Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Síða 42

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Síða 42
Mynd 1 40 Guðrún, 80 ára „Guðnín var lögð inn á sjúkrahús eftir að hafa dottið heima hjá sér og lærbrotnað. Nú er beinbrotið gróið, bún getur gengið með göngugrind og klaett sig sjálf með því að nota sokkaífæru. Stundum er hún svoiítið gleymin og utan við sig. Nú á hún að útskrifast af sjúkrahúsinu. Guðrún er ekkja og býr ein í lítilli þriggja herbergja íbúð. Ég heimsæki Guðrúnu og við skulum hugsa okkur hvemig hægt væri að aðlaga húsnæði hennar þannig að hún geu búið þar áfram, þrátt fyrir skerta hreyfifæmi: lengur sest ofan í baðkerið. Það þarf upphækkun á klósettið og einnig þarf að festa á veggina handföng sem Guðrún getur stutt sig við. Þetta er nauðsynlegt til þess að hún geti bjargað sér sjálf. í eldhúsinu prófa ég hækkanlegan vinnustól, sem hægt er að setja í bremsu með einu handtaki. Þannig getur Guðrún setið við eldhússtörfin. Ég bendi dóttur hennar á að fjarlægja þyrfti þröskulda og lausar mottur svo að Guðrún komist um íbúðina á eins öruggan hátt og hægt er. í svefnherberginu þarf að hækka rúmið og setja upp létta við höfuðgaflinn þannig að Guðrún geti reist sig upp úr rúminu. Dóttir hennar ætlar að kaupa síma til að hafa á náttborðinu. í baðherberginu athuga ég hvort hægt sé að koma fyrir baðbretti, því Guðrún getur ekki Áður en Guðrún fer heim þarf að ganga frá því að hún fái heimilishjálp og pláss í dagvistun. Þar fær hún þjálfun og er í félagsskap með öðm fólki. Þá er bara eftir að láta alla þessa hluti verða að veruleika svo að Guðrún komist aftur i HEIM TIL SÍN” Jóhanna, iðjuþjálfi á öldrunarlœkningadeilcL

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.