Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Side 37
Helgarblað 10.–13. október 2014 Skrýtið Sakamál 37 Dýrkeypt fyrsta ást Á rla einn septembermorgun 2005, í Lititz í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, settist 14 ára stúlka, Kara Borden, við tölvuna sína og loggaði sig inn á MySpace, sem þá var vinsæl samskiptasíða, og bjó til sinn eig- in aðgang. Síðuna sína gerði Kara litríka, með bleiku mynstri, og út- listaði áhugamál sín. Prófílmyndin sem hún valdi sýndi hana í bleikum toppi, brosandi með lokaðan munn – til að fela spangirnar. Kara hafði áhuga á listum, tónlist, patríum og strandferðum … og strákum, að sjálfsögðu. Kara sagðist vera 17 ára. Hávaxinn, myndarlegur strandvörður Lítið vissi Kara að draumaprinsinn myndi innan skamms guða á glugg- ann – 18 ára, hávaxinn og myndar- legur strandvörður og sundkennari, David Ludwig. David hnaut um MySpace-síðu Köru og þau ákváðu að hittast. Hvað Köru varðaði var það ást við fyrstu sýn, en David var ekki allur þar sem hann var séður. MySpace-síða Köru var dæmigerð fyrir stúlku á hennar aldri en á síðu Davids, sem lýsti sjálfum sér sem sannkristnum manni, gaf að líta myndir af honum á veiðum og mið- ur geðslegar myndir af honum að rista upp dádýr. Einnig sagði hann að hann væri „sérfræðingur í að koma sér í vandræði“. Ósáttir foreldrar David var vinsæll í hópi vina hans og Köru en foreldrar Köru voru ekki sátt við samband þeirra. For- eldrar Köru, Michael og Cathryn, voru kristið fólk og fóru reglulega í kirkju. Það var ekki endilega aldurs- munurinn á Köru og David sem fór fyrir brjóstið á þeim heldur fé- lagsskapurinn sem dóttir þeirra var komin í og þegar þau komust að því að David hafði veitt Köru áfengi var þeim nóg boðið. Michael og Cathryn bönnuðu Köru að hitta David, en gátu ekki komið í veg fyrir samskipti ungmennanna í gegnum símann. Þveröfug áhrif Því meira sem Borden-hjónin lögðu sig í líma við að halda dóttur sinni frá David því staðráðnari var hún í að viðhalda sambandinu – í reynd gerði andstaða foreldranna sam- bandið meira spennandi. Þann 12. nóvember, 2005, sagði Kara for- eldrum sínum að hún hygðist gista hjá vinkonu sinni þegar hún í raun ætlaði að gista hjá David. Klukk- an fimm morguninn keyrði David Köru heim og sagðist hún myndu senda smáskilaboð þegar hún væri kominn í herbergið sitt. David fékk engin skilaboð og um klukkustund síðar hringdi David í Köru og tíð- indin voru ekki góð; Kara hafði verið gripin glóðvolg, foreldrar hennar voru öskureiðir og faðir hennar krafðist þess að David kæmi og stæði fyrir máli sínu. Með vopn í farteskinu Um klukkan sjö þennan morgun kom David að heimili Borden-fjöl- skyldunnar, tveggja hæða húsi í botnlanga ríkmannslegs hverfis. Hann steig út úr rauðri VW Jetta- bifreið sinni, með eins konar sjó- poka á herðunum. David kom ekki tómhentur því pokinn hafði að geyma tvær byssur og veiðihníf. Michael Borden las David pistilinn og eftir klukkutíma voru þeir báðir orðnir æði örir og að lokum sagði Michael David að yfirgefa heimilið og láta Köru í friði þaðan í frá. Síðar sagði David lögreglunni að hann hefði á því andartaki ákveðið að bana foreldrum Köru. „Giftast og hefja nýtt líf“ Þegar faðir Köru sneri við David baki tók hann skammbyssu upp úr pússi sínu og skaut hann í hnakk- ann. Síðan hraðaði hann sér inn í stofu og skaut Cathryn þar sem hún sat í sófa. Eldri systir Köru, Katelyn, heyrði skothvellina og læsti sig inni á baðherbergi. David leitaði að Köru en fann hvergi og rauk því út í bíl og var að keyra á brott er hann sá hana koma hlaup- andi og grátandi niður götuna. „Hún sagði mér að hún vildi bara komast á brott, giftast og hefja nýtt líf,“ sagði David síðar. Meðan á þessu stóð hafði níu ára bróð- ir Köru hlaupið til nágranna sem höfðu samband við lögregluna. Gripin í Indíana Lýst var eftir ungmennunum og vissi lögregla ekki betur en David hefði ekki aðeins banað foreldrum Köru heldur einnig numið hana á brott. Næsta dag barst lögreglu- yfirvöldum ábending um að sést hefði til Köru í gary í Indíana-fylki. Afgreiðslumaður í matvöruverlsun hafði borið kennsl á hana er hún keypti mat fyrir um tíu dali. „Augu hennar voru rauð og þrútin. Það var auðséð að hún hafði verið að gráta,“ sagði afgreiðslumaðurinn. Lögreglan brá skjótt við og fyrr en varði voru nokkrir lögreglubílar á hælunum á David og skammt frá Indíanapolis missti hann stjórn á bílnum og hafnaði á tré. Meðsek eða fórnarlamb Enn lá ekki fyrir í huga lögreglunn- ar hvort Kara væri meðsek eða fórnarlamb mannræningja og voru turtildúfurnar því báðar handjárnaðar og færðar í varð- hald. David upplýsti þó fljótlega að Kara hefði ekki haft hugmynd um þau áform hans að fyrirkoma foreldrum hennar. Var Köru því sleppt úr haldi og send til afa síns og ömmu sem höfðu tekið systkini hennar undir sinn verndarvæng. Viku síðar stóð Kara yfir gröf for- eldra sinna. Dýrkeypt fyrsta ást David fór ekki í launkofa með ásetning sinn þennan afdrifaríka morgun: „Þetta var morð af ásetn- ingi. Ég ætlaði að skjóta þau og gerði það.“ David var reynslumikill veiðimaður og sagði við lög- regluna að hann hefði ekki þurft að miða byssunni: „Ég hitti alla jafna það sem ég skýt að.“ David fékk tvöfaldan lífstíðardóm og 60 ár að auki. Refsing Köru er hins vegar sú að þurfa að lifa með af- leiðingar fyrstu ástarinnar það sem eftir er ævinnar. n n Kara féll gjörsamlega fyrir David n Málalyktir urðu blóðugar „Þetta var morð af ásetningi. Ég ætl- aði að skjóta þau og gerði það. Yfir sig ástfangin Kara Borden gat ekki vitað hverjar yrðu afleiðingar fyrsta ástar- ævintýris hennar. David Ludwig Var veiðigarpur mikill og þaulvanur meðferð skotvopna. „Hann er að berja mig“ Kelly Ecker og George Samson giftu sig síðastliðinn laugardag. Þau voru bæði á sextusgaldri og átti Kelly barn af fyrra hjónabandi. Á brúðkaupsnóttina hringdi Kelly skelfingu lostin í neyðarlínuna og greindi neyðarvörðum frá því að eiginmaður hennar væri að beita hana miklu ofbeldi. Rifrildi mun hafa byrjað milli þeirra undir lok brúðkaupsveislunnar. „Hann er að berja mig,“ sagði Kelly við neyðar- verði. Þegar lögreglu bar að garði fundu þeir Kelly látna, en eigin- maður hennar hafði skotið hana í höfuðið. Hann hafði svo beint byssunni að sjálfum sér. Tíu ára sonur Kelly var á heimilinu sem og eldri hjón sem tengjast fjöl- skyldunni. Vildi láta drepa tengda- dóttur sína Sjötíu og eins árs kona í Banda- ríkjunum, Diana Costarakis, hef- ur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að ráða leigumorðingja til að koma tengdadóttur sinni fyrir kattarnef. Costarakis áttaði sig ekki á því, þegar hún réð leigumorðingjann til verksins, að um var að ræða óeinkennisklæddan lögreglu- mann, en lögregla hafði fengið veður af fyrirætlunum Costarakis. Að því er Huffington Post grein- ir frá bauð Costarakis lögreglu- manninum fimm þúsund dali til að klára verkið og var hún þegar búin að greiða tvö þúsund dali þegar hún var handtekin. Hún gaf óeinkennisklædda lög- reglumanninum þá skýringu að hún vildi koma tengdadóttur sinni í gröfina vegna þess að hún væri drykkfelld og afar slæm móðir. Var níu ár á dauðadeild Þroskaskertur bandarískur karl- maður, Manuel Velez, er laus úr fangelsi í Texas eftir að hafa setið á bak við lás og slá undanfarin níu ár. Velez var dæmdur til dauða fyrir að verða ársgömlum syni þáverandi unnustu sinnar að bana. Velez neitaði ávallt sök í málinu og kom síðar í ljós að hann var við vinnu í Louisiana, langt frá heimili unnustu sinnar í Texas, þegar drengurinn lést. Höf- uðhögg dró drenginn til dauða og var móðir hans einnig ákærð. Hún hlaut tíu ára fangelsisdóm gegn því að vitna gegn Velez.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.