Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 39

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 39
37 iðjuþjálfa þar sem áhersla var lögð á að örva samskiptafærni og styrkja sjálfsvitund, var hann dulur og yfir- borðskenndur. Hann var dapur í bragði og geðslag einsleitt; hann var ýmist dapur eða reiður. Þrátt fyrir þetta sagði hann að sér liði skást í iðjuþjálfun. Jón átti að baki langa sögu um milda geðslægð, sem rekja mátti aftur til upphafs skólagöngu. Hann var fljótt settur í sérkennslu vegna námserfið- leika og var mjög illa staddur náms- lega. Þunglyndi hans ágerðist verulega þegar foreldrar hans skildu og hann þurfti að flytja og skipta um skóla. Fljótlega upp úr því sóttu sjálfsvígs- hugsanir stöðugt að honum og hann stökk m.a. í veg fyrir bíla, með það fyrir augum að reyna að drepa sig. * I iðjuþjálfun var Jón hjálparvana og lítill í sér. Hann fór að gráta í hverj- um meðferðartíma; oftast vegna stríðni jafnaldra eða vegna þess að honum mistókst það sem hann var að gera. Slakar fínhreyfingar og skipu- lagserfíðleikar ollu því að hann átti erfítt með að ná árangri, sem hann gat sætt sig við. Mat á skyn- og hreyfiþroska (Bruininks-Oseretsky ...) sýndi mjög slaka getu í gróf- og fín- hreyfiþáttum, samhæfíngu líkamshliða, skipulagningu hreyfinga, jafnvægi og viðbragðsflýti. Hann þoldi mjög litla jafnvægisskynörvun. Þótt Björn og Jón væru jafnaldrar og ættu við áþekk geðræn vandamál að stríða, voru þeir ekki vinir. Jón leitaði gjarnan eftir viðurkenningu eða stuðn- ingi frá Birni, sem svaraði með því að sniðganga hann, stríða honum eða hrekkja hann. Jón fór að gráta, sem aftur vakti óbeit hjá Birni og espaði einnig upp hina sem í hópnum voru. Nauðsynlegt var að reyna að breyta samspilinu í hópnum. Auk ofanskráðra erfíðleika í hóptím- um, voru bæði Björn og Jón farnir að grípa hvert tækifæri sem gafst til að skrópa, þar sem þeir upplifðu meiri streitu þar heldur en í verkstæðis- tímum. Þeir kvörtuðu undan líkamleg- um kvillum s.s. höfuðverk, magaverk eða þreytu. Tilraunir til að lokka þá til þátttöku virtust ekki ætla að bera árangur. Klínísk reynsla af meðferð barna með alvarlegt þunglyndi og slakt samspil skynsviða benti til þess, að örvun jafnvægisskyns gæti létt lund, gert börnin atorkusamari og athafnir þeirra markvissari. Slakt jafnvægi og slök samhæfíng líkamshliða hjá Jóni gæti tengst slakri úrvinnslu jafnvægisskyns- áreita, en enga slíka erfiðleika var að fínna hjá Birni. Hann var hins vegar talinn hafa gagn af þeim félagslega þætti, sem fólst í að vera með Jóni í skyn- og hreyfileikjum. Þjálfunaráætlun miðaðist við 15-20 mínútna samleik þeirra í rólum. í fyrstu nutu þeir einfaldra athafna, svo

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.