Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Síða 12
Vikublað 14.–16. október 201412 Fréttir Þ að hlýtur að teljast hóflegt. Ef þessi arður er settur í sam­ hengi við samtals virði eig­ in fjár sjávarútvegsfyrirtækja geta þetta ekki talist háar arðgreiðslur,“ segir endurskoðandinn Jónas Gestur Jónasson, aðspurður um 11,8 milljarða króna arðgreiðsl­ ur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í fyrra vegna rekstrarársins 2012. Arðgreiður nærri tvöfölduðust á milli áranna 2012 og 2013 en fyrra árið námu þær 6,3 milljörðum króna. Á sama tíma greiddu sum fyrirtækin hratt niður skuldir sínar, líkt og mörg þeirra hafa raunar gert á liðnum árum. Hagnaður íslenskra útgerða nam 53 milljörðum króna í fyrra. Jónas Gestur, sem er starfsmað­ ur og einn af eigendum Deloitte, kynnti tölur um rekstur sjávarút­ vegsfyrirtækja á sérstökum sjávar­ útvegsdegi sem haldinn var í Hörpu á miðvikudaginn. Eitt af því sem Jónas Gestur sagði í viðtali við fréttastofu RÚV eftir fundinn í Hörpu var að hann teldi að lækka þyrfti veiðigjöld sjávarútvegarins. Veiðigjöld útvegar­ ins námu í heildina 12,7 milljörðum króna árin 2012 til 2013. Álögð veiðigjöld voru því að­ eins tæpum milljarði króna hærri en arðurinn sem greiddur var út úr út­ gerðarfyrirtækjum á þessum tíma. DV spurði Jónas Gest að því hvort ekki þyrfti að horfa til þess á hvaða forsendum arðurinn væri greiddur út úr útgerðarfyrirtækjunum, og þar af leiðandi hvert hann færi, áður en þeirri spurningu væri svarað hvort lækka þyrfti veiðigjöld útgerðarinnar enn frekar. Líkt og kunnugt er lækkaði ríkisstjórnin veiðigjöldin eftir að hún tók við í fyrra og námu þessi gjöld 7 milljörðum króna á fiskveiðiárinu 2013 til 2014. Skoða arðinn ekki sérstaklega Í svari frá Jónas Gesti segir hann að „nauðsynlegt“ sé fyrir þá sem fjár­ festa í sjávarútvegi að fá arð af fjár­ festingu sinni en útskýrir ekki af hverju það er nauðsynlegt: „Varðandi arðgreiðslur þá er nauðsynlegt fyrir þá sem fjárfesta í sjávarútvegi að fá arð af sinni fjárfestingu á nákvæm­ lega sama hátt og þeir sem fjárfesta í öðrum atvinnurekstri eða öðrum eignum svo sem ríkisskuldabréfum. Af arðinum greiða menn 20% fjár­ magnstekjuskatt til ríkissjóðs.“ Hann segir jafnframt að Deloitte, sem tekið hefur saman viðamikl­ ar upplýsingar um sjávarútvegsfyr­ irtæki, hafi ekki skoðað sérstaklega hvert arðgreiðslurnar fara út úr út­ gerðarfyrirtækjunum eða á hvaða forsendum arðurinn er greiddur út: „Hvert arðgreiðslurnar fara höfum við ekki skoðað sérstaklega en telj­ um þó ljóst að í einhverjum tilvikum hafi þær farið til greiða vexti og af­ borganir af skuldum vegna kaupa á eignarhlutum í viðkomandi félögum auk þess sem ljóst er að tilkoma auð­ legðarskatts jók mjög þrýsting á fyrir­ tæki að greiða arð svo eigendur gætu greitt auðlegðarskattinn.“ Skuldsettir eigendur útgerða Í sjö stærstu útgerðunum á Íslandi eru nokkrir eigendur útgerða sem eru sannarlega skuldsettir. Til dæm­ is um það má nefna stærstu eigend­ ur Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna­ eyjum, Seil ehf., sem meðal annars er í eigu Sigur geirs Brynjars Krist­ geirssonar, og eins Stillu útgerð, sem er í eigu bræðranna Guðmund­ ar og Hjálmars Kristjánssona. Seil ehf. skuldaði rúmlega 2,3 milljarða í árslok 2012 og voru eignir félagsins metnar á ríflega 4,5 milljarða. Það ár borgaði félagið til dæmis 100 milljón­ ir króna af langtímaskuldum sínum. Arðgreiðsla Vinnslustöðvarinnar fyr­ ir árið 2012 nam 1,1 milljarði króna og fékk Stilla tæpan fjórðung þeirr­ ar upphæðar en hagnaður útgerðar­ innar nam 2,3 milljörðum það ár. Seil fékk því 440 milljónir króna í arð og greiddi 100 milljónir af skuldum sín­ um. Til samanburðar fékk félagið 125 milljóna króna arð árið 2010 en átti þá að greiða 156 milljónir króna af skuldum sínum. Stilla útgerð fékk á sama tíma tæplega 290 milljóna króna arð frá Vinnslustöðinni fyrir árið 2012 en fé­ lagið skuldaði þá rúmlega 1.800 millj­ ónir króna. Í óendurskoðuðum árs­ reikningi Stillu fyrir árið 2012 kemur ekki fram hversu mikið fyrirtækið greiddi af skuldum sínum það ár en ljóst er að félagið er nokkuð skuldsett. Til samanburðar þurfti fyrirtækið að greiða 137 milljónir króna af skuldum sínum árið 2008 en tók þá við arði frá Vinnslustöðinni sem nam tæplega 89 milljónum króna. Ársreikningar Stillu útgerðar frá árunum 2009, 2010 og 2011 eru ekki aðgengilegir hjá ríkis­ skattstjóra. Ljóst er því að þessi tvö félög eru nokkuð skuldsett en með auknum hagnaði og hærri arðgreiðslum á liðn­ um tveimur árum er ljóst að eigendur Vinnslustöðvarinnar eiga auðveldara með að standa í skilum, líkt og fram kemur um Seil hér að ofan. Arðurinn beint í bankann Sumir aðrir stórir hluthafar sjávar­ útvegsfyrirtækja skulda hins vegar lítið sem ekkert. Þannig hefur eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, fengið samtals 755 milljóna króna arð frá Samherja síðastliðin tvö ár. Steinn á þriðjungshlut í Samherja. Félagið á eignir upp á 2,8 millj­ arða króna en skuldar nánast ekk­ ert – eina milljón samkvæmt árs­ reikningi félagsins fyrir árið 2012. Samanlagðar arðgreiðslur til Steins síðastliðin fimm ár nema 1.850 milljónum króna. Þannig fer arðurinn frá Samherja, sem er langstærsta sjávarútvegs­ fyrirtæki landsins, ekki í að greiða upp neinar skuldir heldur er um að ræða fjármuni sem Steinn getur átt og ávaxtað. Þorsteinn hefur hins vegar ekki tekið arðinn út úr félaginu svo miklu nemi. Samherji hagnað­ ist um 8,8 milljarða króna árið 2011 og greiddi þá út arð upp á ríflega 1,2 milljarða króna en árið 2012 hagnað­ ist félagið um 16 milljarða króna og greiddi út 1,5 milljarða króna í arð. Ætla má að svipaða sögu megi segja um annan stærsta hluthafa Samherja, Kristján Vilhelmsson, en hann á einnig þriðjungshlut í fé­ laginu. Hlutabréf Kristjáns í Sam­ herja eru hins vegar skráð á hans eig­ ið nafn og því eru upplýsingar um hlutabréfaeign hans, og skuldir sem liggja á bak við hana, ekki tiltækar op­ inberlega. Alveg ljóst er hins vegar að stærstu hluthafar Samherja standa utan við það mengi eigenda sjávar­ útvegsfyrirtækja sem Jónas talar um þegar hann ræðir um réttmæti arð­ greiðslnanna. Eignarhaldsfélag Þor­ steins Más er ekkert skuldsett og safn­ ast arðurinn frá Samherja upp inni í eignarhaldsfélagi hans. Háar arðgreiðslur Síldarvinnslunnar Samherji er annar stærsti kvótahafi landsins á eftir HB Granda. Þriðji stærsti kvótahafinn er Síldarvinnslan í Neskaupstað. Samherji á hins vegar nærri helming í því fyrir tæki og því rata arðgreiðslur út úr því að nokkru leyti til Samherja og þar með til hlut­ hafa þeirrar útgerðar. Síldarvinnslan greiddi út rúmlega 1,3 milljarða króna í arð vegna rekstrarársins 2011 og 2,1 milljarð í arð vegna rekstrar­ ársins 2012. Síldarvinnslunni hefur gengið afar vel síðastliðinn ár og er það helst uppsjávarveiðin sem er ástæðan fyrir miklum hagnaði og vexti fyrirtækisins á liðnum árum. Í viðtali við DV sagði Einar Benediktsson, fyrrverandi for­ stjóri Olís, að hann og viðskiptafélagi hans hafi persónulega keypt lítinn hlut í Olís í fyrirtækinu þegar þeir sáu hversu góður gangur var í rekstrinum: „Þegar við sáum hvers konar gullkálf­ ur [Síldarvinnslan] þetta er þá langaði okkur að eiga hann áfram. Þetta er al­ veg ótrúleg maskína að fylgjast með.“ Næststærsti hluthafi Síldarvinnsl­ unnar er Gjögur á Grenivík en sem dæmi má nefna að það félag hagnað­ ist um tvo milljarða króna og greiddi út 328 milljóna króna arð til hluthafa en þeir tveir stærstu er Ingi Jóhann Guðmundsson og Anna Guðmunds­ son sem hvort um sig eiga 19 prósent í fyrir tækinu. Sterk staða stærsta hluthafans Stærsti hluthafi HB Granda, Vogun hf. sem er í eigu Hvals hf. sem Krist­ ján Loftsson stýrir, er einstaklega vel statt félag. Vogun á þriðjungshlut í HB Granda. HB Grandi er kvóta­ hæsta einstaka útgerðarfyrirtæki landsins en þegar sá kvóti sem Sam­ herji og útgerðir sem það á stóra hluti í eru reiknaðir saman er Samherji langstærst. HB Granda hefur einnig, líkt og Samherji og Síldarvinnslan, gengið ákaflega vel undanfarin ár. Árið 2013 greiddi félagið til dæmis 1,7 millj­ arða króna í arð eftir að hafa hagn­ ast um 2,4 milljarða árið áður og árið 2013 nam hagnaðurinn 5,7 milljörð­ um og var arðgreiðslan 2,7 milljarð­ ar króna. Arðgreiðsla HB Granda fyrir árið 2012 upp á 1,7 milljarða nam 70 prósentum af því veiðigjaldi sem út­ gerðin greiddi. Vogun fær þriðjung af arð­ greiðslunum út úr HB Granda í ljósi eignarhalds sínu á félaginu. Arðgreiðslan til félagsins út úr HB Granda nemur því rúmlega 1.400 milljónum fyrir rekstrarárin 2012 og 2013. Félagið er með eiginfjárhlutfall upp á 97 prósent. Það á eignir upp á 16,7 milljarða króna en skuldar að­ eins rúmlega 470 milljónir. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Taka arð úTgerðanna ekki með í reikninginn n Deloitte segir að lækka þurfi veiðigjöld n Staða stórútgerðanna er afar misjöfn og þurfa sumar ekki arð til að standa í skilum„Varðandi arðgreiðslur þá er nauðsynlegt fyrir þá sem fjár- festa í sjávarútvegi að fá arð af sinni fjárfestingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.