Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Qupperneq 29
Helgarblað 10.–13. október 2014 Fólk Viðtal 29
hefta mig. Ég kýs fólk sem fylgir sinni
sannfæringu og hef trú á að ætli að
láta gott af sér leiða.” Sveinbjörg varð
fljótt mjög virk í Framsóknarflokkn-
um og tók þriðja sæti á lista í Reykja-
víkurkjördæmi suður í síðustu al-
þingiskosningum. Hún er því ekki
bara borgarfulltrúi, heldur einnig
varaþingmaður og næsta mánudag
mun hún setjast í fyrsta skipti á þing.
Hafði meiri áhuga á landsmálum
„Ég hef verið pólitísk mjög lengi og
þegar ég var í lögfræðinni þá áttaði
ég mig á því að allt snerist um póli-
tík. Eftir hrun hef ég svo mikið ver-
ið að vinna í skuldamálum fyrir
einstaklinga og mér finnst ýmislegt
ábatavant í neytendagjöfinni, hvað
varðar stöðu einstaklinga gagnvart
bankastofnunum. Ég hugsaði því
með mér að ég yrði bara að komast
í þá stöðu að geta breytt þessu sjálf,“
segir Sveinbjörg og heldur áfram:
„En svo ég viðurkenni það bara þá
hef ég alltaf haft miklu meiri áhuga
á landsmálunum og stóru heildar-
myndinni. Mér hefur fundist sveitar-
félögin vera á allt öðru plani, sem ég
hafði aldrei sett mig nákvæmlega
inn í. Eftir að ég tók við þessu starfi
þá hef ég samt fundið hvað það er
krefjandi að vera í borgarstjórn. Það
er líka miklu meiri nánd við íbúana
og hraði í breytingum.“
„Hvar er kosningamaskína
Framsóknarflokksins?“
Það er óhætt að segja að Sveinbjörg
hafi á einni nóttu orðið bæði opinber
og umdeild persóna eftir að hún tók
að sér að leiða lista Framsóknar og
flugvallarvina í sveitarstjórnarkosn-
ingum í vor. En erfitt hafði gengið
að koma saman lista eftir að Óskar
Bergsson sagði sig frá oddvitasætinu.
„Ég sat á úlfalda í Marokkó þegar ég
las fréttir af því að Guðni Ágústsson
væri að fara að leiða listann. Hann
er auðvitað fyrrverandi formaður
flokksins og ráðherra og búinn að
vera lengi í pólitík. Hann er mikill
reynslubolti, en ég hugsaði með mér
að hann endurspeglaði kannski ekki
alveg þessa nýju sýn sem við vild-
um fá á flokkinn. Ég treysti auðvitað
Guðna og hef alltaf sagt það og hann
kom framboðinu á flug með þessari
umræðu. Ég ákvað engu að síður að
senda sms og sagðist vera tilbúin að
setja nafnið mitt í pottinn. Ég bauð
fram krafta mína og aðrir tóku svo
ákvörðun um framhaldið.“
Sveinbjörg viðurkennir þó að
hafa ekki verið búin að hugsa hlutina
alveg til enda. Hún var ekki búin
að kynna sér launamál eða verk-
efni borgarfulltrúa að neinu ráði,
en vissi svona nokkurn veginn út á
hvað starfið gengi. Þá var fylgi flokks-
ins ekki til að hrópa húrra fyrir. „Mér
finnst mjög gaman að taka að mér
verkefni alveg frá grunni og þetta var
mikil áskorun. Ég hefði örugglega
ekki sett nafnið mitt í pottinn ef það
hefðu verið fleiri einstaklingar til að
spila úr og ef flokkurinn hefði verið í
tíu prósentum.”
Eftir að hún hafði stigið niður
af úlfaldanum í Marokkó og odd-
vitasætið var orðið hennar, tók alvar-
an við. „Við mættum á kosningaskrif-
stofuna fyrsta daginn, eftir að við
vorum búin að koma þessum bless-
aða lista saman, og þá var enginn
mættur. Ég spurði bara: „hvar er
kosningamaskína Framsóknar-
flokksins?““ Sveinbjörg skellir upp
úr þegar hún rifjar þetta upp. „Þá var
hún víst ekki til. Það var alveg rosa-
lega mikil deyfð yfir þessu.“
Hin frægu ummæli um moskur
Það sem kom Sveinbjörgu á kortið
var þó ekki endilega þor hennar og
áhugi á því að reyna að hnoða lífi
í framboð í andarslitrunum, held-
ur voru það ummæli sem hún lét
falla í viðtali við Vísi um lóðaút-
hlutun undir mosku í Reykjavík.
En hún sagði orðrétt: „Á meðan við
erum með þjóðkirkju eigum við ekki
að úthluta lóðum undir hús eins og
moskur eða kirkjur fyrir grísku rétt-
trúnaðarkirkjuna.“ Sagði hún þessa
skoðun sína ekki vera byggða á for-
dómum, heldur reynslu, enda hefði
hún búið í Sádi-Arabíu.
Sveinbjörg hefur margoft verið
spurð út í þessi ummæli sín og þau
höfðu töluverð eftirmál, enda fór
kosningabaráttan í kjölfarið að snú-
ast meira og minna um lóðaúthlut-
anir til trúfélaga. Harðir framsóknar-
menn sögðu skilið við flokkinn og
andstæðingar múslima á Íslandi
hömpuðu Sveinbjörgu sem hetju.
Og það sem meira var, fylgi flokksins
rauk strax upp og fór svo að Fram-
sókn og flugvallarvinir náðu tveimur
mönnum inn í borgarstjórn. Eitthvað
sem engan hafði grunað nokkrum
mánuðum áður.
„Ég sé ekki eftir þessu“
Blaðamann leikur hins vegar forvitni
á að vita, nú þegar smá fjarlægð er
komin á málið, hvort Sveinbjörg sjái
á einhvern hátt eftir þessum um-
mælum, sem og fleirum sem látin
voru falla í kosningabaráttunni?
„Ég er búin að fara yfir þetta samtal
hundrað sinnum í hausnum á mér.
Ég man að ég var að sækja strákinn
minn í skólann og sat því fyrir utan
Ísaksskóla. Ég og blaðamaðurinn
spjölluðum um fullt af öðrum hlut-
um en þetta var það sem kom upp,
og það er alveg eðlilegt.“
Eftir samtalið við blaðamanninn
fór hún heim og lagði sig, því hún
var hálf lasin, en ekki niður á kosn-
ingaskrifstofu þar sem hún var vön
að eyða dögunum á þessum tíma.
Skömmu síðar vaknaði hún hins
vegar við símann, sem ætlaði aldrei
að hætta að hringja og pípa. Þá var
henni ljóst að fréttin hafði verið birt.
„Ég sé ekki eftir þessu. Það var
ekkert af þessu sem ég meinti ekki,“
segir Sveinbjörg sem viðurkennir
þó að hún hefði líklega breytt orða-
laginu eitthvað hefði hún fengið að
lesa ummæli sín yfir. „Mér finnst
að Reykjavíkurborg eigi ekki að út-
hluta ókeypis lóðum til annarra en
Þjóðkirkjunnar, á meðan við erum
með lög um Kristnisjóð,“ ítrekar hún
og vísar þar til 5. greinar laga um
Kristnisjóð þar sem segir að sveitar-
félögum sé skylt að leggja til ókeyp-
is lóðir undir kirkjur. „Ég er bara al-
mennt á móti gjafagjörningum,“
bætir Sveinbjörg við.
Viðbrögðin komu á óvart
„Ég vissi auðvitað að það yrðu við-
brögð við ummælunum, en að þau
myndu fara í þessar áttir sem þau
fóru, það hefði ekki hvarflað að mér.“
Það hvarflaði til að mynda ekki að
henni að andstæðingar múslima á
Íslandi myndu hampa henni, líkt og
þeir gerðu. „Ég bjóst nú heldur ekki
við því að múslimarnir sjálfir færu
sjálfviljugir í viðtöl þar sem þeir vitn-
uðu í ritninguna, sögðust vilja láta
höggva hendur af fólki og innleiða
sharíalög á Íslandi, sem espti þetta
upp aftur.“
Sveinbjörg bendir á að sharíalög
feli meðal annars í sér skertan erfða-
rétt kvenna og óskilgetinna barna. Þá
snúist þau einnig um stöðu karla og
kvenna inni á heimilinu.
London og París karakterlausar
Að því sögðu finnst blaðamanni ekki
úr vegi að spyrja hvaða afstöðu hún
hafi almennt til fjölmenningarsam-
félaga. „Fjölmenning á alveg rétt á
sér og er óumflýjanleg. Mér finnst
samt sem áður að við eigum að vera
stolt af okkar landi. Stolt af því að
vera Íslendingar. Fólk sækir hingað
því það vill vera með okkur, ekki af
því að það vill flytja sína heimsmynd
til okkar.“
Sveinbjörg segist sjálf hafa búið
í fjölmenningarsamfélögum, til að
mynda í Frakklandi, Sádi-Arabíu og
Lúxemborg og hafi kynnst því af eig-
in raun að vera útlendingur í ókunn-
ugu landi. „Ég er ekkert á móti þessu,
en ég geri þá kröfu að þeir sem koma
hingað til okkar og vilja vera Ís-
lendingar, þeir aðlagi sig okkar sið-
um og venjum. Við eigum að halda
í það sem við höfum og við eigum
að vera stolt af því. Ef við höfum sér-
stakan áhuga á að breyta því hvern-
ig við erum þá höfum við tækifæri til
þess að flytja og vera partur af öðru
stærra menningarsamfélagi.“
Sjálfri finnst Sveinbjörgu meira
gaman að heimsækja borgir og bæi
þar sem hún upplifir raunverulega
menningu þeirra landa sem hún er
að heimsækja. Ekki borgir eins og
London og París sem henni þyk-
ir hálf karakterlausar. „Viljum við að
Reykjavík verði karakterlaus borg?
Eins og mér finnst þær borgir vera.“
Aðspurð segist hún þó ekki óttast að
innflytjendur komi til með að breyta
ásýnd Íslands. „Ég hef hins vegar
áhyggjur af minnimáttarkennd okk-
ar. Við eigum að að viðurkenna okk-
ar sögu, hver við erum og fyrir hvað
við stöndum. Ég hef áhyggjur af því
að við missum það.“
Finnst ekki þörf á mosku
Sveinbjörg vill taka það fram að hún
hafi í raun ekkert sérstaklega ver-
ið að spá í múslima í vor þegar hún
talaði um moskumálið. Þetta hafi
eingöngu snúist um lóðina. Eftir á
hafi hún hins vegar farið að kynna
sér málin aðeins betur. „Við þurf-
um svolítið að skoða af hverju það
er talað um uppgang múslima í ná-
grannalöndum okkar. Hvað hefur
gerst sem hefur valdið því að þetta er
farið að ná undirtökum, sérstaklega
með tilliti til réttinda eins og kven-
frelsis sem barist hefur verið fyrir?
Mér finnst við þurfa að skoða hvern-
ig breyta hefur þurft löggjöf í öðrum
löndum til að koma í veg fyrir þau
vandamál sem upp geta komið. Við
þurfum bara að taka þessa umræðu,“
segir Sveinbjörg og heldur áfram.
„Samkvæmt stjórnarskrá þá erum
við með okkar kirkjur og mér finnst
að það þurfi ekkert að reisa hérna
mosku. Það eru hérna tvö bæna-
hús,“ segir Sveinbjörg og vísar þar til
bænahúss Félags múslima á Íslandi
í Ármúla og bænahúss Menningar-
seturs múslima í Ýmishúsinu við
Skógarhlíð. „Það virðist vera þannig
að þegar moskur rísa þá er farið að
tala um þessi undirtök. Hvernig sam-
félag ætlum við að sjá þá? Það getur
vel verið að þá verði Ísland breytt og
við verðum búin að gefa eftir okkar
gildi og þetta verður allt orðið flatt.
Þá er mitt einkenni sem Íslendingur
ekki lengur niðurnjörvað.”
Lifir ekki lífinu til að allir elski hana
En hvernig líður henni með að vera
allt í einu orðin ein umdeildasta kon-
an í íslenskri pólitík? „Ég vissi alveg
að ef þetta myndi ganga upp þá yrði
ég opinber persóna. Ég var búin að
tala við börnin mín og stjúpbörnin
mín. Sagði þeim að ef einhver talaði
illa um mig þá þyrftu þau ekki að
verja mig. Að þau þyrftu ekki að hafa
sömu skoðanir og ég, bara aldrei. Ég
er ekkert sár þó að fólki finnist ég ekki
æðisleg eða frábær. Ég er ekki að lifa
þessu lífi til þess að allir elski mig.
Það skiptir mig bara máli að þeir sem
standa mér næst finnist ég standa mig
gagnvart þeim, hitt er bara aukaat-
riði.” Sveinbjörg segist bara vera hún
sjálf og koma til dyranna eins og hún
er klædd. Hún ætli ekki að breyta því
hvernig hún hagar sér eða kemur fram
þótt hún sé orðin opinber persóna.
Gengur oft með slæðu
Þegar við erum komin inn á þessa
braut þá finnst blaðamanni viðeig-
andi að rifja upp myndband sem
birtist nýlega á samfélagsmiðlum og
tekið var upp þegar Sveinbjörg kíkti
við í gleðskap hjá stjórnmála- og
hagfræðinemum ásamt þeim Guð-
finnu Jóhönnu Guðmundsdóttur
borgarfulltrúa og Vigdísi Hauks-
dóttur þingmanni. Guðfinna gant-
aðist með að Sveinbjörg væri konan
sem væri á móti moskum í Reykjavík.
Hún spilaði með og sveipaði slæðu
um höfuð sér. Aðspurð segist Svein-
björg hafa verið bláedrú þetta kvöld,
enda smakki hún varla áfengi, og
hún sjái ekki eftir að hafa tekið þátt
í gríninu.
„Ég reyndar set trefilinn oft svona
á mig og það var rigning þetta kvöld.
Þetta var engin vanvirðing gagn-
vart múslimum, þetta er bara eins
og múslimar eru. Ég hef mjög beitt-
an húmor og ég hef oft sagt að ég ætti
bara að fara að ganga með slæðu.
Nunnur ganga með slæðu, það eru
ekki bara múslimar,” segir Svein-
björg.
Með hælaskó í veskinu
Þrátt fyrir að hafa ekki ætlað að
breyta sér neitt þá viðurkennir hún
að hafa þurft að gera smávægilegar
breytingar á venjum sínum eftir
að hún hellti sér út í pólitíkina. „Ég
ætlaði til dæmis aldrei að mála mig
nema þegar ég þyrfti þess og ég ætl-
aði ekki að fara að ganga í háum hæl-
um heldur.“ Í þeim töluðu orðum
teygir Sveinbjörg sig skyndilega í átt
að töskunni sinni. „Ég geng sko með
háhælaða skó núna í tösku,“ seg-
ir hún og dregur upp svarta hæla-
skó sem hún sýnir blaðamanni. „Ég
myndi helst vilja vera í lopapeysu
og joggingbuxum í vinnunni og það
er kannski það sem ég hef þurft að
breyta. Annars fannst mér ég reynd-
ar oft koma bara vel út ómáluð í við-
tölum,“ segir hún og skellir upp úr.
„Þetta er helst það sem fólk vill að
maður breyti.“
Vill hvorki ráðgjafa né stílista
Þá segist Sveinbjörg ekki almenni-
lega gera sér grein fyrir því hvað
fólk ætlist til af henni eða hvern-
ig framkoma er pólitískt rétt. „Á ég
alltaf að vera með svuntu í eldhús-
inu eða láta taka myndir af mér með
börnunum mínum? Láta birtast af
mér einhverja ljúfa og góða mynd,
og ég er sosum alveg þannig. En ég
er bara ég. Ég er stundum ofboðs-
lega ofvirk og stundum löt. Stund-
um nenni ég varla fram úr á morgn-
ana, stundum sef ég lítið og stundum
mikið. Ég vil ekki þurfa að lifa í ein-
hverri flatneskju. Þegar sá tími kem-
ur að mér finnst ég þurfa á stílista
að halda eða ráðgjafa sem segir mér
hvernig ég á að orða hlutina þá held
ég að tími minn í pólitík sé búinn.“
Náðu ekki tíu árum
Sveinbjörg er fædd árið 1973 og því
41 árs. Hún á þrjú börn á aldrin-
„Ég er
ekkert
sár þó að fólki
finnist ég
ekki æðisleg
eða frábær
„Þegar sá tími kemur að
mér finnst ég þurfa á
stílista að halda eða ráðgjafa
sem segir mér hvernig ég á
að orða hlutina þá held ég að
tími minn í pólitík sé búinn