Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Page 52
52 Fólk Helgarblað 10.–13. október 2014  Jane Fonda leikkona Ég er mun meira í takt við tilfinningar mínar en þegar ég var yngri. Ég geri mér of vel grein fyrir hversu hratt tíminn líður og hversu lítið ég á eftir. Ég er búin að lifa meirihluta af lífi mínu og þá verður allt mjög verðmætt. Ég hef lært að kunna að meta það smáa í lífinu betur en þegar ég var yngri en það er sennilega vegna þess að ég veiti því meiri athygli en ég gerði. Betra að eldast heldur en ekki n 10 tilvitnanir frá frægum konum um það hvernig er að eldast M argir kvíða því að eldast. Kvíða fyrir gráu hárunum og lafandi skinni. En þeir sem ná að eldast eru yfir- leitt þakklátir því þeir vita betur og geta notið lífsins betur en þegar þeir voru yngri. Hér segja tíu nafntogaðar konur frá sinni upplif- un. n  Oprah, sjónvarps- og athafnakona Við búum í samfélagi sem dýrkar æskuna. Það er endalaust verið að segja okkur að ef við erum ekki ung, ef við geislum ekki af fegurð, ef við erum ekki æsandi, þá skiptum við engu máli. Ég neita að leyfa samfélaginu að segja mér að ég skipti ekki máli. Ég veit að aðeins með því að sættast við sjálfa þig og hvernig þú ert, getur þú farið að lifa lífinu til fulls. Við ættum að læra eitthvað mikilvægt á hverju ári. Það er svo upp á þig komið hvort þú lærir af því eða ekki.  Dolly Parton söngkona Ég mun ekki draga mig í hlé nema ég þurfi þess. Svo lengi sem ég get farið fram úr rúminu á morgnana, málað mig í framan og farið í háhæluðu skóna þá held ég áfram. Jafnvel þótt ég muni ekki geta staðið í skónum þá held ég samt áfram, ég ætla að vera eins og Mae West. Ég verð í háum hælum í hjólastólnum.  Susan Sarandon leikkona Ég væri ekki til í að verða 20 ára aftur. Ég veit svo miklu meira og mér líður einstaklega vel í eigin skinni, þótt það sé farið að lafa aðeins. Ungar stúlkur ættu ekki að kvarta yfir útlitinu, þær eru á hátindi líkam- legrar fegurðar. Þær ættu að hætta að hafa áhyggjur af því hvort lærin eru of stór og njóta lífsins. Ef þær eru ósáttar við hvernig þær líta út 25 ára, þá á lífið eftir að vera þeim mjög erfitt.  Meryl Streep leikkona Ég er fáránlega þakklát fyrir að vera á lífi. Ég á svo marga vini sem eru veikir eða fallnir frá en ég er hér enn. Ertu að djóka? Ég kvarta ekki yfir neinu.  Betty White leikkona Það besta við að vera á tíræðisaldri er að það er dekrað við þig. Allir dekra við þig og koma vel fram við þig því þú ert gamall. En þeir vita ekki að þú hefur ekkert breyst. Heilinn hefur ekkert breyst. Þú ert bara 90 ára alls staðar annars staðar. Nú þegar ég er orðin 91 árs finnst mér ég orðin mun vitrari en þegar ég var níræð. Ég er meðvitaðri og mun kynþokkafyllri.  Tina Turner söngkona Ef þú hugsar vel um þig þá er 60 ára enginn aldur fyrir konur í dag. Í heiminum í dag geturðu verið sú kona sem þig langar til að vera ... Auðvitað hef ég elst aðeins í andlitinu, en ekki nóg að ég hafi áhyggjur af því. Ég er nógu vitur til að vita að eitthvað mun gefa eftir þegar maður er að verða 70 ára.  Whoopi Goldberg, leik- og sjónvarpskona Besta ráðið við því að eldast er þetta: Hvert er valið? Þú getur valið um að deyja frekar en það er of erfitt að spá í. Ég vel frekar að komast á breytingarskeiðin. Ég er mjög glöð með það.  Sally Field leikkona Ég sé sjálfa mig í sjónvarpinu og segi: O, ég vildi að hálsinn á mér liti ekki svona út eða andlitið væri ekki svona lafandi eða augun svona bólgin … Ég vil ekki vera gömul og útkeyrð, en hvað er hægt að gera í því? Ég einbeiti mér að því að vera leikari. Það skiptir mig meira máli að fá tækifæri til að leika hlutverk sem ég hef ekki leikið áður en að hálsinn á mér líti ekki út eins og svefnherbergisgluggatjöld.  Maya Angelou rithöfundur Ég er sannfærð um að flestir fullorðnast ekki ... Við giftum okkur og þorum að eign- ast börn og segjum það að fullorðnast. Ég held að það eina sem við gerum er að verða gömul. Við berum með okkur samansafn af árum í líkama okkar og andlitum en við sjálf erum yfirleitt börn að innan, við erum saklaus og feimin líkt og lítil blóm. Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Amanda Bynes trúlofuð Leikkonan Amanda Bynes hefur staðfest að hún sé trúlofuð og eigi von á barni með 19 ára kærasta sínum Caleb. Amanda er 28 ára og býr í New York en kærastinn vinnur í fatabúð í Costa Mesa í Kaliforníu. Hún vonast til að hann geti flutt til hennar sem fyrst. Amanda virðist ekki binda bagga sína sömu hnútum og samferðamenn hennar en hún hefur hagað sér mjög undarlega að margra mati. Telja sumir að hún eigi við andlega erfiðleika að stríða en hún segir að ekkert sé að og hún vilji aðeins fá frið. Kim réð stílista fyrir dóttur sína Sögur herma að Kim Kardashian hafi ráðið stílista handa rúmlega ársgamalli dóttur sinni, North. Er ástæðan sögð vera sú að Kim vill að hún og dóttir henn- ar verði alltaf í stíl. Klæðnaður Kim er planaður marga daga fram í tímann og mun barnið nú vera klætt í stíl við móður sína. Barnið mun líka fá skó og töskur sem passa við það sem Kim er með. Kim lætur gagnrýnisraddir eins og vind um eyru þjóta og finnst krúttlegt að North sé klædd eins og hún. Borðsiðir Angelu Merkel til skammar Helmut Kohl, fyrrverandi kansl- ari Þýskalands, sagði árið 2001 að borðsiðir Angelu Merkel væru til skammar. Sagði hann hana „konu sem gæti ekki borðað almennilega með hnífi og gaffli“. Þetta kemur fram í bók sem skuggaskrifari hans er að gefa út. Í bókinni Legacy: The Kohl Protocols fer Heribert Schwan yfir árásir Helmuts á aðra heimsleiðtoga, en kanslarinn fyrr- verandi reyndi eins og hann gat að koma í veg fyrir útgáfu bókar- innar. Maðurinn er alkunnur fyr- ir sterkar skoðanir og sagði hann til dæmis að Sovétríkin hafi fallið vegna lélegrar fjárhagsstöðu en ekki vegna upprisu fólksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.