Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Síða 44
Helgarblað 10.–13. október 201444 Menning
Þ
að er engum ofsögum sagt að
FIFA-tölvuleikirnir hafa fyr-
ir löngu skipað sér sess með-
al allra bestu íþróttatölvuleikja
sögunnar. Allt síðan FIFA reykspólaði
fram úr Pro Evolution-leikjunum fyrir
um það bil fjórum árum hafa leikirnir
orðið betri og betri.
Á dögunum kom FIFA 15 í versl-
anir og er óhætt að segja að
leikurinn haldi heiðri FIFA-
seríunnar á lofti.
Það skal strax tekið fram
að engar brjálæðislegar
breytingar hafa verið gerð-
ar milli leikja og er FIFA 15
í mjög stuttu máli aðeins
fínpússuð og uppfærð út-
gáfa af FIFA 14. Ýmis at-
riði hafa þó verið bætt og
eru það fyrst og fremst at-
riði sem snúa að sjálfri
spiluninni; það er til dæm-
is orðið raunverulegra að tækla, sóla
og skjóta.
FIFA 15 er raunverulegasti fót-
boltatölvuleikur sem gefinn hefur
verið út og er það ekki síst nýjustu
kynslóð leikjatölva að þakka, Playsta-
tion 4 og Xbox One. Leikurinn lítur
fáránlega vel út og loksins eru áhorf-
endur eitthvað annað en gervileg
pappaspjöld. Mikil vinna hefur ver-
ið lögð í sjálfa vellina sem spilað er
á og alla umgjörð í kringum leikina.
Þetta er nánast eins og að horfa á fót-
boltaleik í sjónvarpinu. Það vantar
bara Gumma Ben í lýsinguna.
Þó að leikurinn sé í alla staði frábær
þá er hér ekki um neina byltingar-
kennda útgáfu að ræða. Til dæm-
is hafa litlar breytingar verið gerð-
ar á öðrum þáttum leiksins sem
ekki snúa beint að sjálfri spilun-
inni. Þú getur enn byrjað ferilinn
sem ungur og efnilegur leikmað-
ur (e. player career) og bætt þig
með tímanum. Þetta er gaman í
ákveðinn tíma en verður þreytandi
og einhæft til lengdar. Ultimate
Team er á sínum stað og auðvitað
eru möguleikarnir í netspiluninni
margir og góðir. Þegar allt kemur til
alls er FIFA 15 mjög fín skemmtun,
sérstaklega ef þú hefur aðeins áhuga á
að spila með félögunum heima eða á
netinu. Breytingarnar á leiknum milli
ára eru ekki miklar og það þarf alls
ekki að vera neikvætt. FIFA-leikirnir
eru sönnun þess að góðir hlutir ger-
ast hægt. n
Góðir hlutir gerast hægt
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
FIFA 15
Spilast á: PS4, PS3, PS Vita, 3DS, PC, Xbox
360 og Xbox One
Einkun: Metacritic 81
Tölvuleikur
Lítur vel út Englandsmeistarar Manchester City eru flottir í FIFA 15. Leikurinn hefur aldrei verið flottari þó að breytingarnar milli ára séu ekki ýkja miklar.
Danskt klám og
grátandi Svíar
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í lok október
H
ver vinnur kvikmyndaverð-
laun Norðurlandaráðs í ár?
Fyrir þá sem fylgjast að jafn-
aði ekki með íþróttum geta
kvikmyndaverðlaun Norð-
urlandaráðs verið góð skemmtun. Á
þetta ekki síst við í ár, þar sem löndin
fimm tefla fram feiknasterkum
liðum og eiga sum heima í meist-
aradeild. Danir unnu þó í fyrra fyr-
ir Jagten og voru vel að því komnir.
Þó ég haldi jafnan með Finn-
um í því sem þeir taka sér fyrir
hendur verður að segjast eins og
er að þeir eru með slappara móti
í ár. Myndin Concrete Night fjall-
ar um tilvistarlegt ferðalag drengs
um Helsinki að nóttu til. Er hún afar
hæg og stundum áferðarfalleg fram-
an af, en bregst sjálfri sér undir lokin
þegar allt þarf að enda með morði og
sjálfsmorði og vinnur gegn hinu lág-
stemmda raunsæi sem svo haganlega
var búið að byggja upp.
Hross í oss er með skemmtilegri
íslenskum myndum undanfarið og
fylgir í kjölfar Djúpsins til að vera til-
nefnd fyrir Íslands hönd. Þrátt fyrir
gott gengi á kvikmyndahátíðum eru
Hrossin þó varla mjög sigurstrang-
leg, enda hafa kvikmyndaþjóðirn-
ar miklu, Danir og Svíar, skipt verð-
laununum á milli sín frá því þau voru
fyrst veitt árið 2005.
Norðmenn koma á óvart
Þó að ég hafi haft hálft ár til að melta
hana er ég enn ekki viss um hvað mér
á að finnast um Nymphomaniac Lars
Von Triers. Eins og alltaf kann hann
að spila á rétta strengi og maður hlær
og grætur á víxl, fyllist samúð eða
hryllingi eftir því sem við á. Þó hefði
vel verið hægt að sinna þessu efni
með einni mynd fremur en tveimur,
enda bætir hin mikla lengd litlu við
það sem kemur fram á fyrstu klukku-
tímunum. Eins og Trier er líkt gengur
hann alltaf aðeins of langt, átta menn
á viku hefði verið raunsærra en átta á
nóttu, en vafalaust er þetta gert til að
láta mann efast um sögumann eins
og mjög er í tísku í norrænum bók-
menntum þessa dagana. Von Trier
vann síðast árið 2009 fyrir hina um-
deildu Antichrist, en telst þó varla
sigurstranglegastur í ár.
Sú mynd sem kemur mest á óvart
er hin norska Blind. Norðmenn hafa
lengi staðið frændþjóðum sínum
langt að baki í kvikmyndagerð en eru
nú óðum að sækja í sig veðrið. Eskil
Vogt er handritshöfundur sem hér
leikstýrir sinni fyrstu mynd. Rétt eins
og er í tísku þessa dagana er ekki ljóst
hvað er skáldskapur og hvað raun-
veruleiki, en sögupersónan er blind-
ur rithöfundur sem skrifar bók um
persónur sem óðum blandast inn í líf
hennar sjálfrar.
Hugmyndaauðgin er mikil og ótrú-
legt hvað höfundur er fljótur að af-
greina hin ýmsu minni. Um tíma er
eins og maður sé staddur í klámfíkla-
mynd á borð við Shame eftir Steve
McQueen, en er síðan rifinn út úr
þeim pælingum og beint inn í Veröld
Soffíu. Einna haganlegast er hvern-
ig fjöldamorð Breiviks eru afgreidd.
Hin mikla samkennd þjóðarinnar
sem brýst út í kjölfarið verður fljót-
lega aftur að hversdagsleika, sem þó
einkennist af meiri tortryggni en áður.
Persónan getur ekki annað en sakn-
að eftirmála fjöldamorðanna, sem
er hugrökk athugasemd og margt í
úrvinnslu fjöldamorðanna minnir
reyndar á eftirmál bankahrunsins hér.
Erfitt að elska Norðmenn
(og Svía)
Norðmenn gætu hér hæglega bland-
að sér í toppslaginn og ættu ef til
vill sigurinn vísan ef ekki væri fyr-
ir feiknasterkt framlag Svía, en svo
skemmtilega vill til að báðar þessar
myndir fjalla öðrum þræði um ástar-
sambönd á milli Norðmanna og Svía.
Ruben Östlund vann í hittifyrra fyr-
ir hina umdeildu mynd Play, en hér
mætir hann til leiks með enn sterkara
verk, myndina Turist (Force Majeure).
Myndin er nánast óaðfinnanleg þegar
kemur að kvikmyndatöku, klippingu
og tónlist, og þó finnst manni sem
hér sé eitthvað á ferðinni sem mað-
ur hefur ekki séð áður. Og samt er það
söguþráðurinn sjálfur sem er áhuga-
verðastur. Östlund segist vilja taka
sjálfumgleði Norðurlandabúa háls-
taki, en hann gerir í raun meira en það
og sker inn að kviku. Rétt eins og Play
fjallaði um viðhorf til innflytjenda, þar
sem hann sallaði niður pólitískan rétt-
trúnað jafnt sem rasisma, er hér röðin
komin að samskiptum kynjanna.
Karlmenn sem fæddir eru á átt-
unda áratugnum vita ekki í hvorn
fótinn þeir eiga að stíga og eru jafn
ómögulegir í samskiptum sínum við
yngri konur og jafnöldrur. Skandin-
ava þessa skortir hugrekki og bregð-
ast þannig fjölskyldum þar sem þeir
eru þrátt fyrir allt settir í hefðbund-
in hlutverk, á meðan konurnar eiga
erfitt með að takast á við grenjandi
karlpening. Enn virðist enginn geta
átt samskipti hver við annan, þrátt
fyrir 40 ára jafnréttisbaráttu. Kannski
er það eina sem hægt er að gera að
fara upp á fjöll og öskra til að spara
sér sálfræðitímana, eða kannski er
kominn tími til að gefast upp á sam-
bandsforminu og stunda fjölást eins
og myndin gefur í skyn.
Eitt af því sem er áhugavert við nor-
rænu kvikmyndaverðlaunin er hvað
þau eru lítið pólitísk. Besta myndin er
valin án tillits til þess að allir fái eitt-
hvað, og það sama á við um leikstjóra.
Ef Thomas Vinterberg (sem hefur
unnið tvisvar á undanförnum fjórum
árum) og Ruben Östlund gera bestu
myndir Norðurlanda, þá einfaldlega
vinna þeir oftast. Hlýtur því Östlund
að teljast sigurstranglegastur í ár. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Ekki sigurstrangleg Valur Gunnarsson telur ekki líklegt að framlag Íslendinga hljóti
norrænu kvikmyndaverðlaunin í ár.
Gengur of langt Danski leik-
stjórinn Lars von Trier vann verð-
launin síðast árið 2009, nú er hann
tilnefndur fyrir Nymphomaniac.
Upprennandi
meistari Sænski
leikstjórinn Ruben
Östlund var í
aðalhlutverki
á RIFF-kvik-
myndahátíðinni á
dögunum. Hann
gæti vel hlotið
kvikmyndaverð-
laun Norðurlanda-
ráðs í ár.
„Östlund segist vilja
taka sjálfumgleði
Norðurlandabúa hálstaki.
Úr vegabréfi Sigmundar Ernis
Af amerískum
ofsaakstri
Ekki vorum við fyrr lent á al-
þjóðaflugvellinum utan við
Panamaborg að ræðismaður Ís-
lands á staðnum var búinn að
skófla okkur upp í glæsibifreiðar
sínar þrjár, gljáfægðar, rennilegar
og rándýrar. Farangurinn kæmi
síðar. Aðalatriðið væri að koma
okkur á burt. Hratt og örugglega.
Eftir engu væri að bíða. Og í sam-
ræmi við allt það ofboð fór í hönd
ein sú glannalegasta aksturs-
ferð sem ævi mín hefur kynnst;
himinhátt á öðru hundraðinu
var brunað inn að hótelinu okk-
ar við aðaltorgið sjálft. Ég hafði
á tilfinningunni að bíllinn okkar
snerti aldrei strætin sem hann
stefndi eftir, slík voru rosaköstin
sem hann tók með rykkjum og
sveigjum í átt að borginni kviku
við Kyrrahaf. Það lá við nærri að
skrokkurinn á manni þrykktist
svo rækilega inn í sætisbakið að
þar mætti um aldur og ævi lesa
bakbein manns og nýrnalag. Og
syfjulegt andlitið, sem hafði lagað
sig að ógnarlangri flugferðinni á
undan, var sem snöggvast stirðn-
að, steypt og stokki hert.
Þarna vorum við þrír fulltrúar
íslensku löggjafarsamkundunn-
ar ásamt saklausum mökum okk-
ar á leiðinni á ársþing alþjóða-
þingmannaráðsins sem að þessu
sinni var haldið þar sem Ame-
ríkubelgirnir heilsast með virkt-
um í hafinu heita. Og það vantaði
ekki móttökurnar; hinn háaldr-
aði ræðismaður Íslands í Panama
lét sem hefði hann himin hönd-
um tekið; aldrei fyrr hafði hann
tekið á móti heilli og herrans
þingnefnd frá landinu bláa – og
nú skyldi dekrað við hana alla í
krók og keng. Loksins, loksins var
hægt að nýta ákvæðið um akstur í
sjálfu ræðismannaregluverkinu –
og aka með háttvirta þingmenn á
þeim hraða sem hugnast vildi. Og
það þurfti ekki að segja ungu, vel
tenntu og vöðvastæltu ökumönn-
um karlsins það oftar en einu
sinni; af svip þeirra að dæma var
sem þeir hefðu verið bænheyrðir
af guði almáttugum og mey hans
Maríu og dýrlingum öllum; hægri
löppin stóð sem stjörf á stæltri
bensíngjöfinni – og nú var vélin
ærð sem stimplar gátu stunið.
Framan við hótelið mátti líta
þrjá náhvíta þingmenn stíga út
úr jafn mörgum bifreiðum ásamt
einhverri taugahrúgu af mökum
sínum grænum, þá loks að þessu
lauk. Eitthvert sambland af ógleði
og örvæntingu gat að lesa upp úr
andliti þessa aðkomufólks sem
gekk á að giska skjálfandi skref-
um inn í anddyri hótelsins, alls
óljóst um hvað komið hefði fyr-
ir það.
Og svona gekk þetta næstu
daga, eða öllu heldur keyrði … og
það um þverbak. Hinn háaldraði
ræðismaður, sem var í meira lagi
elskur að bifreiðum sínum öllum,
hafði í aðdraganda þessarar þing-
mannareisu okkar planlagt öku-
ferðir út um allar koppagrund-
ir þessa óvenjulega lands sem
tengir bæði álfur og úthöf.
Aldrei fyrr hef ég verið bílveik-
ur af tilhugsuninni einni að þurfa
að stíga upp í bíl að morgni dags,
eftir allar þær martraðir nætur-
innar um útafakstur og afveltur,
árekstra og örkumlan, andnauð-
ir og endalok. En ég sé ennþá
fyrir mér brosið í andliti öku-
mannanna; þetta mannaskíts-
glott sem fylgir því að þurfa ekki
lengur að fara að lögum, heldur
vera yfir þau hafin, með löggjaf-
ana aftur í.