Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Síða 20
20 Fréttir Helgarblað 10.–13. október 2014 aðall Hæstaréttar hafi einhver tíðar- andi seytlað inn í réttinn? „Já, ég er að segja það. Það eru áhrif sem ekki eiga að vera í dóm- stólnum sem valda þessu. Ég hef líka vakið athygli á nánast ómennsku starfsálagi þar innan veggja þannig að við verðum að meta þetta af sann- girni. En það er enginn vafi í mín- um huga að dómstóllinn hefur ekki staðið sig í því að verjast einhverjum bylgjum sem verða greindar í um- hverfinu. Áður en hrunið varð áttum við okkar hetjur, viðskiptajöfra sem voru að leggja heiminn að fótum sér. Svo var verið að rannsaka þá og ákæra og Baugsmálin voru dæmi um það. Þá var eins og stemningin hjá þjóðinni hafi verið höll á móti því að stoppa þessa snillinga af. Dómstóll- inn var held ég undir slíkum áhrif- um. Ég veit ekkert af hverju. Síðan hrynur allt og þá snýst þetta við. Jafn- vel svo mjög að brotinn hafi verið á þeim réttur í sumum tilvikum. Þeir eiga að njóta réttar sem sakborn- ingar og ég fer yfir það í bókinni.“ Vafðist ekkert fyrir þér að birta þetta bréf? Var siðlegt að gera það nafn- laust sem hæstaréttardómari? „Það var heilmikið sem leitaði á huga minn. Ég reyni að lýsa þessu í bókinni. Ástandið er því miður þannig hér á Íslandi að það er eins og enginn sem hefur þekkingu á lögfræðilegum efnum þori að halla á Hæstarétt Íslands svo nauðsyn- legt sem það er að gagnrýna hann á málefnalegan hátt. Ég þori það. Hins vegar átta ég mig á því að þegar ég sit sjálfur sem dómari er ekki við hæfi að ég stígi fram og setji fram efnis- lega gagnrýni á dóma sem félagar mínir hafa kveðið upp. Ég valdi þann kostinn að skrifa nafnlaust um þetta. Mér fannst það nauðsynlegt því það gerði það enginn annar. Það er allt fullt af nafnlausum skrifum um alla mögulega hluti í nútímanum. Það varð uppi fótur og fit vegna þessa. Af hverju ætli það hafi verið? Það er vegna þess að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Menn kunnu ekki efnisleg svör við því sem stóð þarna. Menn fóru ekki í það að rökstyðja hvað væri efnislega rangt í bréfinu heldur fór allt púðrið í að komast að því hver hefði skrifað þetta. Ég geri svo sem ekki lítið úr því. En það var miklu alvarlegra mál ef æðsti dóm- stóll þjóðarinnar var að fara ranglega með vald sitt á þann hátt sem lýst var í bréfinu. Enginn hafði áhuga á því.“ Ráðgjöf í kyrrþey Icesave varð eitthvert mesta pólitíska átakamálið eftirhrunsáranna. Í bók- inni kemur fram að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafði sambandi við þig nokkrum vikum eftir hrun og leitaði ráða hjá þér. Þú varst þá starfandi hæstaréttardóm- ari. „Ég sendi Geir tölvupóst. Ég hef það dagsett og tímasett í nóvem- ber 2008. Hann hringdi og bað mig um þau meginviðhorf sem höfðu komið fram í samtali okkar. Ég sá að hann virtist vera á þeirri skoðun sem ég hafði lýst þá um kvöldið og næsta kvöld þar á eftir. En síðan birt- ist hann eftir það og sagði eitthvað allt annað. Það sem ég vil segja um þetta er að Bretarog Hollendingar áttu í deilum við okkur um það hvort íslenski ríkissjóðurinn bæri ábyrgð á þessum skuldbindingum. Þeir máttu halda því fram. Við héldum því fram að svo væri ekki. Þetta er dæmigerð- ur réttarágreiningur. Við látum ekki beita okkur þvingunum. Við getum ekki axlað skuldbindingar sem við sjálf teljum óréttmætar. Ég sagði: Rísum upp. Segjum þetta í heyranda hljóði. Við munum ekki borga fyrr en dómstóll sem fer með vald til að dæma hefur dæmt okkur til þess. Þeir geta ekki ver- ið á móti þessari afstöðu þvi öll rík- in aðhyllast réttarríkið þar sem gert er út um réttarágreining fyrir þess- um stofnunum sem við köllum dóm- stóla.“ Svo var gerður samningur kennd- ur við Buchheit, og þann samning studdi forysta Sjálfstæðisflokksins, meira en tveir þriðju hlutar þingsins en sá samningur var felldur í þjóðar- atkvæðagreiðslu með 60 prósentum gegn fjörutíu. Hefðir þú samþykkt þann samning? „Nei, nei. Ég segi frá því í bók- inni að ég stóð að því, án þess að láta nafns míns getið, að skrifa stuttar greinar í blöð meðan á þessari kosn- ingabaráttu stóð ásamt um tíu nafn- greindum lögfræðingum; Reimari Péturssyni, Brynjari Níelssyni, Björg- vin Þorsteinssyni, Sveini Snorrasyni og fleirum. Ég tók þátt í að semja þetta. Þeir vissu það reyndar ekki allir. Ég er svo mikill einfeldning- ur að ég segi bara frá hlutunum eins og þeir gerðust. Ég vil ekki gera neitt annað. Það var útlit um tíma fyrir að þjóðin myndi samþykkja þenn- an samning en það fór á annan veg. Ég tel að það hafi verið rétt afstaða hjá þjóðinni að hafna þessu. Ég segi frá því í bókinni að sennilega hafi ég aldrei átt jafn erfitt með að halda mig frá umræðu um þjóðfélagsmál eins og þegar þessi Icesavemál voru til meðferðar.“ Skylmingar við forsetann Á einum stað kallar þú Ólaf Ragn- ar Grímsson forseta „atvinnumann í misnotkun fjölmiðla“. Þetta kemur fram í tengslum við vörn þína fyrir Magnús Thoroddsen, þáverandi for- seta Hæstaréttar, sem uppvís varð að því að hafa tekið út mikið af áfengi á kostnaðarverði svo sem heimilt var fyrir handhafa forsetavalds. Þú tókst að þér að verja hann í dómsöl- um. Slærð því nánast föstu að málið hafi verið runnið undan rifjum Ólafs Ragnars Grímssonar sem var fjár- málaráðherra á þessum tíma. „Ég vék líka sæti sem formaður yf- irkjörstjórnar í forsetakosningunum 1996 á þeim grundvelli að ég hefði átt í átökum við hann. Mér fannst framganga hans í þeim málum slík að ég taldi ekki sanngjarnt að ég sæti þarna sem formaður yfirkjörstjórn- ar. Ég treysti mér svo sem alveg til að leysa þau störf af hendi á hlutlægan hátt. En ég gat ekki séð að þessi staða væri eðlileg. Ég var margoft búinn að fjalla um Ólaf Ragnar og embættis- feril hans opinberlega. Svo hélt Sig- urður G. Guðjónsson lögfræðingur því fram að ég væri að reyna að skaða Ólaf. Ég held reyndar að hann hafi fengið talsvert af atkvæðum út á það eitt að ég skyldi víkja sæti.“ Valdið ver vígi sín Kanntu því vel að vera farinn úr Hæstarétti og geta tjáð þig frjálst og tekið þátt í þjóðfélagsumræðu? „Frá því ég var ungur lögfræðing- ur hef ég haft mikinn áhuga á því að þessar stofnanir geti virkað eins og þær eiga að virka. Það er svo fal- legt að hafa dómstól þar sem menn eru bara í því að beita réttarheimild- um á ágreining milli manna. Það að stíga inn og taka geðþóttaákvarðanir gerir þetta að algerri andhverfu þess sem það á að vera. Ég hef haft áhuga á þessu alla mína tíð. Ég skrifaði bók- ina „Deilt á dómarana“. Ég vil aðeins að menn vinni þetta hlutlægt. Þarna sitja menn sem eru tilbúnir til þess að taka þátt í einhverju valdatafli. Hugsaðu þér að til er réttarfarsnefnd sem á að fjalla um dómstóla og semja frumvörp sem snúa að dómsýslunni og réttarfarinu. Og þessi nefnd er árum og áratugum saman nær ein- göngu skipuð hæstaréttardómurum. Eiga hæstaréttardómarar að semja lagafrumvörp um eigin verklagshætti þar sem reynir á hvort lög standist eða ekki? Auðvitað ekki. Þetta er svo þýðingarmikið fyrir þá til að viðhalda þessum völdum. Þeir urðu til dæm- is brjálaðir þegar Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra skip- aði þrjá aðra lögfræðinga til að semja frumvarp til nýrra dómstólalaga. Hún lét ekki réttarfarsnefnd í það verkefni heldur þrjá aðra. Það var fínt hjá henni en þá urðu þeir brjálaðir.“ Þú fjallar ekkert í bókinni um úrskurð Hæstaréttar um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings. Þú komst mjög að því máli; ég sat í réttinum þegar mál- ið var flutt. „Fyrir mína parta var þetta venjulegt mál, borið upp og dæmt. Forsendurnar birtast í honum sjálf- um og ég hef engu við það að bæta. Menn gagnrýndu þetta og menn eiga rétt á því. Ég er gamall kjörstjórnar- maður og hef gætt þess að kosningar séu í lagi. Þetta var nær samdóma niðurstaða í Hæstarétti. Við eigum að hafa í heiðri að kosningar eiga að vera leynilegar. Ef menn gefa afslátt í veigamiklum kosningum eiga menn þá til dæmis að gefa sambærilegan afslátt í næstu alþingiskosningum? Má víkja frá reglunum? Til dæm- is að menn geti fylgst með því hvað næsti maður kýs? Síðan hefði mátt endurtaka kosningarnar til stjórn- lagaþings. Við vorum ekkert að fjalla um það.“ Klíkuþjóðfélag? Til skamms tíma var aðeins ein laga- deild við háskóla í landinu. Menn fengu að vita snemma að ef þeir væru ekki flokkshollir fengju þeir varla dómaraembætti, embætti sak- sóknara, sýslumanns eða verkefni hjá hinu opinbera. Og þess vegna yrðu menn að ganga í Sjálfstæðis- flokkinn, kannski Framsóknarflokk- inn ef þeir ættu að eiga framtíð. Er þetta rétt lýsing? „Ég er ekki viss um þetta. Það er reyndar ekki hægt að hengja þetta bara á Sjálfstæðisflokkinn. Margir hafa verið tengdir Framsóknar- flokknum sem lengi hafði dóms- málaráðuneytið. Gott og vel. Ég held að sé nokkuð til í því, hvernig sem að á því stendur, að það kunni að hafa verið auðveldara fyrir íhalds- menn að sækjast eftir svona störf- um. Samt er það þannig að mínu áliti að flokkapólitík skiptir eiginlega bara engu máli fyrir starfsemi dóm- stóls. Ég man varla eftir slíku inni á borði dómstóla. Kannski var stjórn- lagaþingsúrskurðurinn í pólitísku andrúmslofti. Lífsskoðanir geta haft áhrif á hvernig maður meðhöndlar dómsmál. En ég er með tillögu um hvernig skipa eigi dómara. Ráðherra á að skipa en meirihluti Alþingis þarf að samþykkkja. Ég segi meira en það. Sá sem ráðherra hefur ákveðið að skipa þarf að koma fyrir þingnefnd og frá slíkum fundi á að sjónvarpa. Af hverju? Vegna þess að við þurfum að vita hvað honum finnst um að- ferðirnar sem má beita til að komast að dómsniðurstöðu. Ég held líka að sá sem hefur þurft að sitja fyrir svör- um á þennan hátt sé líklegri til að fylgja því sem hann segir fyrir opn- um tjöldum. Sá sem sniglast inn bak- dyramegin, enginn veit einu sinni hvað hann heitir, er líklegri til að fara út af sporinu, leyfa sér geðþótta.“ Lögum þetta! Ætlar þú að halda áfram að beita þér fyrir umbótum hjá dómstólunum? „Ég ákvað það þegar ég hætti í Hæstarétti. Ég skrifaði fyrst rit- gerðina um Hæstarétt þar sem ég geri grein fyrir því sem þarf að breyta til þess að við getum eignast æðsta dómstól sem við öll verðskuldum að eignast; hlutlægan dómstól sem hef- ur ekki annað á sinni könnu en að dæma eftir ríkjandi reglum. Ég rek þar dæmi um það sem mér finnst vera að og leiðir til úrbóta. Síðan ætl- aði ég að skrifa eigin reynslusögu. Ég hef þörf til að tala mínu máli sjálf- ur. Hér er bókin. Gjörið þið svo vel. Hér er þetta allt. Mér hefur stund- um þótt ranglega fjallað um mig og kallaður erindreki einhverra. Það hefur ekki hvarflað að mér. Þegar þessi bók kemur út og ég verð tek- in í viðtöl þá segi ég: Í ritgerðinni og bókinni felst ákall um að við kom- um okkur upp betra dómskerfi og fyrst og fremst betri Hæstarétti. Við þurfum dómstól sem er hlutlaus og vinnur hlutlægt eftir reglum og rétt- arheimildum í öllum málum. Hags- muni af þessu höfum við öll, alveg sama hvort við erum íhald, komm- ar, kratar eða hvað við köllum okk- ur eða ofan í hvaða skotgröfum sem við kunnum að vera. Við eigum sam- eiginlega þessa hagsmuni. Þetta ætla ég að gera. Lögum þetta! Við getum til dæmis breytt núverandi Hæsta- rétti í millidómstig. Við þurfum að breyta aðferð við að skrifa atkvæðin í dómunum. Ég held að þarna standi tregðulögmálið á móti. Þetta verð- ur varla samþykkt. En ég er hrædd- ur um að ef breytingar eiga að verða eftir því sem nýir menn koma inn í dómskerfið taki þetta allt of langan tíma.“ n Þungar ásakanir Jón Steinar sakar Hæstarétt um baktjaldamakk Úr viðtali: Þorsteinn Davíðsson, sonur Davíðs Oddssonar, var skipaður dómari 2007 af Árna M. Mathiesen sem settur var dómsmálaráðherra tímabundið. Í bókinni sakar þú umsagnarnefndina um að hafa vísvitandi raðað Þorsteini neðarlega á hæfislista og jafnvel reyndum dómara og lögfræðingi í efsta sæti eins og til að tryggja að Þorsteinn yrði ekki skipaður. Þú sakar einnig Hæstarétt um að hafa í raun eyðilagt umsóknarferlið þegar þú sjálfur varst skipaður með því að reyna að finna umsækjanda sem gæti komið í veg fyrir skipan þína. Þetta eru býsna alvarlegar ásakanir í bókinni. Stendur þú við þær? „Já, já. Ég útskýri þetta í bókinni. Þarna voru þrír ungir menn í hópi umsækjenda sem höfðu allir tekið lögfræðipróf á sama tíma. Allir með fystu einkunn, allir höfðu unnið störf sín farsællega. Þarna var Halldór Björnsson sem ég þekki og held kannski að hann hefði verið vel að þessu kominn. Ég þekkti til Þorsteins, greindur og klár maður, sem hafði verið í kunningjahópi sona minna. Þarna er sett upp nefnd, metin eru þessir þrír ungu menn sem voru í alla staði með samb- ærilegan feril. Ef þú ert í lagi setur þú ekki tvo þeirra í fyrsta flokk og þann þriðja tveimur flokkum neðar. Á þessum tíma voru menn brjálaðir út í Davíð og töldu að hann væri eitthvað að misbeita valdi sínu. Það má ekki valda því að þeir eigi til mótvægis við meintri misbeitingu valds að raða mönnum svona. Þeir eiga bara að vinna á hlutlægum grundvelli. Þú ert meðvitaður um að hæstaréttar- dómararnir geta sjálfsagt ekki né vilja bera hönd fyrir höfuð sér gegn ásökunum þínum um að hafa ónýtt umsóknarferlið þegar þú varst skipaður hæstaréttar- dómari. Þeir gætu hugsanlega fengið einhvern til þess. Ég veit ekkert um það. Við stöndum frammi fyrir því álitaefni að þessi þýðingarmikla stofnun misfer með valdið. Þar sitja menn sem telja sig ekki geta svarað svona ásökunum eins og frá mér. Á það að valda því að ég segi ekki frá hlutunum eins og ég veit að þeir gerðust? Erum við kannski búin að koma okkur upp kerfi sem virkar þannig að þeir sem sitja innan þagnarmúrsins geti bara gert það sem þeim sýnist í trausti þess að það gagnrýnir þá enginn? Svar mitt við þessu er nei. Við þolum ekki misnotkun á svona valdi. Þetta var gróft. Það var ekkert verið að leyna þessu fyrir mér. Einn af þeim mætti tvisvar á skrifstofuna mína og hafði í hótunum við mig. Og svo framkvæmdu þeir hótunina, menn sem að áður höfðu talið mig æskilegan umsækjanda um stöðu hæstaréttar- dómara hvað eftir annað. Og veit að þeir höfðu líka samband við aðra til að sækja um, ég hef vitneskju um það þótt ég geti ekki upplýst meira um það. Þeir leituðu líka til fleiri sem ekki vildu sækja um. Við skulum sjá hver viðbrögðin verða. Vel má vera að ég hafi þá eitthvað uppi í erminni ef á það reynir.“ Dómsmorð Dómurinn yfir Baldri Guð- laugssyni fellur að mati Jóns Steinars undir skilgreininguna á dómsmorði. Hrópandinn Meðferð dóm- stólsins stóðst ekki lög og þess vegna kallaði ég þetta „einnota réttarfar“. MynD SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.