Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Page 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 23
Rúm fjörutíu ár eru síðan Ingibjörg hóf
störf sem hjúkrunarfræðingur. Hún hefur
komið víða við á þeim tíma. Frá 1999 fram
til 2006 starfaði hún við heimahjúkrun á
Höfn í Hornafirði þar sem þessi þjónusta
er í dag rekin á vegum sveitarfélagsins líkt
og á Akureyri. Til starfa við heimahjúkrun í
Reykjavík kom Ingibjörg í ágúst á síðasta
ári, ekki löngu áður en starfsemin var flutt
frá ríki til borgar.
Í austurborginni
Í starfi sínu sinnir Ingibjörg heimahjúkrun í
austurborginni, það er í og við Laugardal.
Hver hópur, sem starfar hjá Heimahjúkrun
Reykjavíkur, sinnir ákveðum hverfum í
borginni og hefur í sinni umsjón gjarnan
síst í því að vinna með skjólstæðingum,
aðstandendum, stofnunum og öðrum
fagaðilum. Af því leiðir að mikið er um
fundasetur enda þarf oft að finna ný úrræði
fyrir skjólstæðinga. Starfið felst einnig
mikið í tölvuskráningu og pappírsvinnu
ýmiss konar enda þarf að skrá alla
heilsufarssögu sjúklinga og þá meðferð
sem þeim er veitt í gagnabankanum
Sögu. Í mörgum tilvikum er fólk ágætlega
sjálfbjarga, til dæmis með lyfja- og
sprautugjafir en því finnst hins vegar gott
að fá innlit frá okkur öðru hverju sem
virkar þá meðal annars sem félagslegur
stuðningur,“ segir Ingibjörg sem telur að
þetta starf muni eflast í framtíðinni. Með
samþættingu starfs heimahjúkrunar og
félagslegrar heimaþjónustu opnist miklir
möguleikar sem áhugavert verði að taka
þátt í að útfæra. Stóra málið sé hins
vegar að slík breyting séu notendum
þjónustunnar til þæginda.
60 til 80 manns sem er vitjað frá þriggja
mánaða fresti og jafnvel nokkrum sinnum
á dag, allt eftir þörf hvers og eins.
„Eldra fólk er stór hluti íbúa á því svæði
sem ég sinni og af sjálfu sér leiðir að
það þarf mikið á heimahjúkrun að halda.
Fjölmennasti hópurinn er fólk á ellilífeyrisaldri.
En þjónustan er alls ekki einskorðuð við
elsta fólkið, því að oft sinnum við yngra
fólki sem þarf stuðning eftir veikindi eða
slys,“ segir Ingibjörg. Sem dæmi um þá
þjónustu sem starfsfólk heimahjúkrunar
veitir – hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar
– nefnir Ingibjörg til dæmis skiptingar á
sáraumbúðum, insúlínsgjafir, sondugjafir,
uppsetningu á þvaglegg, lyfjamál og almennt
heilsufarseftirlit. Er þá fátt eitt nefnt.
Notendum til þæginda
„Starf hjúkrunarfræðinganna felst þó ekki
HEIMAHJÚKRUN ER GEFANDI
Úti á akrinum. „Takist vel til um alla
samvinnu getur slíkt flýtt fyrir bata,“ segir
Ingibjörg Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur
hjá Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar.
„Heimahjúkrun er að flestu leyti mjög gefandi. Með því
að koma inn á heimili sem aufúsugestur kynnist maður
fólki í miklu návígi og fer nær því en gerist til dæmis inni
á stofnunum. Fyrir vikið myndast oft ágætt samband við
skjólstæðinga og takist vel til um alla samvinnu getur slíkt flýtt
fyrir bata,“ segir Ingibjörg Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur
hjá Heimaþjónustu Reykja víkur borgar.
Fréttapunktur
Níunda alþjóðlega ráðstefnan um fjölskylduhjúkrun
var haldin í Reykjavík dagana 2.–5. júní. Íslenskir
hjúkrunarfræðingar fjölmenntu á ráðstefnunni enda er
mikill áhugi fyrir fjölskylduhjúkrun um þessar mundir.
Meðal fyrirlesara voru fremstu sérfræðingar heims í
fjölskylduhjúkrun, eins og til dæmis Janice Bell og
Laureen Wright. Nánar verður fjallað um ráðstefnuna í
næstu tölublöðum Tímarits hjúkrunarfræðinga.
Fyrsta ráðstefnan var haldin í Calgary 1988 en næsta
ráðstefna verður haldin í Kyoto í Japan 2011.