Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 16

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 16
- Aö klæða sig í og úr jakka að hætti Heiðars (verklegar æfingar og video) - Bindishnýtingar - hin ýmsu afbrigði / annað hálstau (verklegar æfingar) - Hlutverk karlmannsins í samfélag- inu og í samskiptum við konur (umræður) - Tómstundir (video og umræður) - Heimboð (leikin atriði og raun- veruleg heimboð) Til að gefa ykkur betri hugmynd um hvernig við unnum þá settum við þetta upp sem 7 vikna námskeið. I fyrstu tímunum fórum við yfir praktísk mál og báðum þá t.d. að taka með sér föt að heiman til að strauja, pússa skó o.þ.h. í sambandi við atriði eins og að umgangast kvenfólk þá fengum við aðstoðarmann iðjuþjálfa til að gera videomyndir ásamt sjúklingum þar sem kvenfólk var spurt um álit t.d. um áhrif lyktar o.fl. Þetta gafst mjög vel, gaf tilefni til líflegra umræðna og oft kom á óvart hvað þær höfðu mis- munandi sögu að segja. Einnig tókum við upp á video hvernig þeir sjálfir báru sig að við ýmislegt sem þeir voru óöruggir með. Heimboð æfðum við fyrst hér á staðnum en í lok nám- skeiðsins buðu þeir hópnum heim í kvöldmat eða kaffi og fór þá önnur okkar með til að aðstoða við undir- búning. Þetta atriði var mjög áhrifa- ríkt og þeim sem það reyndu fannst stórkostlegt að fá að upplifa gestgjafa- hlutverkið sem þá hafði suma ekki órað fyrir að þeir ættu eftir. Að námskeiðinu loknu létum við þá fá spurningalista sem við báðum þá að fylla út til að meta hvernig til hefði ✓ tekist og hvað betur mætti fara. I heildina voru svörin sem við fengum mjög jákvæð og það sem helst var gagnrýnt var að það væri of hröð yfirferð. Það sem við vorum líka mjög ánægðar með var hvaða áhrif þetta námskeið hafði hér á staðnum. Nánast allir sem hér voru fylgdust spenntir með hvað væri að gerast og skemmti- legar umræður spunnust í kringum það. Einnig mynduðust tengsl á milli þátttakendanna á námskeiðinu sem hafa haldist og þeir hafa getað stutt hvern annan í frítímanum og þannig dregið úr félagslegri einangrun.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.