Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Qupperneq 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Qupperneq 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 25 Foreldri sem er ófært vegna sjúkdóms, afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar til umönnunar barns síns á fyrstu 18 mánuðum eftir fæðingu er heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins að hluta eða öllu leyti, hið sama gildir um rétt foreldris vegna barns sem kemur inn á heimili vegna frumættleiðingar/varanlegs fósturs. Starfsmaður skal eiga rétt á að taka fæðingarorlof í einu lagi. Með samkomulagi við vinnuveitanda er starfsmanni þó heimilt að haga fæðingarorlofi á þann veg að það skiptist niður á fleiri tímabil og/ eða það verði tekið samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Það má aldrei taka fæðingarorlof skemur en 2 vikur í senn. Vinnuveitandi skal leitast við að koma til móts við óskir starfsmanns um tilhögun fæðingarorlofsins. Foreldrar eiga sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt þegar um fjölburafæðingar er að ræða. Þetta á einnig við hjá þeim sem eru að frumættleiða/taka í varanlegt fóstur fleira en eitt barn á sama tíma. Mánaðarleg greiðsla til starfsmanns í fæðingarorlofi skal nema 80% af meðaltali heildarlauna og skal miða við 12 mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingardag barns eða þann dag sem barn kemur inn á heimili vegna frumættleiðingar/varanlegs fósturs. Þrátt fyrir þetta skal mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs aldrei vera hærri en 400.000 kr. Greiðsla í fæðingarorlofi til foreldris í 25–49% starfi í hverjum mánuði skal aldrei vera lægri en sem nemur 65.227 kr. á mánuði og greiðsla til foreldris í 50–100% starfi í hverjum mánuði skal aldrei vera lægri en 91.200 kr. á mánuði. Hámarks- og lágmarksgreiðslur eru endurskoðaðar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert. Greiðslur skal inna af hendi eftir á, fyrsta virkan dag hvers mánaðar. Fæðingarstyrkur í stað fæðingarorlofs Til þess að eiga rétt á fæðingarstyrk í stað fæðingarorlofs þarf einstaklingur að hafa verið utan vinnumarkaðar, í minna starfi en 25% eða í fullu samfelldu námi verklegu eða bóklegu hjá viðurkenndri menntastofnun innan hins almenna menntakerfis á Íslandi. Fullt nám skv. lögunum er 75–100% nám, einstök námskeið teljast ekki til náms. Fæðingarstyrkur er 40.409 kr. á mánuði til foreldris utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi en 91.200 kr. til foreldris í fullu námi. Fæðingarstyrkirnir endurskoðast árlega við afgreiðslu fjárlaga. Réttur til fæðingarorlofs vegna andvana fæðingar og fósturláts Foreldrar eiga sameiginlegan rétt á fæðingarorlofi í allt að 3 mánuði ef um er að ræða andvana fæðingu eftir 22 vikna meðgöngu. Sé um að ræða fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu eiga foreldrar rétt á fæðingarorlofi í allt að 2 mánuði. Veikindi barns eða móður Þurfi barn að vera lengur á sjúkrahúsi en 7 daga í beinu framhaldi af fæðingu er heimilt að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs um þann dagafjölda sem barn dvelst á sjúkrahúsi fyrir fyrstu heimkomu, um allt að fjóra mánuði. Einnig er heimilt að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs í allt að þrjá mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns sem krefst nánari umönnunar foreldris. Heimilt er að framlengja fæðingarorlof móður um allt að 2 mánuði vegna alvarlegra veikinda hennar í tengslum við fæðingu. Uppsöfnun og vernd réttinda Í fæðingarorlofi greiðir foreldri að lágmarki 4% af fæðingarorlofsgreiðslu í lífeyrissjóð og Fæðingarorlofssjóður að lágmarki 8%, foreldri er þar fyrir utan heimilt að greiða í séreignasjóð. Fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum svo sem rétti til orlofstöku, lengingar orlofs, veikindaréttar, uppsagnarfrests og réttar til atvinnuleysisbóta. Starfsmaður nýtur réttinda til greiðslu á persónu- og orlofsuppbót. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ráðleggur félagsmönnum sínum að greiða stéttarfélagsgjöld í fæðingarorlofi til þess að eiga rétt í fjölskyldu- og styrktarsjóð BHM. Tilkynning til vinnuveitanda um væntanlegt fæðingarorlof Starfsmaður, sem hyggst nýta sér rétt til fæðingarorlofs, skal tilkynna það vinnu- veitanda eins fljótt og kostur er og í síðasta lagi 8 vikum fyrir fyrirhugaðan fæðingardag barns. Tilkynningin skal vera skrifleg og þar skal tilgreina fyrirhugaðan upphafsdag orlofsins, lengd og tilhögun. Umsóknin Foreldri skal sækja um greiðslu í fæðingarorlofi til Vinnumálastofnunar 6 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barns en frá 1. janúar 2007 hefur Fæðingar- orlofssjóður verið í vörslu Vinnu- málastofnunar. Öll gögn, sem tengjast umsóknum í fæðingarorlofi, skulu send á Strandgötu 1, 530 Hvammstanga. Umsóknin skal vera skrifleg á þar til gerðu eyðublaði og henni skal fylgja afrit af tilkynningum um fæðingarorlof sem samþykktar hafa verið af vinnuveitendum. Á umsókninni skal koma fram fyrirhugaður upphafsdagur, lengd og tilhögun fæðingarorlofs hvors foreldris fyrir sig. Skattkort skal senda á sama heimilisfang fyrir 20. hvers mánaðar kjósi foreldri að nýta sér það hjá fæðingarorlofssjóði. Fæðingarstyrkur úr styrktarsjóði BHM Foreldri í fæðingarorlofi, sem er aðili að styrktarsjóði BHM, á rétt á fæðingarstyrk sem nemur 170.000 kr. Styrkurinn miðast við hvern félagsmann og séu báðir foreldrar félagsmenn á hvor um sig sjálfstæðan rétt á styrknum. Skila þarf inn fæðingarvottorði og afriti af síðasta launaseðli.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.