Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Qupperneq 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 21
Yfirfærsla heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu frá heilsugæslunni
til Reykjavíkurborgar á sér langan aðdraganda. Nú þegar 2002 skilaði
samráðshópur um málefni aldraða skýrslu til heilbrigðisráðherra en lítið
gerðist á yfirborðinu þangað til að undirrituð var viljayfirlýsing 8. október
2008. Skrifað var svo undir þjónustusamning um tilraunaverkefni
sem átti að hefjast 1. janúar 2009. Ríkið greiðir alls rúmlega 2,8
milljarða króna fyrir þjónustu Reykjavíkurborgar á samningstímanum.
Samkvæmt ákvæðum þjónustusamningsins sér Reykjavíkurborg um
rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík allan sólarhringinn alla daga ársins.
Þar fyrir utan tekur samningurinn til reksturs heimahjúkrunar allan
sólarhringinn alla daga ársins í Seltjarnarnesbæ, reksturs kvöld-,
nætur- og helgidagaþjónustu heimahjúkrunar í Mosfellsbæ og rekstur
næturþjónustu heimahjúkrunar í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.
Reyndar hafa umræður átt sér stað í mörg ár og aðilar hafa unnið
saman að því að samþætta þjónustu við skjólstæðingana þó að
engar formlegar ákvarðanir hafi verið teknar. Þessi samþættingarvinna
hófst í febrúar 2004. Fundað var vikulega um hvern einstakling en
fyrst var kortlagt hverjir fengu þjónustu frá bæði heimahjúkrun og
félagsþjónustunni. Áður hafði starf félagsþjónustunnar aðallega verið
þrif en borgin jók kvöld- og helgarþjónustu og tók við einfaldri aðhlynningu. Einstaklingar, sem vilja félagsþjónustu, þurfa að
greiða fyrir hana en ákveðið var að kvöld- og helgarþjónusta yrði gjaldfrjáls eins og heimahjúkrun.
Reynt var einnig að samþætta stjórnun en Reykjavíkurborg var þá að „hverfavæða“ en heimahjúkrun var orðin miðlæg þannig að
stjórnun var gjörólík í þessum stofnunum.
Hagsmunasamtök eins og Félag eldri borgara hafa krafist þess að nærsamfélagið, það er Reykjavíkurborg, sjái um þjónustuna.
Mikill pólitískur vilji var einnig um að sameina heimahjúkrun og félagsþjónustu en tekist var á um leiðir. Haustið 2007 hófust
formlegar samræður. Uppi voru hugmyndir um að sameina frá 1. febrúar 2008 en tíð meirihlutaskipti í borginni settu strik í
reikninginn. Þetta var lán í óláni því að nú gafst tími að vinna betur að sameiningunni.
Óvissan um framhaldið leiddi til togstreitu og reyndi mikið á fólk allt árið 2008. Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkruninni komu
saman á fundi hjá FÍH í desember 2008 þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi heilbrigðisráðherra, Jórunn Frímannsdóttir,
formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, og Stella K. Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, útskýrðu gang mála. Skipst var á
skoðunum en flestir voru þó sammála um að best væri að hafa þetta á einni hendi. Það var orðið þunglamalegt fyrirkomulag að
þrír aðilar kæmu að heimahjúkrun, þ.e. heilsugæslan, heimaþjónustan og svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra. Nú stendur þetta
allt til bóta og áætlað er að málefni fatlaðra fari undir borgina 2012.
CM
Langur aðdragandi
Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar,
fer yfir sjónarmið borgarinnar á fundi 4. desember 2008.
Ingvarsdóttir félagslegri heimaþjónustu
faglega stjórn. Við heimahjúkrun starfa
115 manns, 36 hjúkrunarfræðingar í 30
stöðugildum og 55 sjúkraliðar sem eru í
lítið eitt færri stöðugildum. Iðjuþjálfarnir
sem starfa hjá heimahjúkrun eru tveir
og nýlega bættist læknir í hálfu starfi í
hópinn, Helga Hansdóttir öldrunarlæknir.
Þjónustusvæðinu er skipt upp í tólf
teymi eða svæði og er umsjónar-
hjúkrunarfræðingur yfir hverju þeirra sem
aftur hefur í liði sínu starfsfólk sem sinnir
gjarnan á bilinu 50 til 85 skjólstæðingum.
að fá starfsfólk í sumarafleysingar, þó ég
voni að úr rætist.“
Þúsundir skjólstæðinga
Á bilinu 900 til 1.100 heimili njóta heima-
hjúkrunar á hverjum tíma, eða um 2.200
ein staklingar á ársgrundvelli og yfir 3.700
heimili njóta félagslegrar heima þjónustu
yfir heilt ár. Árlegar vitjanir hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraliða hafa verið
rúmlega 156 þúsund. Um 87% beiðna
um heimahjúkrun koma frá Landspítala
„Já, okkur hefur í stórum dráttum gengið
mjög vel að manna starfsemina. Í fyrra
þegar atvinnuástand var með besta móti
notuðu margir tækifærið til að róa á ný
mið en okkur tókst þó blessunarlega
að fá nýtt fólk í staðinn,“ segir Þórdís
Magnúsdóttir. „Eftir hrunið síðasta
haust hefur fólk, sem var á lausum
kili, greinilega lagt mikið upp úr því
að binda sig til lengri tíma ákveðnum
vinnustöðum einfaldlega til að hafa fast
land undir fótum. Því höfum við verið í
ákveðnum vanda að undanförnu með