Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Side 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 20098
og að félagssjóður skili ekki meira en 3%
hagnaði af heildariðgjöldum. Stefnt er að
endurskoðun á vefsvæði félagsins og að
félagsmenn fái eigin síður þar sem þeir
geta séð og unnið gagnvirkt með þau
gögn sem skráð eru um hann hjá félaginu.
Þá er markmiðið að þjónustukannanir sýni
að yfir 95% félagsmanna séu ánægðir
með þjónustu skrifstofu félagsins.
Fundurinn samþykkti tillögu stjórnar
félagsins þess efnis að félagsgjöld haldist
óbreytt en tillaga til lagabreytinga um
að fella niður hámarkstíma, sem sami
einstaklingur getur gegnt starfi formanns
samfellt og að hann verði kjörinn til
þriggja ára í stað tveggja eins og nú er,
náði ekki samþykki 2/3 hluta greiddra
atkvæða og var því felld þrátt fyrir að
meirihluti væri henni fylgjandi.
FÍH gengur úr BHM
Fyrir aðalfundi FÍH lá eftirfarandi tillaga:
„Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, haldinn þann 12. maí 2009,
samþykkir að fela stjórn félagsins að
ganga frá úrsögn félagsins úr Bandalagi
háskólamanna (BHM). Stjórn skal tilkynna
BHM úrsögnina innan tilskilins frests
þannig að hún öðlist gildi frá og með
áramótum 2009 og 2010. Stjórn skal
þegar hefja undirbúning viðbragða við því
ástandi sem skapast vegna úrsagnar og
núverandi aðildar félagsmanna að sjóðum
BHM.“ Tillagan var samþykkt með 53
atkvæðum gegn 2 en 12 sátu hjá.
Úrsögn FÍH úr BHM hefur verið til
alvarlegrar skoðunar í þrjú ár. Tillaga um
úrsögn var rædd ítarlega á fulltrúaþingi
félagsins í maí 2007 og síðan á aukafundi í
september 2007. Þar var ákveðið að vera
áfram í BHM enn um sinn eins og það var
orðað þar sem mikil stefnumótunarvinna
var í gangi hjá BHM sem fulltrúi FÍH
tók fullan þátt í. Stjórn FÍH batt miklar
vonir við að sú vinna myndi skila meiri
breytingum á skipulagi og störfum BHM
og á gjaldalíkani bandalagsins en raun bar
vitni. Hjúkrunarfræðingar eru um 26% af
heildarfjölda félagsmanna í aðildarfélögum
BHM. Þeir greiða árið 2009 um 14
milljónir króna til bandalagsins. Það er
mikið fé sem annaðhvort er hægt að nýta
til beinnar þjónustu við hjúkrunarfræðinga
frá skrifstofu FÍH eða að lækka félagsgjöld
til félagsins.
Nýkjörin stjórn FÍH mun nú fara í þá
vinnu að undirbúa úrsögnina í samræmi
við lög BHM. Fréttir af gangi mála
munu birtast á vefsvæði félagsins
eftir því sem málum vindur fram og
síðan fjallað um breytingarnar í Tímariti
hjúkrunarfræðinga.
Glaðir fundarmenn í kaffihléi.
Þeir sem kosnir voru í stjórn auk formanns voru:
Frá svæðisdeild Austurlands: Sigurveig Gísladóttir
Frá svæðisdeild Norðurlands: Kristín Thorberg
Frá svæðisdeild Vestfjarða: Jóhanna Oddsdóttir
Frá svæðisdeild Vesturlands: Helga Atladóttir
Frá svæðisdeild Suðurlands: Fjóla Ingimundardóttir
Frá svæðisdeild höfuðborgarsvæðisins: Aðalheiður D. Matthíasdóttir
Frá svæðisdeild Suðurnesja: Íris Dröfn Björnsdóttir
Frá fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga: Guðbjörg Pálsdóttir
Frá fagdeild gjörgæsluhjúkrunarfræðinga: Gunnar Helgason
Frá fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga: Stella S. Hrafnkelsdóttir
Frá fagdeild skurðstofuhjúkrunarfræðinga: Svanhildur Jónsdóttir
Frá fagdeild svæfingahjúkrunarfræðinga: Þórdís Borgþórsdóttir
Frá fagdeild taugahjúkrunarfræðinga: Dóróthea Bergs
Frá fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga: Jónbjörg Sigurjónsdóttir
Þrír félagsmenn sem ekki eru fulltrúar fag- eða svæðisdeilda:
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Hildur Einarsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir
Kosningar
Elsa B. Friðfinnsdóttir var sjálfkjörinn formaður félagsins til næstu tveggja ára. Samkvæmt
nýju lögunum er stjórn félagsins skipuð 18 félagsmönnum: formanni félagsins, fulltrúum
hinna sjö svæðisdeilda, sjö fulltrúum fagdeilda og þremur félagsmönnum öðrum. Fulltrúar
fagdeilda skulu kosnir beinni kosningu á aðalfundi svo og þeir þrír félagsmenn sem ekki
eru fulltrúar fag- eða svæðisdeilda. Fulltrúar svæðisdeilda eru hins vegar kjörnir á vettvangi
svæðisdeilda í aðdraganda aðalfundar og eru sjálfkjörnir í stjórnina.
Stjórn orlofssjóðs
Birna Jónsdóttir
Guðrún Ágústsdóttir
K. Hjördís Leósdóttir
Ingibjörg Rósa Friðbjörnsdóttir
Ólöf Sigurðardóttir
Kjörnefnd
Guðrún Jónasdóttir
Hildur Rakel Jóhannsdóttir
Ragna Dóra Rúnarsdóttir
Varamaður: Sigríður Lóa Rúnarsdóttir
Ritnefnd
Auðna Ágústsdóttir til tveggja ára
Brynja Ingadóttir til tveggja ára
Dóróthea Berg til eins árs
Herdís Sveinsdóttir til tveggja ára
Hildur Magnúsdóttir til eins árs
Ragnheiður Alfreðsdóttir til tveggja ára
Sigríður Skúladóttir til eins árs
Skoðunarmenn
Elín J. Hafsteinsdóttir
Herdís Herbertsdóttir