Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Side 36
34
- Lífsgæði eru frelsi til athafna.
- Lífsgæði eru hæfileiki og möguleiki
á að geta valið af eða á í öllum
þeim aðstæðum þar sem val getur
átt sér stað.
- Lífsgæði eru jafnvægi í eigin lífi
þar sem hið óvænta og hið skipu-
lagða skiptist stöðugt á.
Þessi listi er hvorki tæmandi né fastur
heldur það sem mér finnst skipta máli
hér og nú, og á vonandi eftir að þró-
ast í léttum takti við mig.
Þegar ég í mínu daglega starfi sem
iðjuþjálfi á geðdeild er að greina
lífsaðstæður sjúklinga, er oftast um að
ræða einhver vandamál tengd ein-
hverju atriðanna hér að ofan. Og hér
kemur svo loksins rúsínan í pylsuend-
anum: Það er einmitt þetta sem ég er
hér til að eiga eitthvað við! Læknarnir
sjá um að eiga við einkennin og hin
læknisfræðilega meðferð sérhæfir sig
í að draga úr eða fjarlægja þau. Þegar
því er lokið og sjúklingurinn er kom-
inn í jafnvægi og er án einkenna er
því lýst yfir að honum sé batnað.
Sálfræðingurinn sér um sálina og
sjálfsskynjunina. Umönnunarstarfsfólk-
ið sér um að aðstoða sjúklinginn við
að eiga við þær lífsaðstæður sem eru
ríkjandi hér og nú og fylgja eftir með-
ferðarfyrirskipunum frá hinum með-
ferðaraðilunum. Allir þessir faghópar
eru nauðsynlegir í meðferð geðsjúkra.
En ekkert af þeim hefur lífsgæði sem
aðalmarkmið í vinnu sinni, þó svo að
allir geti með réttu staðhæft að sumir
þættir í vinnu þeirra leiði til aukinna
lífsgæða. Eitt að skilyrðunum fyrir
slíkri vinnu er, t.d. að sjúklingurinn sé
ekki rjúkandi psykótískur þannig að
það "þýði" ekkert að tala við hann.
Sem iðjuþjálfi hef ég áttað mig á því
að það einasta sem vinnan mín fjallar
um er að auka lífsgæði sjúklingsins og
aðstoða hann þannig að forsendur
fyrir auknum lífsgæðum séu til staðar,
líka eftir útskrift af deild.
Þá er víst komið að því að nefna
nokkur dæmi: Sjúklingurinn er mið-
aldra kona sem leggst inn og hefur
sjúkdómsgreininguna geðklofi. Þar að
auki á hún við áfengis- og vímuefna-
misnotkun að stríða sem hún þver-
tekur fyrir. Félagsleg færni hennar er
frekar bágborin. Hún þolir ekki að
búa með neinum en hins vegar tekst
henni heldur ekki að búa einni. Hún
fær neuroleptika-lyfjameðferð á deild-
inni þar sem hún dregur sig þó nokk-
uð í hlé og hefur tilhneigingu til að
einangra sig. I tilfellum sem þessum
er aðaláherslan í minni vinnu lögð á
að brjóta upp hið félagslega mynstur
sjúklingsins aðstoða hann við að
byggja upp félagslegt net, aðstoða
hann við að ná tökum á færniþáttum
sem geta veitt honum annað innihald
í hversdagslífið. Á verklega planinu
mun ég gera þetta með því að bjóða
henni að taka þátt í einhverju af því
sem fer fram í athafnamiðstöðunum-
/athvörfunum sem spretta upp hér og
þar. Jafnvel æfa einhverja færni sem
veitir henni aukið öryggi til að geta