Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Síða 18
18 Fréttir Helgarblað 10.–13. október 2014
Reitt til höggs gegn hæstaRétti
n Jón Steinar rýfur launhelgar Hæstaréttar n Bréfaskipti afhjúpuð n Höfundur
J
ón Steinar Gunnlaugsson lög-
fræðingur lét ekki af störfum
nýlega sem hæstaréttardómari
til þess að setjast í helgan stein.
Hann er orðsins vígamaður og
hefur nú gefið út bók sem kom út
fyrir helgina, „Í krafti sannfæringar –
saga lögmanns og dómara“.
Bókarinnar hefur verið beðið með
eftirvæntingu, enda á Jón Steinar
langan feril sem málafærslumaður í
réttarsölum en einnig sem pólitískur
baráttumaður með volduga vini,
einkum innan Sjálfstæðisflokksins,
en vinamargur er hann þvert á línur
stjórnmálanna. Seint á níunda ára-
tugnum gaf hann út bókina „Deilt á
dómarana“ sem fór gegn viðteknum
hefðum um að vé dómstólanna væru
heilög og ósnertanleg.
Bók Jóns Steinars er æviágrip,
lífsskoðun, saga um sigra og ósigra
málafærslumanns og saga hæsta-
réttardómara. Fullyrða má að aldrei í
sögunni hafi Hæstiréttur Íslands sætt
jafn harðri gagnrýni frá innanbúðar-
manni eins og fram kemur í þessari
bók.
Jóhann Hauksson settist niður
með Jóni Steinari á heimili hans eftir
að hafa lesið bókina og fékk svör við
áleitnum spurningum sem vöknuðu
við lesturinn.
Bók þín er brött gagnrýni á Hæsta-
rétt. Þú hafðir gagnrýnt Hæstarétt
harðlega í ræðu og riti árum saman
áður en þú varst skipaður hæstarétt-
ardómari. Gast þú búist við því að
meirihluti dómaranna væru sátt-
ir við þig og létu sem ekkert væri
þegar þú varst allt í einu orðinn einn
þeirra?
„Þetta má kannski rekja aftur til
ársins 1987, en þá gaf ég út bók sem
hét „Deilt á dómarana“. Þar tók ég fyr-
ir nokkra dóma þar sem Hæstiréttur
fjallaði um þau réttindi sem kannski
skipta okkur mestu máli, það er að
segja mannréttindi eins og kveðið
er á um þau í stjórnarskránni. Ég
gagnrýndi þar með nokkuð hvössum
hætti hvernig rétturinn hafði eigin-
lega alltaf ýtt því frá sér ef hann þurfti
að dæma mönnum slík réttindi. Ég
upplifði það þá, svo ég skjóti því að,
að viðbrögðin við bókinni voru frekar
þegjandaleg þótt ég sé kominn á þá
skoðun nú að hún hafi kannski haft
meiri áhrif en ég skynjaði þá. Mann-
réttindakafla stjórnarskrárinnar var
svo breytt árið 1995, átta árum eftir
að bókin kom út. Og ég heyri á þeim
mönnum sem voru í lögfræðinámi á
þeim tíma að bókin hafi þótt athygl-
isverð og að hún hafði áhrif á þá.“
Tóm vitleysa
„Allan tímann sem ég var málflytjandi
var ég gagnrýninn á dómstólastarf-
ið. Mér fannst það vera nauðsynlegt
að setja fram málefnalega gagn-
rýni á dómstarfið. Og það er reyndar
þannig að okkar íslenska samfélag er
dálítið sérstakt. Það er svo lítið. Það
þekkja allir alla. Og það er mjög erfitt
að vera með málefnalega gagnrýni á
starfsemi eins og Hæstaréttar án þess
að menn taki það persónulega til
sín og fari að taka afstöðu út frá því.
Það fannst mér vont og vildi alls ekki
stofna til þess. Mér fannst gagnrýni
mín vera málefnaleg og til þess fallin
að bæta starfsemi dómstólsins. Starf-
semi Hæstaréttar hefur einkennst af
allt of miklum málafjölda. Þar eru
mörg smámál sem ættu alls ekki að
afgreiða í slíkum fordæmisgefandi
dómstól.
Í minni ritgerð (Veikburða Hæsta-
réttur) sem kom út í fyrra, mælti ég
með þremur dómstigum, þó þannig
að hvert mál yrði aðeins tekið fyrir á
tveimur. Þau mál sem fara til Hæsta-
réttar byrja á millidómstiginu eða
byrja á fyrsta dómstigi og fá svo mál-
skot til Hæstaréttar eftir leyfi sem
Hæstiréttur gefur út sjálfur. Af því
að það gæti íþyngt svo mjög afkasta-
getu ef við ætluðum að taka mál fyrir
á þremur dómstigum en ekki tveim-
ur. Við getum alveg komist hjá því að
mínu mati en skilið það þannig eftir
að fimm dómarar í Hæstarétti dæmi
allir í öllum málum. Það treystir for-
dæmisgildi dómanna. Þeir ákveði
sjálfir hvaða mál þeir vilji dæma sem
áfrýjunardómstóll og fjöldi þessara
mála yrði kannski svona 50 til 60 á ári
sem þýðir það að dómstóllinn hef-
ur ráðrúm til þess að fjalla um þýð-
ingarmikil mál sem skipta samfélag-
ið allt miklu máli og gæfu fordæmi.
Við sjáum það í hendi okkar að dóm-
ur Hæstaréttar í þýðingarmiklu for-
dæmismáli getur skipt svo miklu
máli bæði fyrir einstaklinga og fyrir
fjárhag að það er engin spurning að
við verðum að styrkja þetta. Núna
er hver dómari að dæma í Hæsta-
rétti, þótt þeir séu orðnir margir og
dómurinn deildaskiptur og allt í hálf-
gerðri ringulreið, þá er hver dómari
að dæma, ja, ég taldi mest hjá sjálf-
um mér 336 mál árð 2010 sem allir
sjá að er tóm vitleysa.“
Veðrabrigði
„Eins og kemur fram í bókinni urðu
einhvers konar veðrabrigði gagnvart
mér og ég átta mig ekki á því hvenær
og hvers vegna það gerðist. Þarna
inni sátu dómarar sem að ég hafði
suma hverja talið til vina minna.
Þarna til dæmis Árni Kolbeinsson.
Við höfðum tekið próf saman. Hann
var mjög góður námsmaður, tók
hæsta lögfræðipróf sem hefur verið
tekið. Við vorum góðir félagar, tók-
um próf saman og fórum síðar báðir
að kenna fyrir Gauk Jörundsson pró-
fessor. Það var ég sem fékk Árna Kol-
beinsson til þess að sækja um dóm-
araembættið árið 2000. Hann tók
einhverja afstöðu gegn mér þegar
að því kom að ég sótti um dóm-
araembætti. Bæði hann, Markús
Sigurbjörnsson, sem ég hafði verið í
góðu talsambandi við, og Gunnlaug-
ur Claessen, sem var gamall vinur
minn.
Ég veit ekki enn þann dag í dag
hvers vegna þeir tóku svona afstöðu
gegn mér þegar ég ákvað að sækja
um dómaraembætti. Menn sem
höfðu hvatt mig til þess áður. Það var
eitthvað sem hafði gerst sem olli því
að þeir töldu sig þurfa að koma í veg
fyrir að ég yrði dómari. Kannski var
það skipan Ólafs Barkar Þorvalds-
sonar árið áður sem að þeir töldu að
sá sem öllu réði (les: Davíð Odds-
son) hefði komið þar inn. Og töldu
mig jafnvel hafa átt einhvern þátt í
því sem er alger misskilningur.“
En varst þú ekki sjálfur búinn að
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Jón Steinar rýfur hin helgu
vé Hæstaréttar Jón Steinar
Gunnlaugsson: Aldrei fyrr hefur
innanbúðarmaður í Hæstarétti
gagnrýnt dómstólinn jafn harka-
lega og Jón Steinar. Mynd SigTryggur Ari
„Hann var æfur af
bræði […] Ég gæti
ekki búist við því að koma
inn í Hæstarétt á rauð-
um dregli og ekki heldur á
jarðýtu.
Jón Steinar um Markús Sigurbjörnsson
Í krafti sannfæringar „Ég valdi þann
kostinn að skrifa nafnlaust um þetta. Mér
fannst það nauðsynlegt því það gerði það
enginn annar.“ Mynd SigTryggur Ari