Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 14.–16. október 20144 Fréttir
Árneshreppur á
Ströndum auglýsir
Rekstraraðili óskast að Kaffi Norðurfirði
sumarið 2015. Umsóknir sendist á
arneshreppur@simnet.is og nánari
upplýsingar fást í síma 451 4001.
Leynikjallari
Sævars í Leonard
U
m 193 fermetra vantar inn
í fasteignamat á einbýlis
húsi Sævars Jónssonar,
fyrrverandi knattspyrn
umanns og stofnanda
skartgripa og úraverslunarinnar
Leonard. Samkvæmt gildandi fast
eignamati er húsið 469,9 fermetr
ar. Séu hins vegar teikningar af húsi
hans skoðaðar kemur í ljós að nær
allan tæplega tvö hundruð fermetra
kjallari hússins vantar inn í fast
eignamatið. Talsverðir fjármunir
sparast ár hvert við það að hafa
kjallarann ekki í fasteignamati en
ætla mætti að fasteignagjöld væru
ríflega hundrað þúsundum króna
hærri á ársgrundvelli ef kjallar
inn væri tekinn með í reikninginn.
Fasteignamat hússins er samkvæmt
gildandi skráningu 102 milljónir
króna.
Kjallarinn óuppfylltur í nýjum
teikningum
Fyrsta teikning hússins sem lögð
var fyrir byggingafulltrúa Garða
bæjar var samþykkt þann 24. júlí
árið 2008. Samkvæmt þeirri teikn
ingu er birt flatarmál bílakjallara og
íbúðar samtals 662,8 fermetrar, þar
af er bílakjallarinn 186,9 fermetrar.
Þann 8. september sama ár voru
hins vegar lagðar fram nýjar teikn
ingar af húsinu. Í þeim teikningum
er búið að grálita nær allan kjall
arann – fyrir utan tæknirými – og
rýmið sagt „óuppfyllt“.
Í fullri notkun
Samkvæmt fyrstu teikningum af
húsinu átti bróðurpartur kjallarans
að fara undir bílakjallara, um 125
fermetrar. Auk þessa vantar þó í nú
verandi og gildandi teikningar vín
kjallara upp á sjö fermetra, forrými
upp á tólf fermetra, fimm fermetra
bað og að lokum 28 fermetra óskil
greint herbergi. Öll þessi rými eru
ekki tekin með í fasteignamati á
húsinu. Ljóst er að kjallarinn um
ræddi er í fullri notkun, gluggatjöld
eru í óskilgreinda herberginu og bíl
um ávallt lagt í kjallarann.
Ítrekað kennitöluflakk
Húsið stendur við Mosprýði 10 í
Garðabæ og er það nýbyggt, var
reist árið 2011. Húsið er þó ekki
skráð á Sævar sjálfan heldur á eigin
konu hans en Sævar er ekki skráð
ur til heimilis á Íslandi. Lögheimili
hans er í dag í Sviss. Helsta skýringin
á þessu er að hann var persónulega
úrskurðaður gjaldþrota árið 2009. Í
því gjaldþroti missti hann hús fjöl
skyldunnar við Súlunes 16 á nauð
ungaruppboði hjá Arion banka.
Fyrirtækið sem fjölskyldan byggir
bróðurpart auðs síns á, Leonard,
skráði Sævar á eiginkonu sína. Frá
því að Sævar var úrskurðaður gjald
þrota hefur tvisvar verið skipt um
kennitölu á Leonard. Í auglýsingu
í Lögbirtingablaðinu á sínum tíma
kom fram að skuldir Leonard næmu
312 milljónum króna meðan engar
eignir voru eftir í félaginu.
Vandamálið hjá yfirvöldum
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala, leggur áherslu
á í samtali við DV að mikilvægt sé
að byggingafulltrúar sveitarfélaga
fylgist með því að réttur fjöldi fer
metra sé gefinn upp. „Auðvitað er
ábyrgðin líka hjá byggingaryfirvöld
um, að þegar hús eru tekin út að þau
séu rétt skráð miðað við það rými
sem er í notkun,“ segir Ingibjörg.
Hún bendir á að íbúðarhúsnæði geti
tekið breytingum í tímans rás og því
verði byggingafulltrúar að hafa virkt
eftirlit. „Að stærstum hluta liggur
vandamálið hjá yfirvöldum,“ segir
Ingibjörg.
Gæti átt sér eðlilegar skýringar
Ingibjörg segir að það geti átt sér
eðlilegar skýringa að fermetra vanti
í fasteignamat. „Já, ef þetta er óupp
fyllt, þá getur þetta verið hrár kjall
ari sem er óinnréttaður. Stundum
getur það verið þannig, ég veit um
dæmi þar sem kjallarar eru al
veg hráir og óeinangraðir. Það þarf
að vita hvernig ástandið er innan
dyra. Óuppfyllt rými þýðir annað
hvort að það sé fyllt með jarðefnum
eða að það sé bara hrátt og ónotað.
En í svona tilvikum þar sem um er
að ræða hús sem er svona nýtt þá
þurfa yfirvöld að taka húsið út. Þeir
hljóta að sjá hvort húsið sé öðruvísi
en raunteikningar segja til um,“ seg
ir Ingibjörg. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
n Nærri 200 fermetra vantar í fasteignamat n Vínherbergi og bílakjallari
Fimm ár fyrir
tilraun til
manndráps
Daníel Andri Kristjánsson var á
mánudagsmorgun dæmdur til 5
ára fangelsisvistar vegna tilraun
ar til manndráps. Árásin átti sér
stað aðfaranótt 5. júlí síðastliðinn
á heimili Daníels og þáverandi
unnustu hans í Grafarholti. Dan
íel Andri réðst á unnustu sína, sló
hana, hrinti henni og stakk hana
með hnífi svo hún hlaut meðal
annars stungusár á hnakka og kvið.
Gæsluvarðhald sem Daníel
Andri sætti dregst frá refsingunni
en hann var ekki viðstaddur
dómsuppsögu.
Í ákæruskjali kom fram að
Daníel Andri hafi hrint konunni
svo hún féll við, sparkað í andlit
hennar meðan hún lá og slegið
hana í andlitið. Þá stakk hana
hana þremur stungum með hnífi í
hnakka, háls og kvið.
Í ákærunni kemur fram að
konan hafi fengið djúpt sár aftan á
hnakka, stungusár á háls og djúpt
sár á kvið svo rifa kom á nýra. Þá
rifnaði vör hennar í sundur, tönn
brotnaði og hún fékk fleiðursár á
annað auga. Konan var í tvær vik
ur á spítala eftir árásina.
„Auðvitað er
ábyrgðin líka hjá
byggingaryfirvöldum, að
þegar hús eru tekin út að
þau séu rétt skráð mið-
að við það rými sem er í
notkun.
Færir út kvíarnar og
ákærður fyrir skilasvik
Fyrr á þessu ári var Sævar ákærður fyrir
skilasvik af sérstökum saksóknara. Skila-
svikin sem Sævar er ákærður fyrir snúast
um orlofshús í Flórída í Bandaríkjunum
en hann er sakaður um að hafa komið
eigninni undan áður en hann varð gjald-
þrota. Samkvæmt ákæru afsalaði hann
húsinu til svissneska félagsins ii Luxury
International AG fyrir alls tíu Bandaríkja-
dali, tæplega 1.200 krónur. Er skiptastjóri
leitaði skýringa á þessum gjörningi Sæv-
ars bar hann fyrir sig þá skýringu að um
væri að ræða skuldauppgjör við Indverja
að nafni Nand Kumar Kurup. Svo vill til
að Kurup er skráður eigandi eignarhalds-
félags verslunarinnar Galleria Reykjavík
við Laugaveg 77. Framkvæmdastjóri
Leonard upplýsti DV fyrr á þessu ári um
að búðin væri alfarið á vegum Sævars.
Glæsihýsi Glæsilegt útsýni er úr húsinu yfir Garðahraun.
Fasteignamat þess er samkvæmt núverandi skráningu
rúmlega 100 milljónir króna. Fyrir neðan stofuglugga má
sjá glugga óskilgreinda herbergisins. Mynd SiGtryGGur AriAngaði af
kannabis
Mikil kannabislykt gaus upp þegar
ökumaður, sem lögreglumenn
á Suðurnesjum höfðu stöðvað
um helgina, opnaði bifreið sína.
Sjálfur bar ökumaðurinn glögg
merki fíkniefnaneyslu og var hann
handtekinn og færður á lögreglu
stöð. Við öryggisleit á honum
fundust fíkniefni í buxnavasa hans
og sýnatökur staðfestu að hann
hefði neytt kannabisefna. Annar
ökumaður var einnig handtek
inn eftir að sýnatökur höfðu leitt í
ljós að hann hafði neytt kannabis.
Loks voru sex ökumenn kærðir
fyrir önnur brot á umferðarlögum.