Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Page 25
23
þér í heimilisbragnum og þú skynjar
stöðu hans í fjölskyldunni. Að fá
þessar upplýsingar á heimavelli, í því
umhverfi sem einstaklingurinn ætlar
sér að dvelja, er ómetanlegt við gerð
meðferðaráætlunar.
Ekkert er algott og óneitanlega varð
ég líka vör við þær neikvæðu hliðar
sem fylgja því að vinna í heimahúsi.
Ég nefni hér nokkrar. Að þjálfa fólk
í heimahúsi reyndist mér erfitt.
Ástundun var slök og margt sem
truflaði (sími, börn, kötturinn, pott-
arnir). Það er ótrúlega mikið sem
tapast þegar þessi örugga umgjörð
"deildin okkar" eða stofnunin er ekki
til staðar. Ekki aðeins er skortur á
meðferðartækjum heldur þessu þjálf-
unarhvetjandi umhverfi sem skjólstæð-
ingurinn skilur sem slíkt.
Það er líka mjög þreytandi til lengdar
að vinna svona mikið ein, hafa ekki
stuðning "kollega" og fá aldrei svörun
á unnin störf og hugmyndir.
Þú færð nóg af kaffi og (oftast) góðar
kökur á þessum vettvangi.
Jákvætt □
Neikvætt □
Lokaorð
Samstarfsfólk mitt á Akureyri stóð oft
í mun erfiðari málum en ég hafði gert
mér grein fyrir. Kröfurnar aukast frá
öllum hliðum. Skjólstæðingarnir eru
eldri og veikari heima en þó sjálfstæð-
ari, fjölskyldur þeirra ákveðnari, og
yfirvöld krefjast hagkvæmni ef ekki
sparnaðar.
Það er hvetjandi að vita til þess að
eftir að ég hætti störfum var áhugi á
að fastráða iðjuþjálfa hjá heimaþjón-
ustunni á Akureyri. Það er hins vegar
ekki einfalt mál. Hver á að borga, ríki
eða bær? Þessir tveir aðilar sem sam-
an veita heimaþjónustu eru fjárhags-
lega aðgreindir. Sú staðreynd veikir
samstarf þeirra og gerir ráðningu
iðjuþjálfa enn flóknari. Vonandi get-
um við iðjuþjálfar á Islandi haslað
okkur völl innan heimaþjónustunnar.
Þessi reynsla á Akureyri hefur styrkt
þá sannfæringu mína að iðjuþjálfun sé
fag sem tvímælalaust getur lagt sitt að
mörkum til að gera heimaþjónustu
markvissari og hagkvæmari.
Krossið þar sem við á.