Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Síða 27
Vikublað 14.–16. október 2014 Lífsstíll 27 S íðasta föstudag hófst for­ ritunarvika, samstarfsverk­ efni milli Evrópustofu og Skema til þess að auka áhuga fólks á tölvuforritun. Í ár er lögð sérstök áhersla á forritunar­ þekkingu kvenna. Konur hafa átt á brattann að sækja síðustu ár í tölvu­ geiranum en hafa samt sem áður ver­ ið að sækja í sig veðrið. DV hitti tvær ungar forritunarkonur sem þó eru hvor á sínum staðnum í lífinu. Ingi­ björg Ósk Jónsdóttir er formaður / sys/tra félags kvenna í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Berglind Ósk Bergsdóttir er í dag Android­for­ ritari hjá Plain Vanilla og lærði hún tölvunarfræði í Háskóla Íslands. Fóru í forritun fyrir tilviljun Ingibjörg Ósk er að læra hugbúnaðar­ verkfræði í HR eftir að hafa byrjað í heilbrigðisverkfræði. „Ég þurfti að taka áfanga í forritun í því námi. Til­ hugsunin um að þurfa að taka þann áfanga var hræðileg því ég ímynd­ aði mér að það yrði alveg svakalega leiðinlegt. En svo kom í ljós að þetta var langskemmtilegasti áfanginn,“ segir Ingibjörg og skellihlær. „Ég hafði aldrei forritað áður en þegar ég lærði forritun þá skipti ég yfir í hug­ búnaðarverkfræði.“ Berglind Ósk hins vegar byrjaði á gagnvirknis­ línu í sálfræði í Háskóla Íslands, þar sem sálfræði og tölvunarfræði voru tengdar saman. „Ég hafði ekki kjark í að henda mér beint út í tölvunar­ fræðina og fór þessa leið. Hins vegar eftir fyrstu önnina fannst mér svo gaman að ég færði mig alfarið yfir í tölvunarfræði. Ég tók aldrei neina áfanga í sálfræði.“ Vantar fleiri stelpur Þegar Ingibjörg var nýnemi voru stelpur rétt tæplega 20% tölvunar­ fræðinema en í ár voru 25% þeirra sem hófu nám stelpur. „Þetta er fjölg­ un en við viljum samt sjá fleiri stelp­ ur. Ég held að stór ástæða fyrir því af hverju svo fáar stelpur fara í tölv­ unarfræði sé að þær vita ekki hvað þetta er, í bland við staðalímyndir. Ég til dæmis hélt að það væru bara stór­ ir strákar sem kunnu að forrita áður en þeir komu í skólann sem væru í náminu. En auðvitað er það ekk­ ert þannig. Það er ekki ætlast til að maður kunni forritun áður en mað­ ur byrjar ekki frekar en að maður eigi að vera reiprennandi í kínversku ef maður fer í kínverskunám.“ En stelp­ ur eru feimnar við að fara í tölv­ unarfræði og var það ein af ástæð­ um þess að Ingibjörg og vinkonur hennar stofnuðu /sys/tur. „Okkur fannst vanta fleiri stelpur í forritun­ arkeppnir. Það er fjöldi stúlkna sem forritar, en þær voru einhverra hluta vegna ekki að sýna sig. En með því að mynda tengslanet þá getum við hvatt þær áfram til að taka þátt. Við viljum samt ekki vera lið á móti strákunum, við höfum ekkert á móti þeim. Stund­ um viljum við bara fá að vera stelpur og gera eitthvað nördalegt saman. Við verðum einmitt með opið kvöld í HR á fimmtudaginn milli 18 og 22, þar sem við bjóðum framhaldsskóla­ stelpur sérstaklega velkomnar. Þetta er gert í tengslum við forritunarvik­ una og við munum fara yfir grunn­ hugtök í Java­forritun.“ Fáir sýnilegir kvenforritarar Berglind er eini kvenforritarinn í fullu starfi hjá Plain Vanilla og hún segist sakna þess stundum að hafa kynsystur sínar með. „Konur eru sennilega um 40% starfsmanna fyr­ irtækisins. En af rúmlega 20 for­ riturum er ég eina konan. Það eru tvær konur í gagnavísindadeildinni en þær forrita lítið. Ég held að að­ alástæðan fyrir fáum kvenforritur­ um sé hvað það eru fáar fyrirmynd­ ir.“ Ingibjörg tekur í sama streng. „Þegar ég byrjaði í náminu vissi ég ekki um neina stelpu sem var tölv­ unarfræðingur eða hafði farið í tölv­ unarfræði. Við viljum þess vegna vera sýnilegri í samfélaginu svo fólk átti sig á því að það er allt í lagi að vera forritari,“ segir Ingibjörg. „Ég tel bestu leiðina til þess að fá fleiri stelpur í þennan geira vera að kenna krökkum forritun á grunnskólastigi,“ bætir Berglind við. „Ég veit að Skema er í samstarfi við nokkra skóla um að setja upp tölvunarfræðinámskeið hjá þeim, en best væri auðvitað að hún færi bara inn í aðalnámskrána.“ TIl að auka ásókn kvenna í tölvunar­ fræði hefur Háskólinn í Reykjavík ákveðið að breyta markaðsstefnu sinni í auglýsingum á deildinni. „Núna er kona framan á bæklingn­ um og fleiri konur inni í honum,“ segir Ingibjörg. „Í kynningarmynd­ bandi fyrir deildina eru reyndar enn bara strákar en það er verið að vinna í því.“ Strákar vilja fleiri stelpur Aðspurð hvort karlkyns nemend­ ur í tölvunarfræði séu fúlir yfir því að það sé sérstelpufélag, seg­ ir Ingibjörg aðeins hafa borið á því. „Strákar eru samt velkomnir á flest kvöldin okkar. Þetta er alls ekki póli­ tískt félag. En svo hefur það komið á daginn að þegar maður býður þeim á fyrirlestra þá mæta þeir ekki,“ seg­ ir Ingibjörg kímin á svip. „Ætli þeir þori nokkuð?“ Berglind segir stráka samt yfirleitt bara ánægða að fá fleiri stelpur í hópinn. „Þeim finnst örugglega alveg jafnleiðinlegt að vera bara innan um stráka eins og stelpum finnst leiðinlegt að vera ein­ ar eða ein af fáum í hópnum. Yfirleitt taka þeir okkur opnum örmum, en ég hef samt einstaka sinnum fundið fyrir fordómum, en ekkert á við hitt.“ Tengslanet mikilvægt Fyrir stuttu stóð Plain Vanilla fyrir kvennahittingi þar sem fjallað var um störf innan fyrirtækisins. „ Öllum var velkomið að koma en þetta sner­ ist aðallega um að segja frá því hvað konur væru að gera hjá fyriræk­ inu og virkja tengslanet kvenna. Að­ sóknin var gífurleg,“ segir Berglind. „Við ætluðum að hafa það í matsal Plain Vanilla en á endanum þurftum við að færa okkur um set og fengum stóra salinn í Bíó Paradís, sem troð­ fylltist. Það sýnir bara að áhuginn hefur aukist mikið.“ Ingibjörg segir tengslanetið einmitt eitt það mikil­ vægasta sem þurfi að virkja hér á landi. „Tengslanetið er mjög mikil­ vægt og nafnið /sys/tur er vísun í póstlistafélag sem Anita Borg stofn­ aði og heitir Systers. Það var stofnað sem tengslanet fyrir konur í tækni­ geiranum og byrjaði með tólf konum. Í dag er það orðið eitt stærsta póst­ listasamfélag í geiranum í dag. Við hjá /sys/tru­m reynum að vera eins sýnilegar og við getum, bæði til þess að fá fleiri stelpur í námið og líka til þess að virkja tengslanetið betur og ég held að okkur muni takast það,“ segir Ingibjörg glöð að lokum. n Vantar fleiri kvenforritara n Forritunarvika Skema og Evrópustofu í hámarki n Þarf að eyða staðalímyndum Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Formaður /sys/tra, félags kvenna innan tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Félagið heldur fyrirlestra og vinnustofur. Yfirleitt eru strákar meira en velkomnir en stundum vilja þær fá að nördast í friði, þar sem stelpur eiga það til að verða feimnar innan um strákana. MynD SIgTryggur ArI Berglind Ósk Bergsdóttir Berglind hefur unnið hjá Plain Vanilla síðustu tvö árin en þess utan vann hún fyrir Gogoyoko og gerði Android-smáforrit fyrir Smáralind. Um tíma virtist hún vera aðal-Android-forritari landsins en hún var í fyrsta árgangi tölvunarfræðideildar HÍ sem lærði Android-forritun. MynD SIgTryggur ArI Gæði fara aldrei úr tísku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.