Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Side 10

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Side 10
8 komu oft til meðferðar í iðjuþjálfun miðaldra konur haldnar kvíða og depurð þar sem áhersla var lögð á sjálfstyrkingu. Stundum var þar einnig hægt að setja saman hópa, sem voru þá oftast umræðuhópar eða verkefna- hópar. Ekkert teymi var í kringum vistmenn með geðræna erfiðleika frekar en aðra vistmannahópa á þess- um árum, en geðlæknir kom á staðinn einn til tvo eftirmiðdaga í viku og héldu iðjuþjálfar með honum viku- lega fundi. Á níunda áratugnum urðu miklar breytingar á endurhæfingarstarfsemi Reykjalundar. Umfang þjálfunardeild- anna, sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar óx hratt og virkum endurhæfingar- plássum á staðnum fjölgaði mikið. Afdrifaríkasta breytingin var þó til- koma svokallaðrar heilsuþjálfunar sem varð til sem eins konar hliðargrein út frá sjúkraþjálfun. Þetta hafði það í för með sér að til urðu ótal heilsuræktar- hópar sem ætlaðir voru öllum þeim vistmannahópum sem komu á Reykja- lund til endurhæfingar. Sá hópur vistmanna sem átti við geð- ræn vandamál að etja fór ört vaxandi á þessum árum. Einnig virtist það verða sífellt algengara að fólk sem lagðist inn með aðrar sjúkdómsgrein- ingar þurfti á sálrænni meðferð að halda. Þetta varð til þess að árið 1985 var ráðinn geðlæknir í fulla stöðu að Reykjalundi. í kringum hann varð fljótlega til vísir að geðteymi og gegndu iðjuþjálfar þar veigamiklu hlutverki. Að frumkvæði iðjuþjálfa og hjúkrunarfræðings var komið á fót áfangastað á lóð Reykjalundar, sem var fyrst og fremst ætlaður geðfötluð- um. Áherslan í iðjuþjálfun færðist meir og meir yfir á þjáfun í daglegu lífi, sérstaklega hvað varðaði búsetu og vinnu. Hópmeðferð með skapandi athöfnum eins og myndmeðferð og tónlistarmeðferð lagðist smám saman af, en þess í stað tóku vistmenn þátt í gönguferðum, leikfimi, íþróttum o.fl. í opnum hópum undir stjórn heilsu- þjálfa. Áfram var þörf fyrir sjálfstyrk- ingarmeðferð fyrir þunglyndar og kvíðnar konur á miðjum aldri og var henni oftast sinnt í einstaklings- meðferðum þar sem það var sífellt erfiðara að koma saman hópum vegna þess hve uppteknir vistmenn voru af annarri meðferð en þeirri sem heyrði undir iðjuþjálfun. Slökun var kennd í iðjuþjálfun í formi hópnámskeiða og oftast nýttist það tilboð fyrir þessar konur. Þriðji hópurinn fór nú einnig að verða meira áberandi. Þetta var eldra fólk sem hætt var störfum, börnin löngu flutt að heiman og sumir hverjir voru búnir að missa maka sinn. Þessir einstaklingar höfðu þörf fyrir að takast á við ný viðfangsefni í stað atvinnu eða heimilisreksturs og að koma sér upp aðstæðum þar sem þeir gátu notið félagslegrar samveru. Staðan í dag Undanfarin tvö ár hefur enn orðið stefnubreyting í iðjuþjálfun þeirra

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.