Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Síða 54
Helgarblað 10.–13. október 201454 Fólk H ópur kvenna sem eiga það sameiginlegt að vera plötu- snúðar stofnaði nýverið hags- munasamtök fyrir konur í faginu. Þær standa fyrir vikulegum viðburðum, stefna á útvarpsþátt auk þess sem þær gæta hagsmuna hver annarrar í karllægum heimi plötu- snúðsins. Blaðamaður hitti nokkrar þeirra og forvitnaðist um tilurð samtakanna. „Þetta byrjaði á Húrra. Við ætluðum að koma saman á einu kvöldi til þess að vekja athygli á öllum þeim stelp- um sem eru að spila. Það vatt svo upp á sig,“ útskýrir Anna Rakel. Samtökin, sem hafa aðeins ver- ið til í skamma stund, standa nú þegar fyrir vikulegum viðburðum á skemmtistaðnum Boston. Kvöldin kalla þær „Affair“ og eru þau gerð til þess að gefa kvenkyns plötusnúðum tækifæri til að spila opinberlega og koma sér á frekara framfæri. Í kvöld, föstudagskvöld halda þær svo risa- stórt fjáröflunarkvöld fyrir samtökin á Húrra þar sem fram koma ellefu kon- ur yfir nóttina. Konurnar eru allar sammála um að bransinn sé fremur hallur undir karla. „Þetta samt er ekki svona „stelp- ur gegn strákum“-barátta. Það er þó ekki hægt að neita því að þeir hafa sitt í hendi og hafa haft lengi. Við viljum bara fá að vera með á réttum forsend- um,“ segir Natalie og Rósa tekur í sama streng. „Þetta er ekki kynja- stríð.“ Spurðar út í launamuninn segja konurnar hann ekki svo áberandi hjá skemmtistöðunum en þar er iðu- lega fast verð. „Ég vil því sjá staðina í Reykjavík taka sig á og bóka okkur jafnt á við strákana. Skortur á tæki- færum er frekar vandamálið,“ seg- ir Natalie. Þó þekkja þær dæmi þess að konum sé mismunað í einkaverk- efnum og þeim boðin lægri greiðsla en körlunum. Þær passi því vel upp á hver aðra og þær reyndari leiðbeina þeim sem stíga sín fyrstu skref. „Þetta er svona DJ-útgáfan af saumaklúbbi,“ segir Rósa kímin og uppsker hlátur hinna. Natalie er þó ekki sammála þessari greiningu. „Ég er samt ósammála því að kalla okk- ur saumaklúbb, þetta er ekki hobbí. Oft virðist nefnilega það loða við að ef að stelpur eru að gera hlutina þá er það ekki tekið jafn alvarlega. Svona er þetta líka erlendis. Það er stórt vanda- mál með öll festivölin að konur eru bókaðar í miklu lægra hlutfalli, þær eru ekki teknar alvarlega. Hlutirn- ir hafa því miður ekki tilhneigingu til þess að breytast, nema við breytum þeim sjálfar og það er það sem við ætlum að gera núna.“ n maria@dv.is Snúa bökum saman: „Viljum sömu tækifæri“ Nýstofnuð hagsmunasamtök kvenkyns plötusnúða ætla að beita sér fyrir bættum kjörum starfssystra sinna Góður hópur: Konur geta haldið alveg jafn góð partí. Mynd siGtryGGur ari Björgólfur á von á barni Knattspyrnumaðurinn Björgólf- ur Takefusa á von á barni með kærustu sinni og lögfræðinem- anum Magneu Ólafsdóttur. Björgólfur byrjaði atvinnufer- il sinn í fótbolta árið 1998 með Þrótti og hefur spilað með öllum helstu knattspyrnuliðum Íslands síðan. Hefur hann til að mynda leikið með Vali, Fram, KR og Fylki en síðasta sumar fór hann aftur yfir til Þróttar. Þangað fór hann á lánssamningi frá Fram. Hann lék með íslenska lands- liðinu í knattspyrnu í sex ár, eða frá 2003–2009. Unnu plötu með upptöku- stjóra Lou Reed Hljómsveitin Ylja gaf nýlega frá sér þrjú ný lög af væntanlegri plötu, Commotion, sem kemur út hinn 30. október næstkom- andi. Þetta er önnur plata Ylju en sú fyrri vakti töluverða athygli og var hljómsveitin tilnefnd sem bjartasta vonin á Íslensku tón- listarverðlaununum. Samkvæmt upplýsingum frá sveitinni eru nýju lögin nokkuð frábrugðin fyrra efni en bandið hefur feng- ið til liðs við sig þau Örn Eldjárn, Magga Magg og Ingibjörgu Elsu. Þá var platan unnin í samstarfi við tónlistarmanninn og upp- tökustjórann Shahzad Ismaily en Shahzad hefur unnið með tónlistarfólki á borð við Laurie Anderson og Lou Reed, Tom Waits, Jolie Holland, Laura Veirs, Bonnie Prince Billy og Will Old- ham svo einhverjir séu nefndir. BerSt gegn fordómum steinunn Ása Þorvaldsdóttir hefur hafið störf á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur f atlað fólk á rétt á góðri vinnu. Þá á ekki að útiloka okk- ur frá samfélaginu. Við höf- um rétt á að vera með í ráð- um og ákvörðunum,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sem nýverið hóf störf á mannréttinda- skrifstofu Reykjavíkurborgar. Steinunn Ása hefur verið áber- andi í réttindabaráttu fatlaðs fólks um árabil. Steinunn, sem er einn þáttastjórnenda þáttaraðarinnar „Með okkar augum“ og forsvars- kona kaffihússins GÆS er einnig stundakennari við starfsbraut fatl- aðra í Háskóla Íslands. Hún segist þrátt fyrir miklar annir afskaplega spennt að takast á við nýtt verkefni. Ætlar að uppræta fordóma „Ég er mjög ánægð með þetta starf. Það er líka mikilvæg og góð leið til að koma í veg fyrir fordóma gagn- vart fötlunum að hafa þá með í því sem skiptir máli,“ útskýrir Steinunn og segist ekki munu líða að litið verði á fatlaða sem vandamál eða byrði á samfélaginu. Hún seg- ir jafnframt að mikilvægt sé fyrir fatlaða sem annað fólk að hafa sér fyrirmyndir sýnilegar á sem flest- um stöðum og þar sé hún sterkur kandídat. „Við erum ekki vanda- mál. Við eigum rétt á að vera með í samfélaginu. Ég tel sjálfa mig því góða fyrirmynd fyrir annað fatlað fólk.“ Steinunn hyggst nota alla sína krafta til þess að uppræta fordóma í samfélaginu hvort sem það bein- ist gegn kynþætti, trúabrögðum eða líkamlegu atgervi. „Ég er svo fordómalaus sjálf og ég reyni alltaf að stöðva annað fólk í að tala for- dómafullt þegar ég heyri það,“ út- skýrir Steinunn. Heilsa og ástvinir í fyrsta sæti Líkt og kemur fram hér að ofan virðist Steinunn hafa yfirdrifið nóg fyrir stafni. Hún segist þó ekki leyfa neinu verkefni að koma í veg fyr- ir dýrmætar stundir með vinum og fjölskyldu. „Ég elska að vera upp- tekin,“ segir Steinunn og tekur fram að sér finnist lítið mál að vaða úr einu verkefninu í annað og vera á stöðugu flakki um borgina. „Ég gef mér samt alltaf tíma til að hitta fjöl- skyldu og vini. Það er mikilvægast, já og að huga að heilsunni.“ n María Lilja Þrastardóttir maria@dv.is Hvað er mannréttinda- skrifstofa Reykjavíkur? Helstu verkefni mannréttindaskrifstofu eru margs konar. Skrifstofan vinnur í nánu samstarfi við mannréttindaráð borgarinnar sem sett er kjörnum fulltrúum. Hlutverk skrifstofunnar er að fylgja eftir ákvörðunum mannréttindaráðs með því að efla sam- ráð innan borgarinnar í þeim málum sem stefnan nær til. Þá eiga þau í samvinnu við félagasamtök og önnur sveitarfélög. Mannréttindaskrifstofan hefur einnig frumkvæði að verkefnum. Þau standa jafnframt vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. Hægt er að leita til mann- réttindaskrifstofu og fá samtal við ráðgjafa sé réttur manns brotinn eða fyrir annars konar aðstoð. Best er að senda þeim póst á veffangið mannrettindi@reykjavik.is eða hringja í síma 411 4153. Baráttukona Steinunn Ása er með mörg járn í eldinum en segir þó mikilvægast að huga að ástvinum. Mynd diLjÁ ÁMundadóttir Með borgarstjóra Steinunn mun starfa með borgarstjóra að bættum mannréttindum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.