Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Side 14
14 Fréttir Helgarblað 10.–13. október 2014 L ax veiddur á stöng gæti í sum- ar hafa kostað um 43 þúsund krónur, að meðaltali, eða næst- um því helmingi meira en í fyrra. Þá er bara horft til kostn- aðar við kaup á veiðileyfum. Afstaðið er versta tímabil í laxveiði í langan tíma. Veiði var enn slakari en hörm- ungarárið 2012. Krafan um að aðilar samninga, veiðileyfasalar og land- eigendur, bregðist við þessu með ein- hverjum hætti er hávær á meðal veiði- manna. Í sumar veiddust, samkvæmt nýj- um upplýsingum frá Veiðimálastofn- un, 32.400 laxar. Í fyrrasumar voru laxarnir nálægt því tvöfalt fleiri. Veiðin var heilt yfir svo slæm í sumar að for- maður Stangveiðifélags Reykjavíkur segir í samtali við DV að menn þurfi að fá tíma til að „syrgja“ áður en næstu skref verði ákveðin. Á spjallþráðum internetsins hefur verið kallað eftir því að samningar við landeigendur verði teknir upp, enda séu víða í samning- um ákvæði þess efnis, þegar algjör aflabrestur verður. Nú sé tími til að virkja þau ákvæði. Samkvæmt heim- ildum DV gildir þetta meðal annars um ár á Snæfellsnesi og Vesturland; ár sem einna verst komu út í sumar. Helmingi færri fiskar en í fyrra DV hefur tekið saman veiðitölur yfir þær 20 laxveiðiár sem flestum fisk- um skiluðu á land í sumar. Þegar fjöldi fiska í sumar er borinn saman við fjöldann í fyrra, sést að hlutfallið er 50 prósent. Helmingi færri fiskar komu með öðrum orðum á land í sumar en í fyrrasumar. Tölfræðin er byggð á aflatölum á vefsíðu Landssambands veiðifélaga, angling.is. Ekki er ástæða til að ætla að hlutfallið sé annað í minni ám. Samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun er þetta hlutfall mjög nærri lagi. Heildarfjöldi stangardaga á Ís- landi var árið 2004 38.160. Stangar- dagar eru í raun sá fjöldi veiðidaga í ám sem veiðimönnum stendur til boða. Ef í tiltekinni á eru tvær stangir leyfðar hverju sinni, og veiðitímabilið er 90 dagar, þá teljast stangardagarn- ir 180 yfir veiðitímann. Ef miðað er við að fjöldi stangardaga hafi lítið breyst á síðustu tíu árum, sést að veiðimenn hafa í sumar ekki náð að veiða einn fisk á dag. 1,4 milljarðar í veiðileyfasölu? Eins og áður segir má áætla að stangveiddur lax kosti um 43 þúsund krónur, miðað við veiði sumarsins. Þessi tala er hvorki nákvæm né meit- luð í stein en byggir þó á skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Veiðimálastofnun unnu árið 2004, fyrir Landssamband veiðifélaga um efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða og líffræðilega stöðu auðlindarinnar. Búið er að uppfæra verðlag miðað við vísitölu. Samkvæmt þeim útreikn- ingum nema beinar tekjur af veiði- leyfasölu í laxveiði 1,4 milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun hefur verð veiði- leyfa til laxveiða ekki breyst ýkja mikið að raunvirði síðastliðinn áratug. Engar nákvæmar mælingar eru þó til um þetta og viðmælendur DV telja sumir hverjir að laxveiðileyfi hafi þvert á móti hækkað allnokkuð um- fram verðlag og að kakan sé allnokkuð stærri en þessar tölur gefa til kynna. Tveir milljarðar eru upphæð sem nefnd hefur verið sem líkleg tala í eyru blaðamanns. Einn þeirra sem telur að kakan sé stærri er Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður Stangveiði félags Reykjavíkur, maður sem þekkir til lax- veiða út og inn. Hafa verður í huga að heildartekjur af öllu því sem viðkemur laxveiði eru margfalt hærri – hér er að- eins miðað við veiðileyfin sjálf og hvað þau kosta. Engar nákvæmar tölur eru þó til, eins og fyrr greinir. Veiðimönnum nóg boðið? Hvað sem kostnaði við veiðileyfi líður er ljóst að heildarveiðin í sumar var arfa- slök. Margar ár á Suður- og Vestur- landi koma afar illa út, ekki síst á Snæ- fellsnesi og hafa miklar umræður verið á samfélagsmiðlum og í blöðum í sumar um ástæður þessa. Kenn- ingarnar eru margar en enginn hefur getað sagt með vissu til um hvað veld- ur þessum miklu sveiflum. Bjarni, fyrrverandi formaður SVFR til margra ára, er einn þeirra sem kall- að hefur eftir því að veiðiréttarhafar axli ábyrgð á því sem gerst hafi. Hann fullyrðir í samtali við DV að veiðileyfi hafi að raunvirði tvöfaldast í verði á síðustu 20 árum. Þekktir veiðimenn hafa talað á svipuðum nótum, svo sem Bubbi Morthens og Stefán Jón Hafstein. Þeir hafa báðir gagnrýnt miklar hækkanir harðlega auk þess sem málefnið hefur allmikið verið rætt á veiðisíðum á Facebook. Skilur kröfu veiðimanna Árni Friðleifsson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, segist í samtali við DV um stöðu mála vel skilja óánægju veiðimanna. Á honum má hins vegar skilja að ekki séu miklar líkur á því að veiðileyfi muni lækka í verði á milli ára. Hann bendir á að samningar séu oft gerðir til þriggja eða fimm ára. Erfitt sé fyrir leigutaka, einhliða, að lækka verð. Þar þurfi að koma til samkomulag við land- eigendur. Kvaðir á veiðimennn Bjarni bendir á að hækkanir veiðileyfa hafi orðið í krafti góðrar veiði og þrátt fyrir áföll í þjóðfélaginu. Bjarni bend- ir auk þess á að veiðimenn hafi tekið á sig ýmiss konar kvaðir á undanförnum 20 árum. „Við erum hættir að veiða á spún, við erum eiginlega hættir að veiða á maðk. Það hafa verið teknir upp kvótar og skilyrði um að öll- um tveggja ára laxi sé sleppt. Sums staðar sleppum við öllu. Það gerum við vegna þess að við viljum laxinum vel og viljum efla stofninn.“ Hann seg- ir að nú sé komið að veiðiréttarhöfum að mæta veiðimönnum. Tvö hrein „hörmungarár“ hafi litið dagsins ljós. Hafnar fréttum um hrun Í frétt á Vísi á dögunum birtist það viðhorf Óðins Sigþórssonar, formanns Landssambands veiðifélaga, að hrun hafi alls ekki orðið í laxveiðinni í sum- ar. Um náttúrulega sveiflu hafi verið að ræða í sumar og að dæmi séu um ár sem komið hafi þokkalega út. Hann nefndi Vatnsdalinn sem dæmi, þar sem vel hafi veiðst af tveggja ára laxi. Víða hafi tveggja ára laxinn skilað sér af krafti í árnar. Þess má geta að fjöldi fiska í sumar var 69% af veiðinni í fyrra í Vatnsdalnum, eins og sést hér til hliðar. Vísir hafði eftir Óðni að ekkert nýtt væri undir sólinni og að þeir sem myndu aftur í tímann þekktu svona sveiflur vel. Hvað verð á veiðileyfum varðar sagði hann: „Markaðurinn er okkar húsbóndi.“ Af orðum hans má ráða að hann telji ekki ástæðu til að reyna að lækka verð veiðileyfa eða koma með öðrum hætti til móts við veiðimenn. „Okkur var seld skemmd vara“ Bjarni segir um skýringar formanns Landssambands veiðifélaga að vissu- lega hafi stórlaxinn víða komið vel út í sumar. Hlutdeild hans í heildarafl- anum sé hins vegar tiltölulega lítil, í eðlilegu ári. „Veiðin í ár var hörmung, heilt á litið. Hún var það líka 2012. Árið í fyrra var ágætt en þessi tvö eru algjört „disaster“. Mér eldri menn hafa sagt að stofninn hafi síðast hrunið í Atlantshafi árið 1930. Þá voru birtar stríðsfyrirsagnir í blöðum á Bretlandi með fyrirsögnum eins og: „Where Has All the Salmon Gone?““ Hann segir að þegar vel hafi veiðst hafi veiðileyfin hækkað í verði, nú sé kominn tími til að bregðast við í hina áttina. „Okkur var seld skemmd vara. Ég segi: Kæru veiðiréttareigendur. Komið nú til móts við okkur, axlið ykk- ar ábyrgð og lækkið verð veiðileyfa.“ Vill ekki ræða ákvæði um upptöku samninga Árni, sem tók við af Bjarna sem formaður SVFR í upphafi ársins, segir að þegar menn hafi jafnað sig, muni aðilar samninga setjast nið- ur og fara yfir stöðuna. Hann segir að SVFR muni reyna eftir mætti að halda hækkunum í hófi eða láta verð standa í stað á milli ára. Hann segir hins vegar ekki tímabært að segja til um það strax hvort hægt verði að semja um lækk- anir. „Menn verða að fá tíma til að syrgja.“ Spurður hvort ákvæði séu í samn- ingum SVFR við landeigendur um upptöku samninga við aflabrest vill hann ekki svara því. Hann segir að samningar við landeigendur séu trúnaðarmál. „Ég get ekki gefið upp hvernig samningar eru einhliða.“ Hann segist þó, þegar spurningin er ítrekuð, kannast við slík ákvæði en segir að fara þurfi ofan í orðalag þeirra, áður en því verði slegið föstu að slík ákvæði eigi við nú. Veiðimenn almennt gramir Bjarni segist verða var við almenna gremju á meðal veiðimanna og hann telur að auðvelt verði að fá menn til að standa saman ef ekki verður kom- ið til móts við veiðimenn. Aðspurður hverjir eigi að bera lækkunina bendir hann á að veiðileyfasalar hafi flestir barist í bökkum undanfarin fimm ár. Þangað sé ekki krónu að sækja. „Veiði- réttareigendurnir verða að kyngja þessu.“ Spurður hvort hann sé bjart- sýnn á að af þessu verði segist hann alltaf hafa trúað á sanngirni í samn- ingum og framkomu. „Ég verð hissa ef verð veiðileyfa lækka ekki.“ Sátt er allra hagur Árni segir að óskandi væri að veiði- leyfi á Íslandi væru ódýr. Mikil eftir- spurn hafi hins vegar gert það að verkum að leyfin hafi hækkað. Ís- lendingum þyki gaman að veiða. Hann segir að þegar menn kaupi leyfi með löngum fyrirvara sé alltaf ákveðin óvissa um aðstæður. „Það er þessi von og vænting sem menn eru að kaupa.“ Stundum séu ár vatnslitlar eða aðrar náttúru- legar aðstæður séu veiðimönnum óhagstæðar. Hann viðurkennir þó að aflabresturinn í sumar, og árið 2012, sé af annarri stærðargráðu en tilfallandi þurrkar eða vatnavextir. Hann segir ljóst að það sé allra hag- ur að veiðimenn séu sáttir og kaupi þá vöru sem til sölu sé. Það sé líka hagur landeigenda. Því þurfi að vera sátt um hlutina. Nú séu menn að sleikja sárin en svo verði sest niður. „Við erum í viðræðum við viðsemjendur til að reyna að koma til móts við veiðimenn. Þetta er bara í ferli, enda er veiðitímabilinu nýlokið.“ n „Veiðin í ár Var hörmung“ n Veiðimenn krefjast verðlækkunar n Helmingi minni veiði en í fyrra n Ákvæði um upptöku Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Laxveiðiá 2013 2014 Hlutfall Stangir Ytri-Rangá og Hólsá, vesturbakki 5.461 2.785 51% 20 Eystri-Rangá 4.797 2.463 51% 18 Blanda 2.611 1.931 74% 14 Miðfjarðará 3.667 1.694 46% 10 Þverá + Kjarrá 3.373 1.195 35% 14 Laxá á Ásum 1.062 1.006 95% 2 Selá í Vopnafirði 1.664 1.004 60% 7 Norðurá 3.351 924 28% 15 Stóra-Laxá 1.776 882 50% 10 Laxá í Aðaldal 1.009 849 84% 18 Haffjarðará 2.158 821 38% 6 Vatnsdalsá í Húnaþingi 1.116 765 69% 7 Víðidalsá 909 692 76% 8 Hofsá og Sunnudalsá 1.160 657 57% 7 Langá 2.815 595 21% 12 Laxá í Kjós 1.281 593 46% 8 Grímsá og Tunguá 1.645 516 31% 8 Hítará 1.145 840 73% 8 Elliðaárnar 1.145 547 48% 4 Ormarsá 437 436 100% 4 Samtals: 42.582 21.195 50% 200 Veiði í 20 gjöfulustu laxveiðiánum* Laxveiðar Bjarni ásamt konu sinni með góðan lax úr Norðurá. Myndin er úr einkasafni og var tekin fyrir nokkrum árum. Með vænan fisk Árni Friðleifsson, formaður SVFR, segir að nú verði sest niður og farið yfir stöðuna. Hann er ekki bjartsýnn á verðlækkanir. „Kæru veiðiréttar- eigendur. Komið nú til móts við okkur, axlið ykkar ábyrgð og lækkið verð veiðileyfa. * Byggt á tölum á angling.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.