Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Page 30
Helgarblað 10.–13. október 201430 Fólk Viðtal
um 10 til 16 ára með fyrrverandi eig-
inmanni sínum, Hauki Alberti Eyj-
ólfssyni. Þau voru bekkjarfélagar í
Verslunarskólanum en urðu ekki par
fyrr en þau unnu saman hjá Atlanta í
Sádi-Arabíu. Þau voru gift í sjö ár, en
saman í fimmtán.
„Við giftum okkur við mjög lát-
lausa athöfn í kirkju og það var
engin veisla. Við áttum engan pen-
ing á þessum tíma og komin með
tvö börn. Ég sagði við Hauk að það
væri ekkert mál að ganga upp að alt-
arinu og segja já, en ef við héldum
þetta út í tíu ár þá myndum við halda
svaka veislu. En okkur tókst það ekki
og það var aldrei nein veisla,“ seg-
ir Sveinbjörg og hlær, en þau skildu
árið 2009. Haukur býr með núver-
andi eiginkonu sinni í Sádi-Arab-
íu og Sveinbjörg segir það stundum
erfitt, enda geti börnin ekki dvalið
reglulega hjá honum.
Tekur á kærastann
Hún er þó ekki akveg ein á báti og
hefur átt kærasta um tíma. Sá heppni
heitir Gissur Bergsteinsson og að-
spurð segist Sveinbjörg vera rosalega
ástfangin af honum, en þau búa þó
ekki saman.
Það fór ekki mikið fyrir Gissuri í
kosningabaráttunni og blaðamaður
minnist þess ekki að hafa séð hann á
neinum myndum með Sveinbjörgu.
„Hann er mjög óopinber persóna og
við erum alveg eins og svart og hvítt.
Það að ég sé opinber persóna tekur
miklu meira á hann heldur en mig og
hann vill ekki vera hluti af þessu. Ég
bara virði það.“ Þrátt fyrir að Svein-
björg og Gissur búi ekki saman þá
er hún mikið heima hjá honum og
börnin hennar líka, enda býr hún
sjálf mjög þröngt. Hún hefur staðið
oft í flutningum á síðustu árum, en á
von á því að komast í framtíðarhús-
næði á næstu vikum.
„Ég hef svo mikinn netsjarma“
„Ég er svo heppin með Gissur. Hann
er svo ógeðslega klár og andlega
örvandi. Okkur leiðist held ég aldrei
saman. Við höfum hins vegar ekki
alveg verið tilbúin að fara að búa
saman, enda allir krakkarnir orðn-
ir vanir fyrirkomulaginu eins og
það er,” segir Sveinbjörg, en Gissur
á einnig þrjú börn frá fyrra hjóna-
bandi. En hvernig kynntust þau?
„Við kynntumst á Einkamál.is,“ segir
Sveinbjörg kímin. „Ég hef svo mik-
inn netsjarma,“ bætir hún við og
tekur bakföll af hlátri. „Þetta var ást
við fyrsta orð. Hann á þessa setn-
ingu reyndar en ég ætla bara að stela
henni.“ Hún segir þau ekki geta not-
að setninguna „ást við fyrstu sýn“
enda hafi þau talað saman á netinu
í nokkra mánuði áður en þau hittust
í fyrsta skipti. „Við vorum orðin alveg
ofboðslega ástfangin, en við vissum
ekkert um hvort annað, nema að við
töluðum bæði ógeðslega mikið.“
Syndir ekki í seðlum
Sveinbjörg segist ekki bara vera
heppin með kærastann heldur líka
með börnin sín, hvað þau hafa ver-
ið sveigjanleg og átt auðvelt með að
vera á þvælingi með mömmu sinni.
Hún bendir blaðamanni á mynd af
börnunum sem hangir á vegg á skrif-
stofunni og telur upp hvaða skóla
þau sækja og tómstundir þau iðka.
Það er nokkuð ljóst að að hún er að
springa úr stolti af þeim.
Áður en blaðamaður veit af er
Sveinbjörg staðin upp frá skrif-
borðinu og farin að gramsa í stórum
kistli sem stendur á gólfinu. „Þetta
er gullkistillinn minn sem ég keypti
í Pakistan,“ segir hún og dregur á
sama tíma upp tvö myndaalbúm.
„Hérna geymi ég öll gullin mín, göm-
ul jólakort og svona, en þetta er nú
bara hér því ég hef ekki pláss heima
hjá mér,“ segir hún og hlær innilega.
Svo sest hún aftur við skrifborðið og
flettir með blaðamanni í gegnum
albúmin sem innihalda fleiri myndir
af börnunum.
Myndirnar bera það með sér
að fjölskyldan hafi ferðast víða og
Sveinbjörg segir svo vera. „Við höfum
verið heppin með að hafa getað það,
en á móti kemur að ég hef til dæm-
is ekki enn þá keypt mér sófasett. Ég
á ekki flatskjá, en ég keypti mér samt
í fyrsta skipti borðstofuborð núna í
vor. Við höfum frekar viljað fjárfesta
í minningum með börnunum og
ferðast eins og efni hafa leyft hverju
sinni. Mig langar alveg að eiga fallegt
heimili og dúllerí, en það er alltaf
nóg af dýnum til heima hjá mér og
það gista oft mjög margir.“
Sveinbjörg segir þó marga hafa þá
mynd af henni að hún búi ríkmann-
lega og syndi í seðlum, en ástæð-
an sé líklega sú að hún sé lögmað-
ur. Hún segist þó alltaf hafa þurft að
hafa vinnutíma sinn sveigjanlegan til
að geta sinnt börnunum sem skyldi,
vegna þess að maðurinn fyrrverandi
býr svo fjarri. „Þegar maður er sjálf-
stætt starfandi þá kostar líka bara að
taka sér frí, þá fellur innkoman niður
á meðan,“ útskýrir hún.
Alltaf fullt hús af börnum
Sveinbjörg hefði gjarnan viljað eign-
ast fleiri börn og íhugar að gerast
stuðningsforeldri. „Sú löngun hefur
aukist eftir að ég fór að setja mig inn í
velferðarmálin í Reykjavík. Ástandið
er skelfilegt. Mér finnst ég verða að
gera eitthvað til að létta undir og ég
tel mig hafa eitthvað fram að færa. Ég
hef mjög gaman af börnum og þó ég
búi þröngt þá er oft fullt hús af börn-
um hjá mér, sem jafnvel gista. Það
eru allir alltaf velkomnir inn á mitt
heimili. Vinkonum dóttur minnar,
sem er 16 ára, finnst til dæmis mjög
gaman að koma í heimsókn og tala
við mig,“ segir hún hlæjandi, en það
fer ekki á milli mála að hún er mjög
hláturmild kona.
Ofkeyrði sig og grét stanslaust
Sveinbjörg segist hafa fengið jákvæðni
í vöggugjöf og hún eigi því auðvelt
með að sjá jákvæðar hliðar á erfið-
leikum sem hún tekst á við. Hún lítur
á erfiðleika í lífinu sem áskoranir. En
hefur hún þá aldrei upplifað aðstæður
sem henni fannst hún ekki ráða við?
„Það gerðist reyndar í desember
árið 2006 að ég vann eiginlega yfir
mig. Ég var komin með þrjú börn og
að reka fyrirtæki sem ég var búin að
selja, en var þó framkvæmdastjóri
yfir því. Ég var búin að vera að vinna
eins og brjálæðingur og það liðu
tvær, þrjár vikur í nóvember þar sem
ég sá börnin mín aldrei vakandi. Í
desember ákvað ég að vera alltaf
komin heim klukkan fimm á daginn,
en það gekk ekki. 21. desember hafði
ég ekki verið heima hjá mér eitt
kvöld. Það kvöld tók tók ég eitt erfitt
símtal en í miðju símtali gjörsamlega
þyrmdi yfir mig og ég fór að gráta. Ég
grét og grét og gat ekki hætt að gráta
þannig ég fór upp á spítala þar sem
ég talaði við sálfræðing.“ Sveinbjörgu
var tjáð að hún þjáðist af ofþreytu og
að hún þyrfti að taka sér hvíld.
„Þetta fékk mig til að fara í al-
gjöra endurskoðun á sjálfri mér og
fór í mikla innri vinnu. Ég hætti í
vinnunni, tók mér fjögurra mánaða
frí og flutti í kjölfarið til Lúxem-
borgar.“
Sveinbjörg segist hafa dreg-
ið þann lærdóm af ofkeyrslunni að
þekkja sín takmörk. En hún á það
engu að síður enn þá til að taka að
sér of mikið af verkefnum. „Eins og
núna. Nú þarf ég aðeins að fara að
draga úr einhvers staðar. Ég get til
dæmis eiginlega ekki bæði verið á
þingi og sem borgarfulltrúi á sama
tíma, en þá kemur bara inn fyrir mig
varamaður í borginni.“
Var feiminn einfari
Út á við virkar Sveinbjörg frekar of-
virk týpa, en þegar blaðamaður
ber það upp á hana segist hún vera
frekar róleg og yfirveguð heima hjá
sér. „Mér líður best þegar ég er að
lesa góða bók eða tala við krakkana.
Ég stressa mig til dæmis ekki mik-
ið á því að taka til. Ég er haldin ryk-
blindu.“ Frítímanum eyðir hún að
mestu leyti með fjölskyldunni, og
þar til síðasta vor æfði hún blak en
útilokar ekki að taka það upp aftur,
þegar tími gefst.
Sveinbjörg er fædd í Reykjavík en
fluttist þriggja ára vestur á Ísafjörð og
bjó þar til níu ára aldurs. Hún segist
hafa verið mjög rólegt barn og feim-
ið og hálfgerður einfari. Það var ekki
fyrr en hún flutti aftur til Reykjavíkur
og hóf nám í Álftamýrarskóla, að það
breyttist. Þar kynnti einn kennar-
anna hana fyrir ræðumennsku og
þá opnaðist nýr heimur fyrir Svein-
björgu. „Ég fór að átta mig á því að
fólk hefði áhuga á því sem ég var að
hugsa og ég gæti því kannski talað
meira. Fram að gaggó þá talaði ég
eiginlega rosalega lítið.“
Út frá ræðumennsku þá hellti
hún sér út í félagsmál og hefur varla
stoppað síðan. Hún segist þó ekki
hafa stundað félagslífið mikið í laga-
deildinni og aðeins mætt í tvo kokk-
teila. Að vísu var hún í fullri vinnu hjá
Atlanta með náminu fyrstu tvö árin,
tók sólóflugmannspróf og eignaðist
svo barn, þannig það gæti hafa spil-
að inn í að hún hafði einfaldlega ekki
tíma. „Mamma hafði alltaf svo mikl-
ar áhyggjur af því að ég myndi ekki
klára lögfræðina, en ég skildi aldrei
þær áhyggjur. Ef ég byrja á einhverju
þá klára ég það,“ segir hún ákveðin.
Trúði ekki að hún hefði fallið
Það byrjaði þó ekki vel hjá Svein-
björgu í lögfræðinni og hún varð fyr-
ir hálfgerðu áfalli þegar einkunnirn-
ar komu. „Ég féll í lögfræðinni í fyrsta
skipti og þess vegna fór ég að vinna
hjá Atlanta. Ég hugsaði með mér að
annaðhvort yrði ég að fara til sjálf-
ræðings, eða fara út, því ég bara trúði
þessu ekki, að ég hefði fallið. Þetta
hafði aldrei gerst og ég skildi ekki
hvernig þetta var hægt. Ég gerði Sig-
urð Líndal að mínum erkióvini þang-
að til ég var komin inn í deildina,“
segir hún í gríni.
Sveinbjörg náði þó hinni al-
ræmdu almennu lögfræði árið eft-
ir. „Þetta er bara eitthvað sem mað-
ur þarf að læra, að falla. Eins og ég
segi alltaf, það er ekkert mál að vera
sigurvegari, ala upp sigurvegara og
kenna fólki að fagna, en að geta tekið
tapi og ósigri með reisn, það er list.“
Letin er kostur
Að lokum leikur blaðamann forvitni
á að vita hvernig Sveinbjörg myndi
lýsa sjálfri sér. Hún hikar við spurn-
inguna og hugsar sig um áður en
svarið kemur. „Ég er mjög einbeitt,
ákveðin og fylgin mér, en inn á milli
er ég rosalega löt.“ Sveinbjörg vill þó
ekki endilega meina að letin sé galli.
„Kosturinn við letina er að þú finn-
ur alltaf leiðir til að gera hlutina á
auðveldari hátt. Þess vegna kemst ég
kannski yfir að gera svona mikið. Ég
er líka mjög áhugasöm um að stytta
verkferla, en mér finnst samt gaman
að vinna,“ segir Sveinbjörg að lokum.
Áður en leiðir skilja kveður hún svo
blaðamann með þéttu faðmlagi. n
„Ég er svo
heppin
með Gissur.
Hann er svo
ógeðslega
klár og and-
lega örvandi
Heppin með
kærastann
Sveinbjörg er í
sambandi með
Gissuri Bergsteins-
syni og segir hann
mjög kláran og
andlega örvandi.
Mynd SigTryggur Ari