Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Qupperneq 38
Helgarblað 10.–13. október 201438 Lífsstíll Hópfjármögnun tröll- ríður tónlistarsenunni Hljómsveitir gefa út á eigin vegum í auknum mæli og nota hópfjármögnunarsíður til stuðnings Í slenskt tónlistarfólk styðst í ríkara mæli við svokallað crowd-fund- ing eða hópfjármagn til þess að gefa út tónlist sína. Fyrirbærið virkar þannig að beðið er um fyr- irfram ákveðinn fjárstyrk frá almenn- ingi til að koma verkefni af stað. Frumlegir greiðar fyrir fé Tíminn leiðir í ljós hvort takmark- ið náist en tónlistarfólk, sem aðr- ir notendur hópfjármögnunar, bjóða oft einhvers konar skemmti- lega og persónulega þjónustu í skiptum fyrir styrki. Sem dæmi má nefna hljómsveitina Árstíðir sem bjóða hæstu styrkveitendum sín- um kvöldstund með sveitinni, stofu- tónleika, kvöldmat og ævintýraferð út á land. Þá sagði DV í vikunni frá áformum sveitarinnar Sísý Ey um að bjóða velunnurum upp á beinar útsendingar úr hljóðveri auk óraf- magnaðra einkatónleika. Eins og gefur að skilja verður þjónusta þessi oft afar frumleg til að freista tilvon- andi styrkveitenda. Tónlistin beint frá býli Blaðamaður ákvað að leita á náð- ir eins helsta poppfræðings lands- ins, Arnars Eggerts Thoroddsen (sem reyndar er búsettur í Skotlandi um tíma) og fá hans greiningu og persónulega skoðun á þessari nýju þróun íslensks tónlistarlífs. „Það er svona „community“ fíl- ingur í þessu. Þú kaupir tónlistina beint frá býli og skerð milliliðinn burt,“ segir Arnar Eggert og tek- ur fram að sér finnist þetta afar spennandi valkostur. Það sé eitthvað fallegt við að aðdáendur forkaupi verkin. Þá sé ekki verið að renna blint í sjóinn með tiheyrandi kostnaði. Arnar segir að vegna þess hve góða raun hópfjármögnun hefur gefið sé eðlilegt að sífellt fleiri bönd hoppi á vagninn. „Það tengist auðvitað allsherj- arþróun í útgáfumálum að fólk leiti að fjárhagsvænni leiðum til að gefa út. Eigin útgáfa er líka orðin miklu vandaðri en áður,“ segir Arnar og bætir við að margir tónlistarmenn séu til að mynda farnir að láta vefinn nægja til útgáfu. „Svo er bara eitt- hvað sem meikar sens við að spyrja að því fyrirfram hverjir það eru sem kaupa og gefa út þegar peningur- inn er kominn. Í stað þess að pressa þúsund vínylplötur þegar átta hund- ruð þeirra koma svo til með að enda undir rúminu hjá þér,“ segir Arnar og talar af reynslu. „Ég þurfti að láta prenta tvö þúsund eintök af bók- inni minni og svo seldust hundrað og fimmtíu, tómt vesen,“ segir hann kíminn. Ekki leið fyrir alla Spurður hvort ekki sé frekar hætt við að týnast í brimróti tónlistarbrans- ans, standandi einn að útgáfu og kynningu, segir Arnar það vissulega vera áhættu en ávinningurinn sé þó mun stærri til lengri tíma litið. „Það er vissulega betra upp á dreifingu og sölu að vera hjá stóru útgáfufyrirtæki. En á móti kemur að þú ert með mun minna listrænt vald yfir gripnum.“ Arnar segist þó hafa fullan skilning á því að eigin fjár- mögnun og útgáfa henti ekki öllum, hún geti á tíðum verið mikið bras. „Svo ekki sé talað um þau sem ætla sér að „fara alla leið“ eða slá í gegn. Ef þú vilt fara með himinskaut- um þá eru stórfyrirtækin auðvitað með tengingar og mátt til að plögga þig til andskotans.“ Talið berst að neikvæðum rödd- um í garð þeirra tónlistarmanna sem vilja feta þennan veg. Arnar segir þær raddir verða sífellt fyrirferðar- minni. „Eitthvað hef ég þó heyrt um að það að fara þessa leið sé tákn um að þú sért ekki nógu vinsæll. Þetta sé jafnvel einhver „aumingja-starf- semi“ sem er alls ekki raunin. Það væri kannski meira tákn um ræf- ilshátt að biðja stórfyrirtæki um að kaupa plötuna þína fyrirfram og hlaða henni svo óumbeðinni á all- ar tölvur og símtæki viðskiptavina,“ segir Arnar Eggert kankvís. n María Lilja Þrastardóttir maria@dv.is Listamenn Þetta tónlistarfólk safnar eða hef- ur nýlega lokið söfnun fyrir útgáfu n Kimono n Boogie Trouble n Árstíðir n Útidúr n Sísý Ey n Futuregrapher n Myrra Rós n Pétur Ben n Grúska Babúska n Low Roar n For a Minor Reflection n Nóra n Ólöf Arnalds n Helgi Valur n Moses Hightower n Adda n Íris n Rósa Guðrún Sveinsdóttir n Ýmsir (Lög Karls Ottós Runólfssonar) n Skúli Mennski n Hljómsveitin Eva n John The Houseband n Dúndurfréttir n Mafama n Ástvaldur Traustason n Agnes Löve n Fríða Friðriks n Þoka n Sigga Eyrún Jákvæð áhrif á stöðu tónlistarkvenna L ára Rúnarsdóttir, tónlistarkona og einn stofnenda Kítón, tekur í sama streng og þeir Arnar og Ísleifur. Hún segir þróunina spennandi. „Ég held að mörgu leyti að það auð- veldi tónlistarfólki að vera minna háð fyr- irtækjum. Þá magnast út möguleikarnir, þetta er hagkvæmara og öll sitja við sama borð.“ Hún segist hafa velt því talsvert fyr- ir sér hvers vegna konur virðast síður fá gefið út hjá úgáfufyrirtækjum. „Ég spurði fyrrverandi útgáfustjóra af hverju hann héldi að færri konur gæfu út. Hann gaf mér það svar að konur gefi frekar út sem sólólistamenn og slíkt væri í grunninn dýrara fyrir útgefanda þar sem kaupa þarf utanaðkomandi hljóðfæraleik. Hvort að þetta er rétt hjá honum ætla ég að láta liggja á milli hluta. En þetta er mikilvæg pæling.“ Lára segir útgáfuna þó ekki eina glerþakið sem verði á vegi tónlist- arkvenna. „Vandamálið er svo líka að kynna plöturnar og koma sér á framfæri, hvort sem það er í fjölmiðlum eða tónleikum. Þá er einmitt gott að spyrja að því hvort við sitjum við sama borð. Ég tel að minnsta kosti að þetta sé eitthvað sem þurfi að laga.“ V ið erum jákvæðir gagn- vart öllum nýjungum í tónlistarheiminum. Það eru auðvitað allir alltaf að reyna að fóta sig í þessum bransa sem er afar sveiflukenndur og við trúum því að hér sé einfaldlega orðið nýtt landslag,“ segir Ísleifur Þórhallsson, markaðs- og fram- kvæmdastjóri tónlistar- og við- burðarsviðs Senu. Hann segir að með gríðarlegri fækkun þeirra sem kaupa tónlist síðustu ár hafi skapast þrenging inni á útgáfunum sjálfum og erf- iðara sé að komast í gegnum nál- araugað þar sem síður er tekin áhætta á útgáfu óþekkts efnis. „Við hjálpum í raun færri en okkur langar til,“ segir Ísleifur og bætir við að sér sárni örlítið allt tal um að skera burtu milliliði með eigin útgáfu. „Milliliður er eitt- hvað svo gildishlaðið orð. Það eru líka listamennirnir sjálfir sem leita til okkar vegna þess að við höfum eitthvað að bjóða,“ segir Ísleifur og vísar til þeirrar aðstoðar sem Sena veitir listamönnum við að koma sér á framfæri heima og ytra. „Við virkum í raun eins og banki. Það er oft sem við þurfum að segja nei, þar sem við metum plötu ekki nógu söluvæna.“ Ís- leifur segir fyrirtækið þó oft þurft að éta slíkt mat ofan í sig eftir að listamanninum hafi tekist að selja tilætlaðan fjölda platna fyrirfram, með hópfjármögnun. Útgáfurisarnir eru jákvæðir Hvað er hóp- fjármögnun? Hópfjármögnun (e. crowd funding) er fjáröflunarleið á vefnum. Í gegnum hóp- fjármögnun geta aðilar oft unnið verk- efni sem undir öðrum kringumstæðum gæti reynst erfitt að fjármagna. Framkvæmdaaðili lýsir verkefninu og kostnaði þess á fjármögnunarvefsíðu og setur á söfnunina takmark og gefur sjálfum sér tíma til að ná því takmarki. Í stað þess að slá lán í banka býður viðkomandi almenningi að taka þátt í að fjármagna verkefnið með litlum styrkjum. Fyrir stuðninginn er styrktaraðilum svo oft boðið að njóta verkefnisins á einhvern hátt þegar og ef fjármögnun tekst. Vinsælustu hópfjár- mögnunarsíðurnar eru: n www.kickstarter.com n www.carolinafund.com n www.pledgemusic.com Tónlistarfólk finnur sér leið Íslenskt tónlistarfólk bregst nú við þrengingum í bransanum og tekur útgáfumál í sínar eigin hendur. Mynd davíð Þór Poppsérfræðingur Arnar Eggert Thoroddsen þykir hópfjármögnun hjá tón- listarmönnum spennandi valkostur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.