbrekku í sept­ ember í fyrra að þeim hefði ekki verið gerð grein fyrir ástæðu hand­ tökunnar. Þá hafi þeim einnig verið meinað að hafa samband við lög­ fræðing. Afganskur maður hafði sömu sögu að segja af handtöku sinni í desember. Í báðum tilvik­ um voru málin kærð til ríkissak­ sóknara en látin niður falla. „Það skiptir miklu máli að þeir sem eru sviptir frelsi njóti réttinda sinna,“ segir lögmaður Menka sem vinn­ ur nú að því að fá fund með full­ trúa lögreglustjóra vegna málsins. „Við ætlum að reyna að vinna þetta í sameiningu, lögreglustjóri og við, þannig að maðurinn fái sinn hlut réttan.“ „Hnífur í fangaklefa?“ Fréttastofa Stöðvar 2 greindi fyrst frá málinu þann 23. september síð­ astliðinn. Þar kom fram að Menka hefði verið að safna dósum í mið­ borg Reykjavíkur þegar lögreglu­ menn tóku hann tali og báðu hann hann um að koma með sér upp á lögreglustöð. Menka var tjáð að þeir þyrftu að afhenda honum bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hann hefði dvalið ólöglega í landinu um sjö mánaða skeið. Menka sam­ þykkti þetta en þegar á lögreglu­ stöðina var komið var honum til­ kynnt að hann væri handtekinn. „Maður þarf að fá að vita ástæðu handtöku. Ég fékk aldrei að vita hana. Ég þarf að geta hringt í lög­ mann minn eða fjölskyldu til að láta vita að ég sé á þessari lögreglustöð. Mér var neitað um þetta. Þeir ýttu mér bara inn,“ sagði Menka í sam­ tali við Stöð 2. Lögreglumaður hafi reynt að ýta honum inn í fangaklefa og meðal annars lamið hann með kylfu áður en hann kallaði á fleiri. „Ég hélt um dyrakarminn svo þeir gátu ekki ýtt mér inn. Lögreglumað­ urinn notaði hníf til að skera í fótinn á mér.“ Lögmaður Menka spurði af þessu tilefni: „Hvernig má það vera að það sé dreginn upp hnífur inni í fangaklefa?“ Hörður Jóhannesson aðstoðar­ lögreglustjóri staðfesti í samtali við Stöð 2 að atburðarásin sem Menka lýsti væri í meginatriðum rétt en tók fram að um „slys“ hefði verið að ræða. Hann sagði ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort Menka hefði verið neitað um lögfræðiaðstoð eða hvort honum hafi ekki verið gerð grein fyrir því hvers vegna verið væri að handtaka hann. „Þeir hafa í sjálfu sér ekki viðurkennt það opin­ berlega,“ segir lögmaður Menka aðspurður hvort lögreglan hafi nú staðfest þennan hluta frásagnar Menka. Hann segir þetta vera eitt af þeim atriðum sem þurfi að fá botn í. Endurtekið efni Málið er ekki einsdæmi. DV hefur fjallað ítarlega um aðgerð lög­ reglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra á heimili hælisleitenda í Auðbrekku í Kópavogi þann 26. september síð­ astliðið haust. Aðgerðin var mjög umfangsmikil en tugir lögreglu­ manna tóku þátt í henni, og notuð­ ust þeir meðal annars við fíkniefna­ hunda. Þá voru dyr að herbergjum hússins brotnar upp að næturlagi, menn handteknir á nærfötunum, og færðir þannig í einangrun. Mennirnir sögðust ekki hafa fengið að tala við lögmenn sína þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis og að þeim hefði ekki verið gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar. Enginn mannanna var ákærður fyrir nokkuð saknæmt. Yusuf Mahdavi frá Afganistan var handtekinn á heimili sínu í desember þegar lögreglan leitaði að Tony Omos, hælisleitanda frá Nígeríu. Í samtali við DV sagði hann lögreglu hvorki hafa gert grein fyrir handtökunni né gefið honum færi á að tala við lögfræðing. Þá sagðist hana hafa fengið eftirfarandi skila­ boð frá einni lögreglukonunni: „Farðu heim til þín, þú tilheyrir ekki þessum stað.“ Sem fyrr segir voru bæði málin kærð til ríkissaksóknara en látin niður falla á grundvelli 145. greinar laga um meðferð sakamála sem kveður á um að ef gögn máls séu ekki nægileg eða líkleg til sak­ fellis sé málið látið niður falla án ákæru. n Útlendingar kvarta undan lögreglunni n Vita ekki um ástæðu handtöku n Einn skorinn í fótinn og heimili lagt í rúst Í leit að dósum Chaplas Menka var að tína dósir í miðborg Reykjavíkur þegar lögreglumenn tóku hann tali. Lögreglumenn veittu honum síðar skurði á fæti í fangaklefa. Mynd SkjáSkot úr frétt Stöðvar 2 „Slys“ Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri stað- festi í samtali við Stöð 2 að atburðarásin sem Menka lýsti væri í meginatriðum rétt en tók fram að um „slys“ hefði verið að ræða. Svipaðar lýsingar DV hefur síðustu mánuði rætt við útlendinga sem segjast hvorki hafa fengið að vita um ástæður handtöku sinnar né fengið tækifæri til þess að hafa samband við lögfræðing. „Það skiptir miklu máli að þeir sem eru sviptir frelsi njóti réttinda sinna. jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Ætla í verkfall Yfir 80 prósent af atkvæðisbær­ um læknum á Íslandi tóku þátt í kosningum um verkfall hjá Lækna félagi Íslands. Yfir 95 pró­ sent þeirra samþykktu fyrirhug­ aðar verkfallsaðgerðir. Náist ekki samningar má gera ráð fyrir því að verkfall hefjist þann 27. október næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem lækn­ ar boða til verkfalls og yrðu verk­ fallsaðgerðir sem hér segir: n 1. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 27. október til mið­ nættis þriðjudaginn 28. október 2014 (2 sólarhringar) og frá mið­ nætti aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðju­ daginn 18. nóvember 2014 (2 sól­ arhringar) á eftirtöldum heil­ brigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala n 2. Frá miðnætti aðfaranótt mið­ vikudagsins 29. október til mið­ nættis fimmtudaginn 30. október 2014 (2 sólarhringar) og frá mið­ nætti aðfaranótt miðvikudags­ ins 19. nóvember til miðnættis fimmtudaginn 20. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahús­ um eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Lyflækningasvið Landspítala n 3. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 3. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 4. nóv­ ember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfaranótt mánudags­ ins 24. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 25. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahús­ um eða sviðum sjúkrahúss: a. Aðgerðarsvið Landspítala b. Flæðisvið Landspítala n 4. Frá miðnætti aðfaranótt mið­ vikudagsins 5. nóvember til mið­ nættis fimmtudaginn 6. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá mið­ nætti aðfaranótt miðvikudags­ ins 26. nóvember til miðnættis fimmtudaginn 27. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahús­ um eða sviðum sjúkrahúss: a. Geðsvið Landspítala b. Skurðlækningasvið Landspítala n 5. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 8. desember til miðnættis þriðjudaginn 9. des­ ember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnun­ um/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss. a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala j. Aðgerðarsvið Landspítala n 6. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 10. desember til miðnættis fimmtudaginn 11. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofn­ unum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Flæðissvið Landspítala c. Lyflækningasvið Landspítala d. Geðsvið Landspítala e. Skurðlækningasvið Landspítala

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.