Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Síða 45
Helgarblað 10.–13. október 2014 Menning 45 Frakkinn sem kom öllum á óvart J afnvel víðlesnustu menn- ingarvitar Íslands hváðu þegar Peter Englund, ritari sænsku Nóbels-akademíunnar, steig á svið í Stokkhólmi á fimmtu- dag og tilkynnti að Patrick Modiano hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmennt- um árið 2014. Þessi 69 ára hlédrægi rithöfundur, sem skrifar stuttar, skýr- ar en umdeildar skáldsögur um her- nám nasista, gyðingdóm, sjálfsmynd og dularfulla ranghala minnisins, er eitt frægasta nafnið í bókmennta- heimi Frakklands en lítið þekktur utan meginlands Evrópu. Tilkynningin kom Modiano sjálf- um mjög á óvart. „Ég bjóst alls ekki við þessu,“ sagði hann á blaðamanna- fundi í gær. „Það var eins og ég væri klipptur frá þessu öllu, eins og tvífari minn með sama nafn hafi unnið.“ Óþekktur í hinum enskumælandi heimi „Ég er ekkert einn um það að hlaupa út í búð þegar ný Modiano-bók kemur út, við erum líklega einhver tugir þús- unda. Hann er mjög mikils metinn og mjög þekktur,“ segir Sigurður Pálsson rithöfundur, sem bíður einmitt eftir póstsendingu frá Amazon með nýju- stu bók Nóbelskáldsins. „Hann er til dæmis mjög vel þekktur í Þýskalandi. Hann hefur ver- ið þýddur á þýsku og fleiri tungumál á meginlandinu, einnig á sænsku, sem hefur væntanlega komið sér vel. En í hinum enskumælandi heimi hefur hann lítið verið þýddur og út af því er hann lítið þekktur hér. Við erum bara í menningarheimi sem er engilsax- neskur,“ segir Sigurður. Hann viður- kennir þó að það hafi komið hon- um, eins og flestum öðrum, á óvart að Modiano skyldi hreppa hnossið í ár. Sigurður kynntist verkum Modi- anos þegar hann stundaði nám í Frakklandi í kringum 1970. „Stíll hans er ákaflega tær og einfaldur þannig að ég naut þess mjög að skilja bækurn- ar vel þó að á þeim tíma væri ég ekki orðinn alveg nógu góður í frönsku.“ Hann segir að Modiano hafi ver- ið óvenjulegur rithöfundur í bók- menntalandslagi Frakklands alveg frá því að hann skaust fram á sjón- arsviðið. „Frá upphafi var hann að skrifa bókmenntir ólíkar því sem aðr- ir ungir rithöfundar voru að gera á þeim tíma. Þessar bækur voru gjör- samlega gegn tíðarandanum, gegn því sem allir voru að skrifa, sem voru tilraunabókmenntir – þeim mun óskiljanlegri, þeim mun betra.“ Erfið barnæska Patrick Modiano er fæddur í úthverfi Parísar í júlí árið 1945, faðir hans var af ítölskum gyðingaættum en móðir- in belgísk. Foreldrarnir hittust undir hernámi nasista í París í síðari heims- styrjöldinni. Pabbi hans vann fyrir sér, og lifði bókstaflega af, með svindli og svartamarkaðsbraski. Blekkingar- leikir hinna fullorðnu spila einmitt stórt hlutverk í verkum Modianos. Í viðtali árið 2010 sagðist hann vera „afurð mykjuhaugs hernámsins, þess undarlega tíma þegar fólk sem hefði aldrei átt að hittast hittist og gat barn fyrir tilviljun.“ Hann átti erf- iða æsku, var lítið sinnt af foreldrum sínum, og missti bróður sinn úr hvít- blæði aðeins 10 ára gamlan. Í gegnum tengsl sín við rithöfund- inn Raymond Queneau fékk hann tækifæri á samning við Gallimard- bókaútgáfuna snemma á tvítugs- aldri. Fyrsta skáldsagan, La Place de l'Etoile, kom út árið 1968, þegar Pat- rick Modiano var 23 ára. Bókin fjall- ar um gyðing sem starfaði með nas- istum í stríðinu. Sagan segir að faðir Modiano hafi verið svo óánægður með bókina að hann hafi reynt að kaupa öll eintökin. Síðan þá hefur rithöfundurinn gefið út tæplega 30 skáldsögur. Þema bókanna er yfirleitt svipað: hernám nasista, gyðingdómur, sjálfsmynd og ranghalar minnisins, fólk sem þarf að blekkja og fela sitt raunverulega and- lit til að lifa af. Þekktasta bók Modianos er líklega Rue des Boutiques Obscure, en fyrir hana hlaut Modiano Goncourt-verð- launin árið 1978. Bókin fjallar um rannsóknarlögreglumann sem miss- ir minnið og þarf að hafa uppi á sjálf- um sér. Þrátt fyrir frægðina forðast Modi- ano alla athygli, er feiminn og hlé- drægur, mætir sjaldan á bókmennta- viðburði og veitir afar sjaldan viðtöl. List minninganna Í rökstuðningi sænsku akademíunn- ar segir að Modiano hljóti verðlaun- in fyrir að skapa „list minninganna, en með henni dragi hann fram hinar óskiljanlegustu örlagasögur mann- legrar tilveru og afhjúpi lífheim her- námsins“. Þá líkir akademían hon- um við annan franskan rithöfund minninganna og kallar hann Marcel Proust okkar tíma. „Þetta er maður sem hefur skrifað fjölmargar bækur sem enduróma hver í annarri. Þær fjalla um minningar, sjálfsmynd og vonir.“ Peter Englund, ritari akadem- íunnar, sagði í viðtali eftir tilkynn- inguna að hann teldi Modiano lík- legan til að slá í gegn á alheimsvísu þar sem sögur hans væru yfirleitt stuttar og aðgengilegar. Sigurður Pálsson segir í raun ekki skipta máli hvar maður byrji ef maður hafi áhuga á að kynna sér verk Modianos. „Með árunum hefur mönnum orðið ljóst að þetta er risa- vaxið heildarverk sem að hann er að búa til, bút fyrir bút, ekki stórir bút- ar í hvert skipti heldur 170 síður, það er formatið. Þessi verk hans eru öll samhangandi, þetta er eitt gígantískt heildarverk þannig að það er eigin- lega hægt að byrja hvar sem er. Ann- aðhvort heillar andrúmsloftið mann – segir manni eitthvað mikilvægt um manneskjuna sem er stöðugt að bjarga lífi sínu í ógnvekjandi í heimi – eða ekki.“ Sigurður segir að þrátt fyrir einfaldleikann séu verk Modi- anos erfið viðureignar fyrir þýðend- ur. „Það er svo nákvæm og fínleg undirmúsík í þessu.“ Engin bók eftir Modiano hefur komið út á íslensku, en Hulda Kon- ráðsdóttir vann þýðingu að bókinni Rue des Boutiques Obscure, eða Gata hinna dimmu búða, sem loka- verkefni úr BA-námi í frönsku frá Há- skóla Íslands árið 1988. Sú þýðing hefur aldrei komið út á bók. Hulda segist hafa gert einhverjar tilraunir til að fá hana útgefna á sínum tíma. Hún segir ekkert bókaforlag hafa komið að máli við sig í kjölfar frétt- anna. Mikill heiður Verðlaunin eru líklega æðsti heiður sem lifandi rithöfundi getur hlotn- ast. 210 tilnefningar bárust hinni 18 manna sænsku Nóbelsakademíu í ár. Fagaðilar hvaðanæva úr heiminum senda akademíunni tilnefningar, en fimm manna nefnd á vegum hennar velur sigurvegarann ár hvert. Verð- launaathöfnin sjálf fer fram hinn 10. desember næstkomandi, en verð- launaféð sem kemur úr arfi Alfred Nobels er 8 milljónir sænskra króna, eða um 133 milljónir íslenskra króna. Modiano er hundraðasti og sjö- undi Nóbelsverðlaunahafinn í bók- menntum, en verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti árið 1901. Í fyrra hlaut kanadíski smásagnahöfundurinn Alice Munro heiðurinn, en á síðasta áratug hafa eftirfarandi rithöfundar hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels: Mo Yan frá Kína árið 2012, Tomas Tranströmer frá Svíþjóð árið 2011, Mario Vargas Llosa frá Perú árið 2010, Herta Müller frá Þýskalandi árið 2009, J. M. G. Le Clézio frá Máritíus árið 2008, Doris Lessing frá Bretlandi árið 2007, Orhan Pamuk frá Tyrklandi árið 2006, Harold Pinter frá Bretlandi árið 2005 og Elfriede Jelinek frá Aust- urríki árið 2004. n Patrick Modiano hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2014. Skrifar um minningar, sjálfsmynd og hernám nasista Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Hver? Peter Englund, aðalritari sænsku Nóbelsakademíunnar, tilkynnir hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Mikið lesinn Patrick Modiano hefur um áratugaskeið verið einn þekktasti rithöfundur Frakklands, en ekki enn slegið í gegn í hinum enskumælandi heimi. „Það var eins og ég væri klipptur frá þesu öllu, eins og tvífari minn með sama nafni hafi unnið. „Hann er Marcel Proust okkar tíma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.