Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Qupperneq 19
Fréttir 19Helgarblað 10.–13. október 2014 Reitt til höggs gegn hæstaRétti „Einnota réttarfars“ n Það er allra hagur að gera umbætur á Hæstarétti strax kalla yfir þig gagnrýni og andstöðu dómaranna? „Mín skoðun er og hefur verið að starfsemi sú sem fer fram í Hæsta- rétti Íslands þurfi á málefnalegri og heilbrigðri gagnrýni að halda. Þarna eru menn æviskipaðir, þurfa aldrei að leita eftir endurnýjuðu umboði. Það er því miður þannig að þjóð- in veit varla hvað þeir heita hvað þá að þeir hafi þurft að gera grein fyr- ir því hvaða valdheimildir þeir telji dómstólinn hafa. Það eru uppi heil- miklar deilur um það hvaða valdsvið dómstólar hafi. Sumir telja að þeir hafi hlutverki að gegna við að setja ný lög. Ég hef alltaf hafnað því. Það er skylda dómstóla að dæma eftir gildandi lögum og þegar því sleppir koma til aðrar réttarheimildir og lög- fræðikennslan gengur út á að kenna okkur þær. Hvaða aðferðir séu heim- ilar til þess að komast að niðurstöðu. Ein af þeim er ekki okkar eigin geð- þótti. Þessu hef ég alltaf verið harður á. Ég hef gagnrýnt Hæstarétt og reynt að gera það málefnalega. Þetta virð- ist auðvitað reyna á þolrifin í mönn- um í litlu samfélagi. Það skapast óbeit og óvild.“ Við búum í miklu návígi kun- ingjaþjóðfélags, að ekki sé sagt klíku- þjóðfélags, sem fer á skjön við al- mennar meginreglur um jafnræði. Einföldum reglum samkeppninn- ar er iðulega kippt úr sambandi, oft með fulltingi kjörinna fulltrúa sem gæta sérhagsmuna. Þú færð ekkert ef þú ert ekki í klíkunni. Þér er refsað ef þú ferð gegn henni. Er ekki erfitt að vera prinsípmaður um einstaklings- frelsi borgaranna í þessu umhverfi? En það ertu sannarlega og hefur tjáð það á prenti. Þú segir til dæmis á ein- um stað um þig og Davíð Oddsson að þið hafið verið á móti misnotkun opinbers valds og spillingu. Lætur vinina heyra það „Fyrir mér er þetta þannig að svona grunnhugmyndir eru gríðarlega þýðingarmiklar sem grunnur lífsins. Fyrir mér er þetta alvara, til þess að geta lifað gefandi lífi og verið sáttur. Ég tel mig hins vegar hafa orðið var- an við það að menn sem fara út í stjórnmálaþátttöku freistist til þess, þótt þeir leggi af stað með mikil pr- insíp, að brjóta gegn þeim. Ég lýsi því í bókinni að það hafi verið mín gæfa að hafa ekki farið út á þá braut og ég staðset það nánast hvernig það varð og hvenær. Ég trúi því sjálfur að ég hefði fylgt slíkum grunnhug- myndum jafnvel þótt ég hefði far- ið út í pólitík. En ég ber ekki alveg skynbragð á það. En það er rétt sem þú segir að skoðanabræður og vin- ir sem hafa farið út í pólitískt starf hafa gert hluti sem samrýmast ekki hugsjónum. Ég hef upplifað það þannig að þar sem þessi ágreiningur er undirliggjandi milli mín og vina að þá sleppi þeir því jafnvel að ræða það við mann af því þeir vita að þeir fá ekki minn stuðning. Ég var andvígur fyrirætlan Davíðs Oddssonar um að veita ríkisábyrgð á láni til Kára Stefánssonar vegna stofnunar Íslenskrar erfðagreiningar og nefni það í bókinni. Það var al- gerlega andstætt mínum hugsunum og skoðunum og hefði átt að vera andstætt hugsunum og skoðun- um Davíðs Oddssonar. En hann er kannski meiri pólitíkus. Ég reyndar kaupi það ekki. Svo ég taki dæmi. Af hverju er maður og ekki bara mað- ur heldur heill stjórnmálaflokkur (les: Davíð Oddsson og Sjálfstæðis- flokkurinn) fylgjandi því að byggja heilt veitingahús upp á Öskjuhlíð? Bíddu, er það hlutverk sem við ætl- um sveitarstjórnum að sinna? Ekki aldeilis. Ég hef reynt að vera trúr hugsjón minni og sannfæringu. Og allir vinir mínir vita það. Og ég vona að minnsta kosti stundum hafi ég haft jákvæð áhrif á þá. Ég veit það ekki en vonandi er það. Ég hef átt trúnað manna sem hafa haft mikil völd í þjóðfélaginu og ekkert hikað við að segja þeim skoðanir mínar á þessum hlutum.“ „Einnota réttarfar“ Þú upplýsir að þú sért höfundur frægra blaðsíðna sem fóru í umferð á tímum Baugsmálsins undir nafn- inu „Einnota réttarfar“. Þú birtir þetta umtalaða bréf í bókinni. Þú gengst við því að hafa skrifað það sem hæstaréttardómari. Þú gast ekki tekið þátt í að dæma í Baugs- málum vegna liðsinnis þíns við Jón Gerald Sullenberger við undir- búning kæru. Hver var tilgangur þinn með því að skrifa þetta bréf og koma því í dreifingu? Var þetta eðlileg athöfn hæstaréttardóm- ara? Má ekki gera ráð fyrir því að flest- ir hæstaréttardóm- ararnir hafi grunað hver var höfundur bréfsins? „Vel má vera að þá hafi grunað hver höfundurinn var. Það getur vel ver- ið. Ég býst við því að flestir þeirra hafi þá verið búnir að kynnast viðhorfum mínum nægi- lega vel til þess að átta sig á að svona framganga við meðferð á dóms- valdi var óviðunandi. Bréfið hafði verið skrifað eftir að kveðnir höfðu verið upp einir fjórir til fimm dóm- ar í Baugsmálum og aðallega vísað frá dómi. Þessar ákærur höfðu verið lesnar yfir af erlendum sérfræðing- um og þeir höfðu ekkert athugavert séð við þær heldur. Meðferð dóm- stólsins stóðst ekki lög og þess vegna kallaði ég þetta „Einnota réttarfar“. Ef ákæra er þannig úr garði gerð að sakborningur veit ekki fyr- ir hvað hann er ákærður, þá á að vísa henni frá dómi.“ Heldur þú að öðruvísi hefði verið dæmt í þessum Baugsmálum nú? „Það er engin spurning um það. Það sjáum við þegar við skoðum þau mál sem nú eru fyrir dómi. Auð- vitað hafa verjendur svonefndra útrásarvíkinga reynt að krefjast frá- vísunar ákæruliða frá dómi. Ég held ég geti sagt að við höfum engin dæmi um það nú að orðið hafi ver- ið við slíkri kröfu um frávísun, jafn- vel þótt um hafi verið að ræða ríkari ástæður til þess en um var að ræða í sumum þessara Baugsmála.“ Skortur á hlutlægni Ertu að segja að þrátt fyrir lög og regl- ur og þá hlut- lægni sem á að vera Eimreiðarhópurinn „Reyndar var hópur okkar svo laus við samheldni að með tímanum kvarnaðist úr honum, meðal annars vegna skorts á henni ... Þorsteinn Pálsson hætti að mæta þegar Davíð Oddsson skákaði honum í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum.“ Misnotkun fjölmiðla „Hann (Magn- ús Thoroddsen) hreinlega lenti í því að atvinnumaður í misnotkun fjölmiðla, sem nú gegnir embætti forseta Íslands, notaði málið kunnáttusamlega til að slá sjálfan sig til riddara ...“ Davíð Oddsson „Við vorum þess vegna andvígir ríkisforsjá og skattheimtu. Við vor- um auðvitað andvígir hvers kyns misnotkun opinbers valds og spillingu.“ Óvægin gagnrýni Sjaldan eða aldrei hefur Hæstiréttur Íslands sætt jafn harðri gagnrýni opinberlega og frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.