Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 14.–16. október 201430 Sport Stelpurnar ætla að verja titilinn n EM í hópfimleikum hefst á miðvikudag n Afleiddar tekjur um 500 milljónir n Fluttu inn stúku Þ etta er krefjandi og það er mikið að gera, þetta er ótrú- lega skemmtilegt,“ segir Sól- veig Jónsdóttir, sviðsstjóri landsliðsmála hjá Fimleika- sambandi Íslands. Nú um helgina fer fram Evrópumeistaramót í hópfimleikum og hefur Sólveig ásamt samstarfs- fólki sínu staðið í ströngu í margar vikur við undirbúning mótsins. Þetta er stærsti fimleikaviðburður sem hef- ur farið fram hér á landi en að auki eitt stærsta íþróttamót innanhúss sem Ísland hefur haldið. Fimleika- sambandið áætlar að afleiddar tekj- ur af mótinu geti numið allt að fimm hundruð milljónum. 1.100 sjálfboðaliðar 45 lið frá 14 löndum taka þátt í mótinu og því að mörgu að huga og hafa um 1.100 sjálfboðaliðar tekið þátt í undir- búningnum. Undirbúningur við mótið hefur raunar staðið frá því í janúar 2013 þegar Fimleikasamband Evrópu tók tilboði íslenska fimleika- sambandsins um að halda mótið. Hópfimleikar (TeamGym) eru ein af sjö greinum innan Fimleikasam- bands Evrópu (UEG) og hefur ver- ið í gríðarlegum vexti innan Evrópu síðustu árin, en hún er nú stunduð í langflestum Evrópulöndum. Miðasala hefur gengið ágætlega og mjög vel fyrir keppnina á laugar- dag. Vilja fleiri karla og eldra fólk Í hópfimleikum er keppt í kvenna- og karlaflokki, en einnig er keppt í blönduðum flokki, það er karl- ar og konur í sama liðinu. Ís- lendingar eiga titil að verja frá síð- ustu tveimur Evrópumeistaramótum og í ár eru þrjár konur í kvenna- landsliðinu sem eru að reyna við Evrópumeistaratitil í þriðja skipti. Á síðasta Evrópumeistara móti urðu bæði stúlkna- og kvennalandsliðið Evrópumeistarar og því til mikils að vinna hjá okkar fólki. Íslendingar senda kvennalands- lið og blandað landslið auk lands- liðs í pilta- og stúlknaflokki. Ekki er til mannskapur í karlalandslið en Sól- veig segir fimleikasambandið vinna að því að koma á laggirnar karlalands- liði. „Meðal markmiða sambandsins er að hækka meðalaldur iðkenda og fjölga karlmönnum í greininni. Það gengur ágætlega og meðalaldurinn er að hækka. Við erum líka að fara úr kynjahlutföllum þar sem eru 80 pró- sent konur í 65 prósent konur og 35 prósent karlar. Framtíðin er björt í þessum málum og við bindum miklar vonir við að þetta takist,“ segir Sólveig. Mikill samtakamáttur Mótið verður haldið í frjálsíþrótta- höllinni í Laugardal og til þess að taka á móti öllum þessum fjölda, um 1.500 iðkendum og áhorfendum, hefur fim- leikasambandið leigt stúku sem not- uð var á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Sjálfboðaliðarnir unnu að því hörðum höndum að koma henni upp og á sunnudagskvöld var hún tilbúin og uppsett. „Við þurftum að flytja inn þessa stóru stúku, sem hefur aldrei verið gert áður innanhúss. Það hefur ekkert mót hér á landi gert ráð fyrir svona mörgum áhorfendum,“ segir Sólveig. „Stúkan kom til landsins á fimmtudag og við kláruðum þetta á sunnudagskvöld. Við erum með ell- efu hundruð sjálfboðaliða. Við höf- um fundið fyrir svo miklum samtaka- mætti og hvað það er mikill kraftur í hreyfingunni. Það hafa allir staðið saman og hafa unnið þrekvirki,“ segir Sólveig. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Eiga titil að verja Kvenna- landsliðið á titil að verja á Evrópumeist- aramótinu. Mynd FiMlEika- SaMband ÍSlandS Þetta eru liðin okkar á EM 2014 Kvennalandsliðið: Andrea Sif Pétursdóttir - Stjarnan Birta Sól Guðbrandsdóttir - Gerpla Eva Grímsdóttir - Stjarnan Fríða Rún Einarsdóttir - Gerpla Glódís Guðgeirsdóttir - Gerpla Hulda Magnúsdóttir - Stjarnan Ingunn Jónasdóttir Hlíðberg - Gerpla Karen Sif Viktorsdóttir - Gerpla Rakel Nathalie Kristinsdóttir - Gerpla Sara Margrét Jóhannesdóttir - Stjarnan Sif Pálsdóttir - Gerpla Sólveig Bergsdóttir - Gerpla Valgerður Sigfinnsdóttir - Gerpla Þórey Ásgeirsdóttir - Stjarnan Fyrirliði: Sif Pálsdóttir Þjálfarar: Bjarni Gíslason, Björn Björnsson, Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir Blandað lið: Arna Sigurðardóttir - Stjarnan Edda Sigríður Sigfinnsdóttir - Gerpla Harpa Guðrún Hreinsdóttir - Stjarnan Hugrún Hlín Gunnarsdóttir - Selfoss Katrín Pétursdóttir - Gerpla Valdís Ellen Kristjánsdóttir - Stjarnan Þórdís Ólafsdóttir - Stjarnan Aron Bragason - Gerpla Benedikt Rúnar Valgeirsson - Gerpla Birkir Sigurjónsson - Ármann Daði Snær Pálsson - Ármann Magnús Óli Sigurðarsson - Gerpla Sindri Steinn Davíðsson Diego - Ármann Þorgeir Ívarsson - Gerpla Fyrirliði: Þórdís Ólafsdóttir Þjálfarar: Alice Flodin, Daniel Bay og Þórarinn Reynir Valgeirsson Stúlknalið: Andrea Rós Jónsdóttir - Stjarnan Anna Sigrídur Gudmundsdóttir - Stjarnan Dóróthea Gylfadóttir - Gerpla Eyrún Inga Sigurðardóttir - Gerpla Hekla Mist Valgeirsdóttir - Stjarnan Inga Heiða Pétursdóttir - Gerpla Íris Arna Tómasdóttir - Stjarnan Kolbrún Þöll Þorradóttir - Stjarnan Kristín Amalía Líndal - Gerpla Lovísa Snorradóttir Sandholt - Gerpla María Líf Reynisdóttir - Stjarnan Steinunn Anna Svansdóttir - Stjarnan Tara Ósk Ólafsdóttir - Stjarnan Tinna Ólafsdóttir - Stjarnan Fyrirliði: Kolbrún Þöll Þorradóttir Þjálfarar: Ásta Þyrí Emilsdóttir, Kenneth Christiansen og Niclaes Jerkeholt Blandað lið unglinga: Ásmundur Óskar Ásmundsson - Gerpla Einar Karelsson - Gerpla Eysteinn Máni Oddsson - Selfoss Hrafn Marcher Helgason - Gerpla Konráð Oddgeir Jóhannsson - Selfoss Ríkharð Atli Oddsson - Selfoss Alma Rún Baldursdóttir - Selfoss Belinda Sól Ólafsóttir - Stjarnan Heiða Rut Halldórsdóttir - Ármann Kara Hlynsdóttir - Stjarnan Kolbrún Sara Magnúsdóttir - Gerpla Nadía Björt Hafsteinsdóttir - Gerpla Tanja Ólafsdóttir - Stjarnan Fyrirliði: Kolbrún Sara Magnúsdóttir Þjálfarar: Kristinn Þór Guðlaugsson, Tanja Birgisdóttir og Tanja Kristín Leifsdóttir Drengjalið: Alexander Sigurðsson - Ármann Arnar Freyr Yngvason - Gerpla Dagur Þórarinsson - Gerpla Einar Ingi Eyþórsson - Stjarnan Halldór Hafliðason - Stjarnan Helgi Laxdal Aðalgeirsson - Stjarnan Kolbeinn Þór Kolbeinsson - Gerpla Kristinn Már Hjaltason - Höttur Kristófer Lúðvíksson - Stjarnan Logi Örn Axel Ingvarsson - Stjarnan Stefán Berg Ragnarsson - Höttur Stefán Ísak Stefánsson - Stjarnan Þorbjörn Bragi Jónsson - Stjarnan Viktor Elí Sturluson - Ármann Fyrirliði: Alexander Sigurðsson Þjálfarar: Henrik Pilgaard, Niklas Boris og Yrsa Ívarsdóttir Standa í ströngu Arnar Ólafsson er formaður Fimleikasambands Íslands og Sólveig er sviðsstjóri landsliðsmála. Hún þjálfaði áður landsliðið í hópfimleikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.