Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Qupperneq 20

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Qupperneq 20
18 þau taka ekki nóg tillit til heildar- aðstæðna sjúklingsins. Hins vegar nota iðjuþjálfar mikið mat Guðrúnar Árnadóttur iðjuþjálfa A-ONE: Árna- dottir-Occupational therapy Neuro- behavioral Evaluation, sem metur athafnir daglegs lífs ásamt taugalíf- eðlisfræðilegum einkennum, þar á meðal þau einkenni sem koma fram við heilabilun. Prófið var upphaflega hannað til athugunar á sjúklingum með ýmsa heilaskaða s.s. heilablóðfall, áverka og sjúkdóma í heila. Árið 1990 gerði Guðrún rannsókn í samvinnu við iðjuþjálfa á öldrunardeildum Bsp. og Lsp. á notagildi A-ONE til grein- inga og staðfestingar á einkennum heilabilunar og kom í ljós að það er mjög vel til þess fallið. Prófið er sam- hæft ADL/vitrænt iðjuþjálfamat sem fer fram sem athugun á atferli ein- staklingsins við athafnir daglegs lífs, að þvo sér og snyrta, klæða sig, kom- ast um innanhúss, borða og að tjá sig og skilja aðra. Prófunin tekur 30-45 mínútur en það er u.þ.b. venjulegur meðferðartími fyrir ADL. Síðan fylgir pappírsvinna fyrir iðjuþjálfann u.þ.b. 20-30 mín. sem er færsla á niðurstöð- um og túlkun þeirra. Þrátt fyrir að prófunin taki þennan tíma er Á-ONE mjög gott próf, sbr. fyrri skilgreiningu, þar sem sjúklingur er "bara að gera sín venjulegu morgunverk". Auk ofangreindra þátta þarf að átta sig á almennu líkamlegu ástandi sjúkl- ings og meta færniþætti, hreyfiferla, kraft, gróf og fín samhæfingu o.fl. Hér að ofan hef ég tíundað nokkrar leiðir til að met aldraða. Það þarf alltaf að líta á heildaraðstæður ein- staklingsins, þ.e. líkamlegt-, vitrænt- og andlegt ástand hans. Ut frá niður- stöðum athugana á þessum þáttum er hægt að meta hverjar eru heppileg- ustu úrlausnirnar fyrir einstaklinginn. Getur hann búið áfram við sömu aðstæður og séð um sig sjálfur? Þarf hann e.t.v. meiri stuðning? Öryggis- kallkerfi? Þarf hann kannski vistun á hjúkrunarheimili? Það er mikilvægt að hafa mat á vit- rænni starfsemi með í heildarmati sjúklings vegna þess að eins og áður sagði eru elliglöp oft dulin fötlun. Líkamlega vel á sig kominn einstakl- ingur ræður kannski ekki við einfalda hluti eins og að klæðast en þá er oft hægt að meta í framhaldi af vitrænu mati hvort nóg sé að einfalda fatnað, ef það að hneppa er of flókið vegna verkstols (apraxiu) eða hvort skipu- lagning er skert og þá er oft nóg að veita hvatningu og aðhald. Vitrænt mat gefur einnig hugmynd um hvort raunhæft sé að viðkomandi búi einn heima, m.t.t. almennrar getu og ekki síður öryggisþátta t.d. varðandi mats- eld, að rata um og hversu mikið stuðningskerfi hann þarf, - fjölskylda, heimahjúkrun, heimilishjálp o.fl. Það getur verið nauðsynlegt að meta vit- ræna starfsemi áður en ákvörðun er tekin um útvegun hjálpartækja, t.d. öryggiskallkerfi/öryggishnapp, því slíkt öryggistæki er lítils virði ef notandinn gleymir mikilvægi þess að hafa það um hálsinn og hvernig á að nota það. Ég hef reynt að gera grein fyrir helstu prófunum sem iðjuþjálfar nota í dag til að meta aldraða, en eins og sagði í upphafí er mat á öldruðum í sjálfu

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.