Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Page 42
Helgarblað 10.–13. október 201442 Sport L ettland og Ísland mætast í kvöld í undankeppni EM í knattspyrnu. Með sigri get- ur íslenska liðið haldið topp- sæti sínu í A-riðli sem yrði frábært veganesti fyrir leikinn gegn Hollendingum sem hirtu bronsið á HM í Brasilíu í sumar en sá leikur fer fram á Laugardalsvelli á mánu- dagskvöld. DV ræddi við þá Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, og Magnús Gylfason, fyrrverandi þjálfara Vals, um leikinn gegn Lettum í kvöld. Líklega sama byrjunarlið Ekki er ólíklegt að þeir Lars Lag- erbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar Íslands, stilli upp sama liði og rúllaði yfir Tyrki þann 9. september síðastliðinn, 3–0. Þá var Theódór Elmar Bjarnason í hægri bakverði og Jón Daði Böðv- arsson byrjaði í fremstu víglínu með Kolbeini Sigþórssyni. Báð- ir áttu frábæran leik og voru í hópi bestu manna vallarins. Mögulega munu þeir Heimir og Lars freistast til að láta Alfreð Finnbogason byrja leikinn í stað Jóns Daða en það verður þó að teljast ólíklegt í ljósi frammistöðu Jóns Daða gegn Tyrkj- um og þeirrar staðreyndar að Al- freð er nýstiginn upp úr meiðslum og enn að finna taktinn hjá nýju liði sínu á Spáni, Real Sociedad. Birk- ir Már Sævarsson eignaði sér stöðu hægri bakvarðar í undankeppni HM en líklegt verður að teljast að Theódór Elmar haldi hægri bak- varðarstöðunni gegn Lettum. Í aðr- ar stöður á vellinum er nánast sjálf- valið en þó skyldi enginn útiloka að Heimir og Lars hræri í byrjun- arliðinu líkt og þeir gerðu fyrir leik- inn gegn Tyrkjum. Líklegt byrjun- arlið íslenska liðsins má sjá hér til hliðar. Verða að fara varlega Lettar sitja í 99. sæti styrkleika- lista FIFA á meðan Íslendingar eru í 34. sæti. Sé litið á mun þjóð- anna á styrkleikalistanum ættu Ís- lendingar að leggja Letta að velli, eða hvað? Rúnar Kristinsson, þjálf- ari bikarmeistara KR í knattspyrnu, er því ósammála. „Mér finnst alltaf rangt að tala þannig. Menn verða að fara varlega inn í svona leik og Kýpurleikurinn í undankeppni HM hefur verið í umræðunni fyr- ir þennan leik,“ segir Rúnar og vís- ar til 1–0 taps Íslands gegn Kýpur í undankeppni HM nokkrum dög- um eftir að Íslendingar höfðu lagt Norðmenn að velli, 2–0, í fyrsta leik. „Það er ekki sjálfsagður hlutur að fara til annars lands og búast við sigri. Við erum ekki orðnir það góð- ir í fótbolta. Lettar geta auðveldlega gert okkur erfitt fyrir og þeir gera sér grein fyrir þeim árangri sem ís- lenska liðið hefur náð undanfar- in misseri.“ Magnús Gylfason tek- ur undir með Rúnari og segir að best sé að stilla öllum væntingum í hóf. Hann segir samt að íslenska liðið sé það sterkt að eðlilegt sé að gera kröfu um árangur gegn Lett- um. „Þetta gæti orðið hættuleg- ur leikur fyrir íslenska landsliðið, þegar við eigum að vinna og eig- um að stjórna leiknum. Lettarnir eru sterkir varnarlega og verða lík- lega mjög aftarlega á vellinum. Við eigum samt marga frábæra fram- herja – það er barist um stöðurnar þar – og eins er Gylfi Þór Sigurðs- son í frábæru formi þessa dagana. Þannig að ég held að við eigum að hafa þetta,“ segir Magnús. Spáir 1-0 sigri Íslands Rúnar er sammála því mati að litl- ar eða jafnvel engar breytingar verði gerðar á byrjunarliðinu frá leikn- um gegn Tyrkjum. „Jón Daði og Theódór Elmar stóðu sig frábær- lega í þeim leik. Lars er mjög klók- ur og taktískur þjálfari og það gæti vel verið að hann gerði einhverja taktíska breytingu sem lýtur þá að uppstillingu Letta. Hann er mjög klókur og gæti gert breytingar, þó að ég efist um það.“ Rúnar telur að Al- freð Finnbogason verði að gera sér að góðu að sitja á bekknum þó að hann vissulega vanti mínútur til að koma sér í leikform. Magnús reikn- ar einnig með að sama liði verði stillt upp gegn Lettum og mætti Tyrkjum. Þó sé spurning hvort Al- freð fái tækifæri í byrjunarliðinu á kostnað Jóns Daða. „Ég held að það sé enginn vafi að Theódór El- mar byrji leikinn. Eina spurningin að mínu mati er sú hvort Alfreð fái tækifæri með Kolbeini. Ég hallast samt að því að byrjunarliðið verði óbreytt frá síðasta leik og Jón Daði byrji. Hann átti það góðan leik gegn Tyrkjum. Þetta er sterkur strákur og með hann og Kolbein í framlínunni verður erfitt fyrir Lettana að verjast okkur. Ef stefnir í óefni eigum við þá Alfreð á bekknum og hann er klók- ari en allir í teignum.“ Rúnar vill ekki spá fyrir um úrslit leiksins en segist þó að sjálfsögðu vonast eft- ir góðum íslenskum sigri. Magnús spáir því að Ísland vinni 1–0. „Ef við skorum snemma gæti þetta orðið markaleikur. Ég held samt að þeir muni liggja aftarlega og við stjórna leiknum,“ segir Magnús sem býst við að sigurmarkið komi um miðjan síðari hálfleik. n „Hættulegur leikur fyrir íslenska liðið“ n Ísland mætir Lettlandi í Riga í kvöld n Ekki sjálfgefið að strákarnir okkar landi sigri Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Næstu leikir í A-riðli: Föstudagur Lettland – Ísland Holland – Kasakstan Tyrkland – Tékkland Mánudagur Kasakstan – Tékkland Ísland – Holland Lettland – Tyrkland Staðan: 1 Tékkland 1 1 0 0 2:1 3 2 Ísland 1 1 0 0 3:0 3 3 Kasakstan 1 0 1 0 0:0 1 4 Lettland 1 0 1 0 0:0 1 5 Holland 1 0 0 1 1:2 0 6 Tyrkland 1 0 0 1 0:3 0 Ósigraðir í fjórum leikjum Lettar eru sýnd veiði en ekki gefin DV fjallaði um gengi lettneska liðsins í blaði sínu síðastliðinn þriðjudag. Þar kom meðal annars fram að Lettar væru ósigraðir í síð- ustu fjórum landsleikjum sínum en í þessum leikjum hefur liðið ekki fengið á sig mark. Síðast gerði liðið markalaust jafntefli gegn Kasökum á útivelli þann 9. september í fyrsta leik sínum í undankeppni EM. Lett- um gekk herfilega í undankeppni HM þar sem þeir léku í G-riðli ásamt Bosníu, Grikklandi, Slóvak- íu, Litháen og Liechtenstein. Lettar enduðu í næstneðsta sæti riðils- ins með 8 stig; þeir unnu tvo leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu sex leikjum. Einu sigrar Letta komu á heimavelli gegn Liechtenstein og Litháen. Þá gerðu þeir jafntefli við Liechtenstein á útivelli og Slóvak- íu á heimavelli. Allir hinir leikirnir töpuðust. Liðið fékk á sig 20 mörk í undankeppninni, tvö mörk í leik að meðaltali, en skoraði 10, eitt mark í leik að meðaltali. Marian Pahars, landsliðsþjálfara Letta, virðist hafa tekist að stoppa í þau göt sem voru í varnarleiknum í undankeppni HM. Sem fyrr segir hafa Lettar haldið hreinu í síðustu fjórum leikjum sín- um; gegn Eistum, Litháum, Armen- um og Kasökum. Sóknarleikurinn hefur þó gengið álíka brösuglega og í undankeppninni því í þessum fjórum leikjum hafa Lettar aðeins skorað þrjú mörk. Miðað við þetta er ljóst að íslenska liðið þarf að sýna þolinmæði gegn lettneska liðinu. 1 22 9 820 23 10 14 17 6 Ari Freyr Emil 18 Theódór Birkir Hannes Ragnar Kolbeinn Aron Einar Jón Daði Gylfi Kári Líklegt byrjunarlið Íslands: Gæti orðið markaleikur Magnús vonast til þess að Ísland skori snemma. Lettar hættulegir„Menn verða að fara varlega inn í svona leik,“ segir Rúnar. Í frábæru formi Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í ótrúlegu formi á þessu tímabili. Vonandi nær hann að stríða varnarmönnum lettneska liðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.